Sveitarstjórn
Íbúafundur íbúa Kjósarhrepps með hreppsnefnd haldinn í Félagsgarði þann 29.nóvember kl.20.30
- Oddviti setur fund, fundarstjóri kosinn Kristján Finnsson og fundarritari Steinunn Hilmarsdóttir.
- Yfirlit oddvita um verkefni sveitarstjórnar. Fyrirspurn frá Kristjáni Finnssyni um verð endurnýjunar þaks á Félagsgarði. Oddviti svarar.Fyrirspurn frá Kristjáni Finnssyni um hversu djúpt þurfi að bora holur til að ná upp heitu vatni. Oddviti svarar því til að samkvæmt hitastigulsmælingum þurfi að fara niður á 1000 m. Þá spurði Kristján um hvort búið sé að setja upp áætlun um hreinsun á rotþróm í hreppnum. Svar: Byrjað er að losa, áætlað að fara á ákveðin svæði á næsta ári og. síðan á 3 ára fresti eftir það. Kristján spyr hvað losun kosti og oddviti svarar að er innheimt 5 þúsund árlega og meðallosun kosti um 15 þúsund.
- Oddviti kynnir fjárhagsstöðu sveitarsjóðs og áætlun 2008. Fyrirspurn frá Kristjáni Finnssyni hvort lækkun úrsvars hafi áhrif á framlag Jöfnunarsjóðs til hreppsins. Oddviti svarar neitandi. Birna Einarsdóttir spyr hvort hreppurinn hafi fengið úthlutað úr tekjujöfnunarsjóði, oddviti svarar játandi en þær greiðslur fari þverrandi.
- Tillaga að ráðstöfun rekstrarafgangs 2008. Fyrirspurn frá Kristjáni Finnssyni hvort lækkun útsvars hafi áhrif á framlag Jöfnunarsjóðs til hreppsins. Oddviti svarar neitandi. Birna Einarsdóttir spyr hvort hreppurinn hafi fengið úthlutað frá tekjujöfnunarsjóði, oddviti svarar játandi. Fyrirspurn frá Kristjáni Finnssyni um hvort lögum hafi verið breytt um lagningu heimreiða. Svar oddvita er á þá leið að vegagerðin borgar fimmtíu prósent af verði lagningu heimreiða á móti fimmtíu prósenta eiganda frá og með næstu áramötum. Fyrirspurn frá Sigurði Guðmundssyni um aðkomu vegagerðar að gömlum þjóðleiðum. Svar oddvita er að þær eru ekki á vegaskrá, landeiganda er heimilt að setja hlið á vegi sem liggja gegnum land þeirra með hliðum en ekki má loka fyrir umferð. Fyrirspurn frá Önnu Björg Sveinsdóttir um hvort klæðning á Ásgarði sé ónýt. Svar oddvita er að ekki er umflúið að endurnýja hana þegar skipt verðu um glugga í húsinu. Hulda Þorsteinsdóttir spyr hvað safnvegir séu. Svar oddvita er að það eru heimreiðirnar. Andrea Jónsdóttir spyr hvaða tekjur komi af frístundahúsum í Kjósinni og hve mörg þau séu. Svar oddvita er að 500-600 frístundarhús er í hreppnum og tekjur í formi fasteignagjalda eru um 12 milljónir á ári. Anna Björg spyr hvort eitthvað hafi verið talað við vegagerðina um þjónustu og að ekki sé sama þjónusta og á Kjalarnesi í formi söltunar vega og snjómoksturs. Svar ekki hefur formlega verið rætt við vegagerðina. Hulda Þorsteinsdóttir spyr hvað séu áningastaðir. Svar: Áætlað er að áningastaðir verði 3-4 í Kjósinni þar sem verða bekkir fyrir ferðalanga til að setjast á og fá fræðandi upplýsingar. . Birna Einarsdóttir segir Umhverfisnefnd hafa unnið að tillögum um áningastaði og eru þær í vinnslu hjá Umhverfisstofnun og Vegagerðinni. Kristján Finnsson spyr hvort búið sé að kanna hvort áningastaðasjóður eða reiðvegasjóður vilji koma að uppbyggingu á Kjósarrétt. Svar ekki hefur verið áhugi á því. Guðný Ívarsdóttir segir áningastaðasjóð hafa verið lagðan niður. Hreiðar Grímsson spyr hvort skoðunarkönnun eins og er á Kjósarsíðunni sé marktæk. Svarað er að könnunin hafi verið sett upp til gamans. Hulda Þorsteinsdóttir spyr hvort ekki geti verið erfitt fyrir hreppinn að fara ekki eftir niðurstöðu könnunar. Oddviti svarar því til að niðurstaðan sé ekki bindandi. Sigurður Guðmundsson segir umgengi um Kjósarrétt hafi verið mjög slæm og þyrfti að hafa eftirlit með henni. Hildur spyr hvað eigi að gera við Ásgarð.Oddviti svarar að ekki sé búið að útfæra notkun efri hæðar.
- Almennar umræður. Kristján Finnsson stendur upp og talar um viðhald á Ásgarði og segir ánægjulegt að verið sé að laga húsið, Kjósarrétt telur hann ekki hafa sögulegt gildi, en sé notuð af hestamönnum og umgengni slæm, hann telur að eigi að rífa réttina, hægt er að byggja upp áningarstað þar sem réttin er. Þjónusta á vegum til háborinnar skammar. Ekki saltað á hættulegustu stöðum. Verkefni sveitarstjórnar að láta taka á þessu. Kjósarskarðsvegur til skammar. Þungaflutningar, neyðarleið, ekkert viðhald á veginum, siginn og þarf miklar endurbætur. Hjúkrunarheimili aðgang fyrir eldra fólk, kannski þarf að fara að leggja fyrir. Styður það að grípa tækifærin þegar gefast. Þakkar Oddvita fyrir greinagóða kynningu og upplýsingar. Hulda Þorsteinsdóttir telur hreppsnefnd vera að vinna góð verk. Ásgarðsframkvæmdir gleðja hana, telur að Ásgarður eigi eftir að hafa góðan tilgang. Sammála Kristjáni um Kjósarrétt að ekki sé vit í að verja miklum fjármunum í hana. Mætti bæta við t.d. fleiri borðum í Félagsgarð. Ekki hefur tekist fullkomlega til um endurbætur í Félagsgarði. Að öðru leiti ánægð og þakkar fyrir fundinn. Sigurður Guðmundsson tekur til máls. Talar um eldra fólk, vill semja við aðila um þjónustu efla heimaþjónustu, telur að eigi að tala við Hrafnistu um þjónustu þar sem er mikil fjölbreytni í þjónustu. Magnús spyr hversu mikið fé sé til ráðstöfunar til hjúkrunarheimilis. Sigurbjörn Hjaltason svarar að nægilegt fé sé til ef færi gefst.. Mikill áhugi var á að tala við Mosfellsbæ. Fjögur slík rými kosta þá 16 milljónir vantar tækifæri til að komast í samning um slík rými. Tekur undir með Huldu að þurfi að kaupa meira af innanstokksmunum í Félagsgarð og að hægt sé að lagfæra betur í Félagsgarði, ekki hafi verið ráðist í allt þegar byrjað var. Í sambandi við heimaþjónustu er hreppsnefnd tilbúin að mæta öllum sem þjónustuna þurfa. Magnús spyr hvort til séu 16 milljónir fyrir rýmum. Svar: Já. Kristján talar um að með rými fyrir aldraða að ekki eigi að aðskilja eldra fólk þegar það þarf rými á öldrunardeild. Tekur undir með Huldu að bæta megi aðstöðu í Félagsgarði. Ásta Jónsdóttir talar um að kokkar og þjónustufólk sem koma í Félagsgarð hrósi allri aðstöðu. Hildur talar um að aðstaða fyrir vinnandi í Félagsgarði sé ekki góð. Sigurbjörn Hjaltason segir að húsið þyrfti fyrst að byrja að reka sig áður en farið væri í mjög dýrar breytingar. Höfum efni á að eiga og reka félagsheimili fyrir hreppinn og álitamál sé hvort ávinningur sé fyrir hreppinn að vera með húsið í harði útleigu.
Fundi slitið kl.22.45
Steinunn Hilmarsdóttir