Fara í efni

Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd

8. fundur 29. febrúar 2024 kl. 16:00 stóra fundarsal í Ásgarði
Nefndarmenn
  • Elís Guðmundsson formaður
  • Ernst Christoffel Verwijnen varamaður
    Aðalmaður: Petra Marteinsdóttir
  • Davíð Örn Guðmundsson nefndarmaður
  • Guðmundur H Davíðsson nefndarmaður
  • Magnús Ingi Kristmannsson nefndarmaður
Starfsmenn
  • Helena Ósk Óskarsdóttir Aðstoðarmaður byggingarfulltrúa
  • Óskar Örn Gunnarsson
  • Jóhanna Hreinsdóttir (JH) oddviti
Fundargerð ritaði: Helena Ósk Óskarsdóttir Sérfræðingur á Skipulagssviði
Dagskrá

1.Eyrarbyggð - Umsókn um nýtt deiliskipulag fyrir átta lóðir í landi Eyrar, L126030

2310034

Tekin er fyrir eftir auglýsingu deiliskipulag Eyrarbyggðar í landi Eyrar. Tillagan var auglýst frá 20. desember 2023 með athugasemdafresti til 6. febrúar 2024. Engar athugasemdir bárust frá almenningi en fyrir liggja umsagnir frá RARIK, Vegagerðinni, Minjastofnun, Kjósárveitum og Heilbrigðiseftirliti Vesturlands. Fyrir liggja leiðrétt skipulagsgögn þar sem tekið hefur verið tillit til umsagna.
Skipulags-, umhverfis- og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan fái afgreiðslu skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Eyrarbyggð - breyting á aðalskipulagi á svæði ÍB8 í landi Eyrar, L126030

2210019

Tekin fyrir tillaga að breytingu á aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029 vegna uppbyggingar á Eyri. Viðfangsefni þessarar breytingar er fjórþætt og tengist uppbygginu í landi Eyrar. Í fyrsta lagi, breyting á stefnu um íbúðar- og landbúnaðarsvæði til þess að endurspegla betur stefnu sveitarfélagsins um íbúðabyggð í dreifbýli. Í öðru lagi,fjölgun á lóðum í ÍB8 neðan við þjóðveg og stækkun á íbúabyggð (ÍB8) með 33ha svæði í átt að Eyrarfjalli til að bregðast við eftirspurn eftir lóðum í dreifbýli. Í þriðja lagi,verslunar og þjónustusvæði við bæinn Eyri fyrir ferðaþjónustu. Í fjórða lagi, staðsetning nýrra brunn-og vatnsverndarsvæða til að þjóna væntanlegri byggð og verslunar-og þjónustusvæði. Samhliða breytingu á aðalskipulagi er unnið að deiliskipulagi fyrir væntanlega íbúðabyggð, þar sem tilhögun íbúðabyggðarinnar er skilgreind nánar.
Skipulags-, umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir samhljóða með fyrirvara um lagfæringar varðandi ósamræmi á fjölda lóða, stærð svæðis og skilgreiningu á iðnaðarými ásamt því að fella út ,,að jafnaði'' hvað varðar stærð íbúðarhúsalóða í greinargerð, og leggur til við sveitarstjórn að tillagan fái afgreiðslu skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Eyrarbyggð - Umsókn um nýtt deiliskipulag fyrir 48 lóðir í landi Eyrar, L126030

2402030

Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi Eyrar, byggðar í sveit. Um er að ræða heildarskipulag af núverandi íbúðarsvæði ÍB8 í gildandi aðalskipulagi Kjósarhrepps og stækkun þess norður fyrir Hvalfjarðarveg nr. 47. Alls er gert ráð fyrir 48 lóðum á u.þ.b. 61 ha. Nýtt deiliskipulag mun taka yfir deiliskipulag fyrir 8 lóðir og við gildistöku þessa skipulags mun því deiliskipulag fyrir 8 lóðir falla úr gildi.
Skipulags-, umhverfis- og samgöngunefnd frestar erindinu þar sem nokkur atriði krefjast frekari skoðunar og útskýringar.

4.Eyjar 1, L125954 - Umsókn um breytingu á deiliskipulagi, Eyjatún 25, L173144

2402026

Tekið fyrir erindi Adam Hoffritz f.h. Guðrúnar Lilju Ingólfsdóttur. Í erindinu er sótt um óverulega breytingu á deiliskipulagi í landi Eyja I í Kjósarhreppi. Breyting felur í sér breytingar á lóðamörkum Eyjatúns 25, frá því sem er í eldra deiliskipulagi. Eyjatún 25 stækkar. Fyrir breytingu er lóðin 1600 m2 en verður eftir breytingu 2503,5 m2. Viðbótarlandið, 903,1 m2, kemur úr landi Eyja I. Fyrir liggur samþykki landeiganda Eyja I fyrir breytingunni.
Skipulags-, umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir samhljóða breytinguna og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu skv. 44. gr. laganna þar sem breytingin varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda.

5.Háls, L126085 - Umsókn um breytingu á deiliskipulagi, Ennisbraut 1, L126095

2402027

Tekið fyrir erindi Ingiþórs Björnssonar. Í erindinu er sótt um óverulega breytingu á deiliskipulagi í landi Háls í Kjósarhreppi. Breyting felur í sér uppskiptingu lóðar Ennsibrautar 1 í tvær lóðir. Stærð lóða verður eftir breytingu 5000 m2 og austari byggingareitur minnkar við breytinguna. Að öðru leyti haldast skilmálar óbreyttir.
Skipulags-, umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir samhljóða breytinguna með fyrirvara um að aðkoma að lóðum sé tryggð og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu skv. 44. gr. laganna þar sem breytingin varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda.

6.Fossárdalur, L126471 - Umsókn um stofnun lóðar

2402028

Tekið er fyrir erindi Adam Hoffritz f.h. Ingibjargar Hönnu Pétursdóttur. Í erindinu er sótt um stofnun frístundarlóðar úr landi Fossárdals, L126471 sem yrði 5000 m2.

Samkvæmt skráningu er Fossárdalur skilgreint sem sumarbústaðaland, stærð landsins er 20.000 m2.

Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu en skv. aðalskipulagi er landið á svæði sem skilgreint er sem landbúnaðarland.
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd samþykkir samhljóða og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun lóðarinnar með fyrirvara um samþykki þinglýsts eiganda upprunalands.

7.Þorláksstaðir spilda 1, L211009 - Umsókn um stofnun lóðar

2401012

Erindið var áður á 7. fundi skipulags- umhverfis og samgöngnunefndar þann 25. janúar 2024:

Lögð er fyrir umsókn um stofnun íbúðarhúsalóðar úr jörðinni Þorláksstaðir spilda 1, L211009 sem skv. skráningu er landbúnaðarland 21,8 ha.

Lóðin er 10 ha að stærð og fengi nafnið Stilla 2.



Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd gerir ekki athugasemd og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun lóðarinnar með fyrirvara um að fyrir liggi samþykki þinglýstra eiganda upprunalands.



Sveitarstjórn frestaði málinu á 287. fundi sínum þann 7.febrúar 2024 og fólst eftir því að sýndur yrði byggingarreitur á mæliblaði áður en fjallað yrði um erindið.



Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd samþykkir samhljóða og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun lóðarinnar með fyrirvara um að fyrir liggi samþykki þinglýstra eiganda upprunalands.

8.Berjabraut 7, L199286 - Umsókn um breytta aðkomu að lóð

2308020

Erindið var áður á 5. fundi skipulags- umhverfis og samgöngnunefndar þann 30. nóvember 2023:

Lögð er fyrir umsókn um breytta aðkomu að lóðinni Berjabraut 7, L199286. Erindið var áður á 2. fundi skipulags- umhverfis og samgöngunefndar þann 31.ágúst 2023. Þá var málinu frestað og skipulagsfulltrúa falið að kalla eftir frekari gögnum.

Í gildi er deiliskipulag á svæðinu og í greinargerð kafla 3.6. kemur eftirfarandi fram: „Sums staðar eru götur á tvo og jafnvel þrjá vegu og er þá mögulegt að fá samþykki fyrir breyttri aðkomu og staðsetningu bílastæða á lóð frá því sem sýnt er á uppdrætti ef það þykir henta betur t.d. vegna staðsetningar húss á lóð. Slík undanþága er háð samþykki skipulags- og byggingarnefndar“.



Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja að grenndarkynna erindið fyrir lóðarhöfum Stampa 27 L199339, Stampa 25 L199338, Stampa 21 L199334, Berjabraut 9 L199288, Berjabraut 5 L199284 og Háls L126085 sbr. 1.mgr. 44.gr. skipulagslaga nr 123/2010.



Þrjár athugasemdir bárust.
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd hafnar umsókn um breytingu á aðkomu að lóðinni og að aðkoma verði í samræmi við gildandi deiliskipulag. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að staðfesta bókunina.

9.Meðalfellsvegur 25, L232797 - Fyrirspurn til skipulagsfulltrúa

2402029

Tekið er fyrir erindi Berglindar Sigurþórsdóttur. Í erindinu er sótt um að grenndarkynna fyrirhugaða byggingu á 115 m2 frístundarhúsi á lóðinni Meðalfellsvegi 25 vegna fjarlægðar við aðliggjandi lóðir, áður en lengra er haldið í hönnunarferli hússins. Fyrir er á lóðinni sumarbústaður 29,8 m2 sem yrði fjarlægður. Frístundarhúsið yrði staðsett á sama stað og það eldra austanmegin á lóðinni og stækkar til vesturs. Lóðin er skv. nýrri uppmælingu 1133 m2 og yrði nýtingarhlutfall því 0.10.

Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd samþykkir samhljóða að grenndarkynna hugmyndir um áform að byggingu á 115 m2 frístundarhúsi fyrir lóðarhöfum Meðalfellsvegar 24 L126295 og Meðalfellsvegar 26 L1262971.

10.Umsagnarbeiðni um málnr. í skipulagsgátt, skotæfingasvæði á Álfsnesi

2402021

Tekin fyrir umsagnarbeiðni Reykjavíkurborgar dagsett 22. febrúar 2024. Í erindinu er óskað umsagnar um breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040. Í tillögunni felst að breyta hluta iðnaðarsvæðis (I2) og opins svæðis (OP28) í íþróttasvæði fyrir skotæfingar og skotíþróttir (ÍÞ9). Markmið breytingar er að skapa áframhaldandi skilyrði fyrir starfsemi skotfélaganna sem nú er til staðar á svæðinu, til skemmri tíma litið, meðan unnið er að því að finna framtíðarsvæði fyrir skotíþróttir á höfuðborgarsvæðinu.
Skipulags-, umhverfis- og samgöngunefnd gerir ekki athugasemd við skipulagsbreytingarnar og leggur til við sveitarstjórn að staðfesta bókunina.

11.Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Stekkjarflatarvegur (4883-01) af vegaskrá

2402024

Vegagerðin hefur tilkynnt um fyrirhugaða niðurfellingu Stekkjarflatarvegur (4883-01) af vegaskrá þar sem Samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar er ekki lengur lögheimili á staðnum. Vagerðin vekur athygli á að Héraðsvegir eru vegir sem liggja að býlum, starfrækslu atvinnufyrirtækja, kirkjustöðum, opinberum skólum og öðrum opinberum stofnunum utan þéttbýlis, eru ákveðnir í staðfestu skipulagi og taldir upp í vegaskrá. Landeigandi skal þó kosta ogvera veghaldari síðustu 50 m að framangreindum stöðum ef vegur endar þar.Jafnframt er heimilt að taka í tölu héraðsvega vegi að sumarbústaðahverfum semtengja að minnsta kosti 30 bústaði við þjóðveg. Með vísan til 6. gr. reglugerðar nr. 774/2010 um héraðsvegi, með síðari breytingum, sbr. 3. mgr. 8. gr. vegalaga, er áformað að fella Stekkjarflatarveg (4883-01) af vegaskrá af vegaskrá frá og með næstu áramótum og mun viðhald og þjónusta hans ekki lengur vera á ábyrgð Vegagerðarinnar frá þeim tíma. Gefin er fjögurra vikna frestur til að gera athugasemd við ákvörðunina. Ekki eru skráðir landeigendur.
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd felur sveitarstjóra að koma erindinu til landeiganda.

12.Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Litlu-Tunguvegar (4893-01) af vegaskrá

2402023

Vegagerðin hefur tilkynnt um fyrirhugaða niðufellingu Tunguvegar (4893-01) af vegaskrá þar sem eigendur jarðarinnar Litlu Tungu hafa merkt hann sem einkaveg. Vegagerðin vekur athygli á að Héraðsvegir eru vegir sem liggja að býlum, starfrækslu atvinnufyrirtækja, kirkjustöðum, opinberum skólum og öðrum opinberum stofnunum utan þéttbýlis, eru

ákveðnir í staðfestu skipulagi og taldir upp í vegaskrá. Landeigandi skal þó kosta og vera veghaldari síðustu 50 m að framangreindum stöðum ef vegur endar þar.

Jafnframt er heimilt að taka í tölu héraðsvega vegi að sumarbústaðahverfum sem tengja að minnsta kosti 30 bústaði við þjóðveg. Gefin er tveggja vikna frestur til að fjarlægja merkið að öðrum kosti verður Tunguvegur tekinn af Vegagskrá.
Lagt fram.

13.Útboð á Snjómokstri og hálkuvörn í Kjósarheppi.

2401045

Lagt fram til umræðu fyrirhugað útboð á snjómokstri og hálkuvörn í Kjósarhreppi.
Lagt fram.

14.Vor í Kjós

2402008

Lagt fram til umræðu fyrirhugað umhverfisátak í Kjósarhreppi á vordögum.
Lagt fram.

Fundi slitið.