Stýrihópur Staðardagsskrár 21
Mættir eru: Björn, Ólafur og Arnheiður. Birna boðaði forföll vegna afmælis.
1. Lögð fram gögn:
- Aðalskipulag Kjósarhrepps
- Menningarminjar í Kjósarhreppi
2. Val á málaflokkum. Rætt um hvaða málaflokka eigi að velja, og hvaða aðferðum eigi að beita við það. Ákveðið að senda upplýsingabækling til íbúa hreppsins, þar sem fólki verður jafnframt gefinn kostur á að kjósa á milli 15 flokka. Nefndin mælir með því að kosið verði um eftirfarandi málalfokka: Náttúruvernd, menningarminjar, meindýraeyðing, landgræðsla og skógrækt, mengun, velferð íbúa, fráveitumál, orkunýting, atvinnulífið, hafið og strandsvæðin, umhverfisásýnd, úrgangur, auðlindanotkun, samgöngur, frístundabyggð. Ákveðið að fólk geti kosið um 5 málaflokka af þessum 15. Ákveðið að Arnheiður geri uppkast að texta í stuttan upplýsingabækling um Staðardagskrá 21.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.45
Næsti fundur ákveðinn 1. nóvember kl. 18.00
Arnheiður Hjörleifsdóttir
Björn Hjaltason
Ólafur Oddson