Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd
Dagskrá
1.Afgreiðslumál byggingarfulltrúa
2311034
Lögð eru fyrir afgreiðslumál byggingarfulltrúa sem eru í ferli eða hafa verið afgreidd.
Pálmar yfirgefur fundinn.
2.Nesvegur 1-10 - Fyrirspurn til skipulagsfulltrúa; breyting á aðalskipulagi, frístundabyggð í íbúabyggð
2311009
Lögð er fyrir umsókn frá eigendum Nesvegar 1-8 um að breyta skilmálum gildandi deiliskipulags fyrir úr frístundayggð í íbúabyggð. Breytingin kallar einnig á breytingu á aðalskipulagi.
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að taka erindið til skoðunar innan vinnu við endurskoðun aðalskipulags Kjósarhrepps 2017-2029 sem er áætlað að hefjist 2024.
3.Eyjatún - Fyrirspurn til skipulagsfulltrúa; breyting á aðalskipulagi, frístundabyggð í íbúabyggð
2311008
Lögð er fyrir umsókn frá eigendum Eyjatúns um að breyta skilmálum gildandi deiliskipulags úr frístundayggð í íbúabyggð. Breytingin kallar einnig á breytingu á aðalskipulagi.
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að taka erindið til skoðunar innan vinnu við endurskoðun aðalskipulags Kjósarhrepps 2017-2029 sem er áætlað að hefjist 2024.
4.Eyjafell 3, 5A, 5B og 7 - Umsókn um breytingu á deiliskipulagi í landi Eyja 2, L125987
2311031
Lögð er fyrir tillaga að breytingu á á deiliskipulagi sumarhúsa í Landi Eyja II, svæði B. Breytingin felur í sér að sameina lóðir 3 og 5A (Landnúmer L125996 og L125998) auk þess að sameina lóðir 5B og 7 (Landnúmer L217270 og L126000) og að tilgreina nýja byggingarreiti innan þessara lóða.
Skipulags-, umhverfis og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan hljóti málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
5.Eyrarbyggð - Umsókn um nýtt deiliskipulag í landi Eyrar, L126030
2210019
Lögð er fyrir tillaga að deiliskipulagi 8 lóða fyrir íbúðir í landi Eyrar, L126030. Lóðirnar eru staðsettar neðan Hvalfjarðavegar og mun tengjast Hvalfjarðarvegi um núverandi vegslóða sem liggur suður frá Hvalfjarðarvegi til norðurs inn á skipulagssvæðið. Lóðir 1 og 2 fá tímabundna vegtengingu við veg sem lggur um land vestan megin við skipulagssvæðið og verður gert samkomulag um það á milli landeiganda. Lóðarstærðir eru á bilinu 5-10.000 m2. Tillagan er í samræmi við gildandi aðalskipulag Kjósarhrepps 2017-2029 en þar er gert ráð fyrir 8 lóðum í landi Eyrar á svæði sem skilgreint er sem ÍB8.
Skipulags-, umhverfis og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan hljóti málsmeðferð í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Guðmundur víkur af fundi
6.Miðdalur 3, L225605 - Umsókn um stofnun spildu til stækkunar á lóðinni Heiðarás, L173490
2311036
Lögð er fyrir umsókn um stofnun spildu úr landi Miðdals 3, L225605.
Spildan er 2265 m2 og er til stækkunar á lóðinni Heiðarás, L173490 sem skv. skráningu er skilgreint sem sumarbústaðaland, stærð 3038 m2. Lóðin yrði því 5.303 m2 eftir sameiningu skv. meðfylgjandi mæliblaði.
Spildan er 2265 m2 og er til stækkunar á lóðinni Heiðarás, L173490 sem skv. skráningu er skilgreint sem sumarbústaðaland, stærð 3038 m2. Lóðin yrði því 5.303 m2 eftir sameiningu skv. meðfylgjandi mæliblaði.
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd gerir ekki athugasemd og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun spildunnar þar sem fyrir liggur samþykki þinglýstra eiganda upprunalands.
Guðmundur kemur aftur inn á fundinn
7.Berjabraut 7, L199286 - Umsókn um breytta aðkomu að lóð
2308020
Lögð er fyrir umsókn um breytta aðkomu að lóðinni Berjabraut 7, L199286. Erindið var áður á 2. fundi skipulags- umhverfis og samgöngunefndar þann 31.ágúst 2023. Þá var málinu frestað og skipulagsfulltrúa falið að kalla eftir frekari gögnum.
Í gildi er deiliskipulag á svæðinu og í greinargerð kafla 3.6. kemur eftirfarandi fram: „Sums staðar eru götur á tvo og jafnvel þrjá vegu og er þá mögulegt að fá samþykki fyrir breyttri aðkomu og staðsetningu bílastæða á lóð frá því sem sýnt er á uppdrætti ef það þykir henta betur t.d. vegna staðsetningar húss á lóð. Slík undanþága er háð samþykki skipulags- og byggingarnefndar“.
Í gildi er deiliskipulag á svæðinu og í greinargerð kafla 3.6. kemur eftirfarandi fram: „Sums staðar eru götur á tvo og jafnvel þrjá vegu og er þá mögulegt að fá samþykki fyrir breyttri aðkomu og staðsetningu bílastæða á lóð frá því sem sýnt er á uppdrætti ef það þykir henta betur t.d. vegna staðsetningar húss á lóð. Slík undanþága er háð samþykki skipulags- og byggingarnefndar“.
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja að grenndarkynna erindið fyrir lóðarhöfum Stampa 27 L199339, Stampa 25 L199338, Stampa 21 L199334, Berjabraut 9 L199288, Berjabraut 5 L199284 og Háls L126085 sbr. 1.mgr. 44.gr. skipulagslaga nr 123/2010.
8.Svæðisskipulag suðurhálendis
2311032
Tekin fyrir umsagnarbeiðni vegna tillögu Svæðisskipulags Suðurhálendisins til ársins 2042, ásamt umhverfisskýrslu, en hún er birt til kynningar og umsagnar í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar (skipulagsgatt.is).
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd hefur kynnt sér tillöguna og leggur til við sveitarstjórn að ekki verði gerðar athugasemdir.
9.Kjalarnes - Tindsstaðir
2311020
Lögð er fram til kynningar skipulagslýsing fyrir deiliskipulag í landi Tindsstaða.
Lagt fram til kynningar.
10.Árbraut 2b, L200870 - Umsókn um byggingarheimild
2307016
Erindið var áður á 2. fundi skipulags- umhverfis og samgöngnunefndar þann 31. ágúst 2023:
Sótt er um byggingarheimild fyrir 22,9 m2 viðbyggingu við frístundarhús sem er í dag 42,8m2, mhl 01 á lóðinni Árbraut 2b L200870. Fyrir er á lóðinni geymsla, mhl. 02, 19,3m2. Heildarbyggingamagn á lóð verður þá samtals 85m2.
Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 2.mgr. 44.gr. skipulagslaga. Byggingarfulltrúa falið að veita byggingarheimild þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist, sbr. 2.3.8. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012
Erindið var grenndarkynnt 03.10.23 - 03.11.23 fyrir lóðarhöfum Grjóteyrar L126053, Árbrautar 1 L126061, Árbrautar 2 L126062, Árbrautar 3 L126063 og Árbrautar 13 L126060.
Ein athugasemd barst frá lóðarhafa Árbrautar 3 L126063.
Sótt er um byggingarheimild fyrir 22,9 m2 viðbyggingu við frístundarhús sem er í dag 42,8m2, mhl 01 á lóðinni Árbraut 2b L200870. Fyrir er á lóðinni geymsla, mhl. 02, 19,3m2. Heildarbyggingamagn á lóð verður þá samtals 85m2.
Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 2.mgr. 44.gr. skipulagslaga. Byggingarfulltrúa falið að veita byggingarheimild þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist, sbr. 2.3.8. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012
Erindið var grenndarkynnt 03.10.23 - 03.11.23 fyrir lóðarhöfum Grjóteyrar L126053, Árbrautar 1 L126061, Árbrautar 2 L126062, Árbrautar 3 L126063 og Árbrautar 13 L126060.
Ein athugasemd barst frá lóðarhafa Árbrautar 3 L126063.
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd telur athugasemd sem barst ekki eiga við og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarheimild þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist, sbr. 2.3.8. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012.
11.Fossá 3, L126044 - Umsókn um byggingarheimild
2311037
Lögð er fyrir umsókn um byggingarheimild fyrir 112,4 m2 frístundarhús ásamt 3,9 m2 tengirými við núverandi sumarhús mhl. 01 sem skv. skráningu er 33,7 m2. Heildarbyggingarmagn yrði því 150 m2.
Lóðin er skráð 10.000 m2.
Lóðin er skráð 10.000 m2.
Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindið með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 2.mgr. 44.gr. skipulagslaga. Nefndin er sammála að kynna erindið fyrir lóðarhöfum Fossá L126041.
Byggingarfulltrúa falið að veita byggingarheimild, þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist, sbr. 2.3.8. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012.
Byggingarfulltrúa falið að veita byggingarheimild, þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist, sbr. 2.3.8. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012.
12.Breyttur fundartími skipulags- umhverfis og samgöngunefndar
2311033
Lagt er til að næsti reglulegi fundur skipulags- umhverfis og samgöngunefndar sem á að vera seinasta fimmtudag hvers mánaðar verði haldinn mánudaginn 18. desember.
Samþykkt samhljóða.
Fundi slitið - kl. 17:30.