Fara í efni

Sveitarstjórn

216. fundur 03. apríl 2008 kl. 23:50 - 23:50 Eldri-fundur

Ár, 2008, 3.apríl er  fundur í hreppsnefnd Kjósarhrepps, haldinn í Ásgarði

            kl. 20.00.

 

Mæting; Sigurbjörn Hjaltason, Steinunn Hilmarsdóttir, Guðmundur Davíðsson,

Hermann  Ingólfsson, og Guðný G. Ívarsdóttir.

 

Fundur hreppsnefndar sem halda átti í marsmánuði féll niður.

 

 

 

  1. Málefni ritnefndar.

 

Á fundinn er mætt ritnefnd ásamt Bjarka Bjarnasyni sagnfræðingi

Kynnti ritnefndin hugmyndir sínar um söguritun Kjósarhrepps.

Víkja af fundi kl.20.45

 Bókun:Oddvita falið að skoða kostnaðarhlið verksins.

 

 

 

2. Fundagerðir lagðar fram.

 

 

  1. Skipulags-og byggingarnefndar frá 5.mars og frá 2. apríl.

Afgreiðsla fundagerðar frá 5. mars.

Eftirfarandi athugasemdir: afgreiðsla fundargerðar ekki fullnægjandi :3.Liður: Ekki kemur fram um hvaða hús er að ræða 5.liður Ekki ferðaþjónustan Hjalla sem leggur fram erindið heldur lögreglustjórinn í Reykjavík.

Afgreiðsla:fundargerð staðfest að öðru leiti.

Afgreiðslafundagerðar frá 2. apríl.

Varðandi 3. lið um byggingaleyfi á skilgreindu svæði undir búgarðabyggð skal það áréttað að þéttleiki byggðar á svæðum fyrir búgarða skal ekki vera meiri en 0.67 íbúð á hvern hektara. Verður því landeigandi  Ása í Þorlákstaðalandi að taka tillit til þess ef til frekari lóðaúthlutana kemur.

Athugasemd vegna 6.liðar: Ekki kemur fram um hvaða hús er að ræða.

Að öðru leiti er fundagerðin staðfest.

 

 

 

  1. Umhverfis-og ferðamálanefndar frá 26. febrúar og frá 1. apríl.

Afgreiðslafundagerðar frá 26. febrúar;  Lögð fram

Afgreiðslafundagerðar frá 1. apríl;  Lögð fram  

 

  1. Upplýsinga-og fjarskiptanefndar frá 11. mars.

Afgreiðsla;  Lögð fram

 

  1. Menningar-fræðslu-og félagsmálanefndar frá 27. febrúar og 26. mars

Afgreiðsla;fundagerðar frá 27.febrúar;  Lögð fram

Afgreiðsla;fundagerðar frá 26. mars;  Lögð fram

 

Stýrihópur staðardagskrár 21 frá 27. mars

Afgreiðsla; Lögð fram

 

  1. Velferðarsjóður eldri íbúa.

Oddviti lagði fram ný drög að samþykkt fyrir Velferðarsjóð eldri íbúa.

Bókun: Oddvita falið að vinna drögin áfram og gera skil á milli stofnunar sjóðs og úthlutunarreglum.

 

4.      Svæðisskipulag Höfuðborgarsvæðisins

 

Lagt fram erindi dags. 12.mars frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi verulega breytingu á Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins á Glaðheimasvæðinu í Kópavogi. Óskað er eftir athugasemdum Kjósarhrepps ef einhverjar eru.

Afgreiðsla; Engar athugasemdir gerðar.

 

Lagt fram erindi frá Reykjavíkurborg varðandi óverulega breytingu á Svæðisskipulagi Höfuðborgarsvæðisins í Suður-Mjódd. Óskað er eftir athugasemdum Kjósarhrepps ef einhverjar eru.

Afgreiðsla; Engar athugasemdir gerðar.

 

 

 

5.      Kosning fulltrúa á Landsþing sveitarfélaga og á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga.

 

Oddviti kosinn sem fulltrúi Kjósarhrepps.

 

 

6.      Önnur mál

 

 

Kjósarkort; Lagt fram.

 

 

Fundi slitið kl.23.30

Fundarritari var Steinunn Hilmarsdóttir