Sveitarstjórn
Ár, 2007, 6. september er fundur í hreppsnefnd Kjósarhrepps, haldinn í Ásgarði
Kl. 20.00.
Mæting;Sigurbjörn Hjaltason, Steinunn Hilmarsdóttir, Guðmundur Davíðsson,
Hermann Ingólfsson, og Guðný G. Ívarsdóttir
1. Fundagerðir lagðar fram:
a) Skipulags-og byggingarnefndar frá; 29.ágúst 2007
Afgreiðsla;Byggingarnefndar hluti fundaferðarinnar er samþykktur.
Varðandi 1. tölulið skipulagsnefndar er gerð eftirfarandi samþykkt:
Hreppsnefnd Kjósarhrepps samþykkir að óska eftir heimild Skipulagsstofnunar til að auglýsa nýtt deiliskipulag í landi Möðruvalla 1 í Norðurnesi. Skipulagssvæðið er 21.8 ha. og gert er ráð fyrir37 lóðum undir frístundahús. Svæði liggur að áður byggðu svæði í Norðurnesi. Dagsetning uppdráttar og skilmála er 07.08.2007.
Varðandi 2. tölulið,um ósk eiganda Morastaða í Kjósarhreppi um að breyta tilteknu landi (F2 í aðalskipulagi Kjósarhrepps) undir frístundabyggð í land undir landbúnað að nýju, er eftirfarandi samþykkt gerð:
Hreppsnefnd tekur jákvætt í erindið og samþykkir að ofangreind breyting verði gerð á Aðalskipulagi Kjósarhrepps, enda leggi landeigandi fram fullnægjandi skipulagsgögn, með þeim fyrirvara að Aðalskipulagið sem nú er til lokameðferðar fái staðfestingu umhverfisráðherra. Breytingin verði meðhöndluð sem óveruleg breyting samkvæmt skipulagslögum. Formleg vinnsla breytinganna verður að lokinni staðfestingu umhverfisráðherra, eftir að skipulagsnefnd hefur sett starfsreglur varðandi breytingar á Aðalskipulagi Kjósarhrepps
b) Húseignanefnd frá 27. ágúst 2007.
Afgreiðsla;Samþykkt. Oddvita falið að gera fjárhagsáætlun fyrir 1. áfanga endurnýjunar glugga og klæðningar Ásgarðs og leggja fram við gerð fjárhagsáætlunar sveitarsjóðs fyrir 2008.
2.Fjallskilaboð í Kjósarhreppi haustið 2007.
Eftirfarandi fjallskil samþykkt.
Lögréttir verða í Kjósarhreppi haustið 2007 á eftirfarandi dögum í Hækingsdal:
- lögrétt sunnudaginn 16. september kl. 16.00
- lögrétt sunnudaginn 7. október kl. 16.00
Réttarstjóri er skipaður Guðbrandur Hannesson og marklýsingarmenn,
Hreiðar Grímsson og Helgi Guðbrandsson allir á báðum réttum.
Guðbrandur Hannesson hirðir fé úr Þingvallarétt fyrri og Hreiðar Grímsson úr þeirri síðari.
Guðbrandur Hannesson sér um smölun á landi Stóra-Botns sunnan varnargirðingar.
3.Skipan vegamála í Kjósarhreppi.
Hreppsnefnd Kjósarhrepps samþykkir að beina þeim tilmælum til vegamálayfirvalda að aðskilnaður vegumsjónar- og þjónustu í Kjósarhreppi verði endurskoðað, þannig að þjónustan verði færð á ný undir rekstrardeild Vegagerðarinnar á suðvestursvæði.
Greinargerð:
Með breytingum sem gerðar voru á skipan Vegagerðarinnar árið 2004 var vegþjónustan í Kjósarhreppi færð undir svæðisdeild Vegagerðarinnar. á vesturlandi en hönnun og vegumsjón haldið eftir í Reykjavík, jafnframt því að fjárveitingar fara þar í gegn.
Þetta fyrirkomulag hefur reynst afar þungt í vöfum og hefur valdið sveitarstjórn Kjósarhrepps miklum óþægindum. Ekki er við einstaka deildir eða starfsmenn að sakast, allir hafa gert sem þeim ber. Hinsvegar hefur skort á samhæfingu á milli umdæmissvæðanna og nauðsynlegs samstarfs við sveitastjórn varðandi málefni safnvegasjóðs, sem áður var með ágætum.
Í viðræðum við umdæmisstjóra vegagerðarinnar á vesturlandi og suðvestursvæði hefur þetta óhagræði verið staðfest. Það er því sameiginlegt mat allra sem að málinu koma að rétt sé að hverfa til fyrri vegar. Áfram getur verið samstarf verkstjóra beggja svæðanna varðandi ýmis verkefni s.s. heflun og snjóruðning.
4.Önnur mál
4.1 Mótmæli lóðareigenda á Harðbala.
Hreppsnefnd hefur borist erindi lóðareigenda á Harðbala þar sem mótmælt er áformum hreppsins um að endurnýja leigusamning fyrir frístundalóð hreppsins á Harðbala og koma á vegtengingu við hana samkvæmt deiliskipulagi. Lóðareigendur halda jafnframt fram í erindi sínu að munnlegt samkomulag hafi verið gert við sölu lóðana, að greindur leigusamningur yrði ekki endurnýjaður í lok leigutímans.
Vegna þessarra mótmæla gerir hreppsnefnd eftirfarandi bókun:
Frístundahús það sem stendur á Harðbala hefur staðið þar frá 1970.Leigutíminn rennur út árið 2020. Ekki hafði verið tekin afstaða í hreppsnefnd Kjósarhrepps um að segja upp eða framlengja umræddan leigusamning fyrr en á fundi hreppsnefndar þann 05.07.2007 en þá var oddvita falið að vinna frekar að nýjum samningi að ósk leigutaka. Gert var ráð fyrir vegtengingu um Harðbala að umræddri leigulóð á staðfestu skipulagi sem var hluti kaupsamnings kaupenda lóða og hreppsnefndar Kjósarhrepps.
4.2 Bókun:
Hreppsnefnd samþykkir að ljúka veglagningu að Flóðatanga í Harðbalahverfi samkvæmt staðfestu skipulagi.
Fundi slitið kl: 00:15
Fundarritari var Steinunn Hilmarsdóttir