Sveitarstjórn
Ár, 2007, 6. desember er fundur í hreppsnefnd Kjósarhrepps, haldinn í Ásgarði
Kl. 20.00.
Mæting;Sigurbjörn Hjaltason, Steinunn Hilmarsdóttir, Guðmundur Davíðsson,
Hermann Ingólfsson, og Guðný G. Ívarsdóttir
1. Fundagerðir lagðar fram:
a) Skipulags-og byggingarnefndar frá; 27.11.. 2007
Afgreiðsla; Samþykkt
b)Umhverfis-og ferðamálanefndar frá, 27.11. 2007
Lögð fram, drög að starfsreglum fyrir úthlutun fjármagns til reiðvega og göngustígagerðar. 2. liður fundagerðarinnar
Afgreiðsla; Drögin eru samþykkt.
c) Menningar- fræðslu-og félagsmálanefndar frá; 28.11.. 2007
Afgreiðsla; Lögð fram, 4. liður vísað til fjárhagsáætlunar 2008
2. Gjaldskrá félagslegrar heimaþjónustu í Kjósarhreppi
Frestað á síðasta fundi.
Afgreiðsla; Gjaldskráin er samþykkt
3. Reglur um liðveislu í Kjósarhreppi
Frestað á síðasta fundi.
Afgreiðsla; Frestað
4.Fjárhagsáætlun sveitarsjóðs 2008, síðari umræða.
Samþykkt að útsvarsprósenta í Kjósarhreppi verði 12,53 á árinu2008. Álagningarhlutfall fasteignaskatts verði: A og c liðir verði óbreyttir milli ára en b liður samkvæmt lögum.
Tillaga frá Guðný Ívarsdóttur um að hækka nefndarlaun hreppsnefndarmanna úr kr.8000 fyrir hvern fund í kr.24.000 fyrir hvern fund vegna góðrar stöðu sveitarsjóðs. Sigurbjörn Hjaltason leggur til að laun nefndarmanna hækki eftirfarandi; laun hreppsnefndarmanna verði kr.16.000 fyrir hvern fund, formenn nefnda í kr.12.000 og almennra nefndarmanna í kr. 8.000 fyrir hvern fund.
Tillaga Guðnýjar felld með þremur atkvæðum gegn tveimur.
Tillaga Sigurbjörns er samþykkt með þremur atkvæðum en tveir sátu hjá.
Bókun. Á listinn samþykkir að verja 3.5 mill. til endurbyggingu réttarinnar með þeim fyrirvara að velgerðarfélag verði stofnað um uppbyggingu réttarinnar og að félagsmenn leggi fram vinnu sína til verksins og að samkomulag náist við landeigendur um að réttin fái að standa á núverandi stað.
Fundi frestað til mánudags 10. desember kl.20
Fundi framhaldið-
Fjárhagsáætlun fyrir sveitarsjóð fyrir árið 2008 dags 10.12. 2007 borin undir atkvæði.
Afgreiðsla; Samþykkt með þremur atkvæðum og tveir sátu hjá.
Bókun:
Það er vilji K-lista að taka eigi meira tillit til beinna hagsmuna íbúa sveitarfélagsins þegar ráðstafa skal rekstrarafgangi sveitarsjóðs. Þrátt fyrir að nauðsynlegt sé að viðhalda mannvirkjum sveitarfélagsins þá gerir fjárhagsáætlun Á-lista ráð fyrir allt of háum fjárframlögum til þessa liðar.
Í stað þess að veita tiltekinni fjárhæð til viðhalds og endurbóta þá leggur Á-listinn til að farið verði út í tiltekin viðhalds- og endurbótaverkefni. Fjárhag sveitarsjóðs gæti verið hætta búin ef kostnaður við slík verkefni fara fram úr kostnaðaráætlunum. Framúrkeyrsla í slíkum verkefnum hefur oft verið regla frekar en undantekning hjá opinberum aðilum. K-listinn leggur til að framlag til endurbóta- og viðhalds á Ásgarði verði kr. 7.500.000,- á árinu 2008.
Varðandi Ásgarð hefur enn ekki verið mótuð nein heildstæð framtíðarstefna um nýtingu á húsinu. Á meðan svo er leggjum við til að hægar verði farið í kostnaðarsamt viðhald. Leitað verði til fagmanns til að skoða ástand hússins og til að fá fram ráðleggingar um viðgerðir. Kannaður verði sá möguleiki að byggja við húsnæðið, annað hvort elli- eða hvíldarheimili, með nýtingu á eldhúsi og neðri hæð í huga.
Varðandi Félagsgarð þá styður K-listinn þær tillögur að klára þau verkefni sem lagt hefur verið út í. K-listinn telur að bæta megi aðstöðu fyrir starfsfólk í eldhúsi og við eldhús. Það er mat fulltrúa K-lista að farið hafi verið af stað með breytingarnar á Félagsgarði án þess að horfa á málið til lengri tíma þá aðallega með aðgengi og rými í huga.
K-listi styður lækkun á útsvarsprósentunni. Einnig að sorpgjald á íbúa í sveitarfélaginu lækki til jafns við nágrannasveitarfélögin. Íbúðarhús kr.9,900,- Íbúð+rekstur kr. 21,900,-
K-listinn telur að
Laun hreppsnefndar- og nefndarmanna hafa dregist verulega aftur úr öðrum sveitarfélögum. Áður var haldið í laun starfsfólks vegna bágrar afkomu sveitarsjóðs. Forsendur hafa breyst. Sveitarsjóður hefur verið rekinn með hagnaði sl. 3 ár.
Það er mat fulltrúa K-lista að ekki eigi að leggja fjármuni í Kjósarrétt nema þá til að fjarlægja hana. Ekki liggur fyrir samningur við eigendur að lóð og engin stefnumótun liggur fyrir um nýtingu fjárréttarinnar. Aðrir staðir í sveitarfélaginu hafa merkari fornminjar að geyma. Það ætti að standa nær að huga að réttunum við Fossá og Hjarðarholt.
K-listinn telur rétt að leggja fé til hliðar í þegar vel gengur til að mæta fjárframlögum síðar þegar leggja þarf til uppbyggingar á aðstöðu fyrir eldri borgara, dagvistun og/eða hjúkrunarheimili. Það verður að
K-listinn hvetur til að sveitarstjórn beiti sér fyrir því að lagt verði af stað með lagningu ljósleiðara um sveitarfélagið til að allir íbúar þess geti notið sambærilegrar þjónustu varðandi samskipti og fjarskipti og íbúar í nágrannasveitarfélögum.
Sett verði af stað samkeppni um hönnun merkis fyrir Kjósarhrepp
5. Heilbrigðiseftirlitsgjöld 2007
Lagður fram listi frá Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis yfir álögð heilbrigðiseftirlitsgjöld 2007 samtals kr. 384.000
Afgreiðsla; Samþykkt að veita 50% afslátt af heilbrigðiseftirlitsgjöldum árið 2008.
6. Erindi Kristjáns Oddsonar varðandi deiliskipulag í landi Háls
Lagt fram erindi dags. 26.11.2007 þar sem gerðar eru athugasemdir við deiliskipulag fyrir Raðahverfi í landi Háls.
Afgreiðsla: Fyrir liggur að ofangreint deiliskipulag hefur hlotið meðferð í hreppsnefnd samkvæmt Byggingar- og skipulagslögum nr. 72/1997.
Þá liggur fyrir athugasemd Skipulagsstofnunar að afla þarf leyfi landeiganda vegna aðkomu að svæðinu. Að öðru leiti er afgreiðslu erindisins frestað, þar sem sáttaumleitanir standa yfir.
7 Erindi lögmanns eiganda Harðbala 2 varðandi lagningu slóða að Flóðatanga.
Lagt fram erindi lögmanns Jóns Birgis Jónssonar og Írisi Bryndísar Guðnadóttir varðandi lagningu slóða að Flóðatanga.
Fram kemur í bréfinu að svo virðist að vegur að Harðbala liggi á röngum stað samkvæmt deiliskipulagi og sé lagður 4-6 metra inná landi þeirra. Óskað er eftir að gerð verði mæling til að staðreina ofangreinda staðhæfingu og umbjóðendum hans kynnt niðurstaða áður en lengra verður haldið.
Þá kemur fram að um.bj. hans munu ekki sætta sig við að vegurinn verði lagður í núverandi veglínu enda ekki samkvæmt deiliskipulagi og munu leita réttar síns og krefjast stöðvunar framkvæmda og krefjast skaðabóta verði þeir fyrir tjóni.
Afgreiðsla;
Ekki verður séð að tilefni sé til að gera sérstaka athugun á staðsetningu fyrirhugaðs slóða þar sem hann liggur á lóðamörkum samkvæmt deiliskipulagi og hælar þeir sem settir voru niður við útsetningu lóða eru til staðar og verður slóðinn lagður samkvæmt þeim enda hafa þessi skilgreindu lóðarmörk verið óumdeild og virt fram að þessu.
8. Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins.
Lagt fram erindi frá bæjarstjóranum á Álftanesi dags. 9. nóvember varðandi óverulega breytingu á Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins.
Oddviti hefur þegar svarað erindinu jákvætt.
Afgreiðsla; Svar oddvita staðfest.
9. Önnur mál.
a) Lagt fram tilboð frá Fífilbrekku ehf. varðandi sameiginlegt verkefni sveitarfélagana við Hvalfjörð um kortagerð samkvæmt samkomulagi frá 15. mars 2005.
Afgreiðsla;
Erindinu vísað til Umhverfis- og ferðamálanefndar.
b) Staðardagsskrárhópurinn hefur tekið til starfa. Þrír aðilar vilja starfa í honum; Björn Hjaltason, Ólafur Oddson og Birna Einarsdóttir.
c)Bókun;
Af kröfu fulltrúa K-listans er gerð krafa um að um að eftirfarandi verði fært til bókar á fundi sveitarstjórnar þann 6. desember 2007:
Að mati K-listans hefur oddviti eða aðrir forsvarsmenn Á-lista ekki farið að stjórnsýslulögum við stjórnsýslu í nokkrum málum að undanförnu.
Þrátt fyrir að K-listinn sé mjög fylgjandi því að íbúar séu sem best upplýstir um málefni sveitarfélagsins á hverjum tíma þá verður að gera þær kröfur til oddvita að löglega sé staðið að boðun almennra íbúafunda á vegum sveitarfélagsins. Slíka fundi er ekki löglegt að boða nema sveitarstjórn hafi samþykkt á löglegum fundi að halda slíkan íbúafund.
Engar umræður höfðu farið fram í sveitarstjórn um fyrirhugaðan nýlegan íbúafund og ekkert samráð var haft við minni hluta í sveitarstjórn. Ekki var boðað löglega til fundarins.
Fundur í bygginganefnd Kjósarhrepps var nú nýlega skipaður þremur fulltrúum frá Á-lista við ákvarðanatöku en engum frá K-lista. Oddviti sveitarstjórnar boðaði fulltrúa Á-lista inn á fundinn sem varamann fyrir fulltrúa K-lista án nokkurs samráðs við fulltrúa K-lista.
Það er mat fulltrúa K-lista að allar ákvarðanir bygginganefndarfundarins séu ólögmætar. Í nefndir sveitarfélaga eru kjörnir aðalmenn og varamenn og er gert ráð fyrir að tiltekinn varamaður taki sæti tiltekins aðalmanns. Varamaður í meiri hluta getur því ekki tekið sæti í nefnd fyrir aðalmann minni hluta nema fullt samkomulag allra aðila sé um það.
Ef ákvarðanatökur á vegum sveitarfélagsins Kjósarhrepps eru ekki teknar í samræmi við stjórnsýslu- og sveitarstjórnarlög þá kann það að valda sveitarfélaginu tjóni eða a. m. k. miklum vanda ef síðar reynir á gildi ákvarðananna.
Fundi slitið kl. 22.40
Fundarritari var Steinunn Hilmarsdóttir