Fara í efni

Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd

2. fundur 31. ágúst 2023 kl. 16:00 stóra fundarsal í Ásgarði
Nefndarmenn
  • Elís Guðmundsson formaður
  • Petra Marteinsdóttir nefndarmaður
  • Davíð Örn Guðmundsson nefndarmaður
  • Guðmundur H Davíðsson nefndarmaður
  • Þorbjörg Skúladóttir varamaður
    Aðalmaður: Magnús Ingi Kristmannsson
Starfsmenn
  • Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
  • Helena Ósk Óskarsdóttir Aðstoðarmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
Dagskrá
Formaður leitar frábrigða og óskar eftir að setja eftirfarandi mál á dagskrá.

Mál nr 2307016

Samþykkt samhljóða.

Engar athugasemdir gerðar við fundarboð.

1.Myllulækur L232967

2307014

Eigandi að lóðinni Myllulæk L232967 í Ásgarðslandi óskar efitir að fá að gera deiliskipulag á lóðinni. Þar sem henni er tryggð aðkoma að henni í gegnum Ásgarðslandið, aðgangur að vatni, hitaveitu og rafmagni eins og kemur fram í afsali á Ásgarðslandinu til sveitarfélagsins.
Nefndin telur að ekki þurfi að fara í deiliskipulagsvinnu þar sem lóðin stendur stök inná skipulögðu frístundasvæði. Því gilda skilmálar aðalskipulags fyrir frístundasvæði. Að öðru leiti vísar nefndin erindinu til sveitarstjórnar.

2.Eyrarbyggð - breyting á aðalskipulagi á svæði ÍB8 í landi Eyrar og nýtt deiliskipulag á sama svæði

2210019

Krads arkitektar leggja fram tillögu f.h. eigenda að breytingu á Aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029 er varðar stækkun á svæði ÍB8 í landi Eyrar. Stækkun á þessu svæði felst í breytingu á landbúnaðarlandi í flokki I og II í íbúðarsvæði. Einnig er unnin tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir svæðið.

Sameiginleg verkefnalýsing hefur verið auglýst skv. 1.mgr. 30 gr. skipulagslaga. Umsagnir við lýsinguna bárust frá Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Minjastofnun, Hafrannsóknarstofnun, Heilbrigðiseftirliti Vesturlands, Veðurstofu Íslands, Vegagerð-suðursvæði, Vegagerð höfuðborgarsvæðisins, Rarik og þrjár athugasemdir frá almenningi.

Hönnuðum gefst nú frestur til þess að vinna úr athugasemdum í samráði við sveitarstjórn.

Í samræmi við 2.mgr. 30 gr. skipulagslaga verður tillagan kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaraðilum á almennum fundi á Eyri þann 20. september 2023.
Gögn lögð fram til kynningar. Kjósarveitur og Leiðarljós hafa óskað eftir frest til að skila inn umsögn. Nefndin samþykkir að veita frest til 13. september nk., nefndin felur skipulagsfulltrúa að koma athugasemdum áfram til hönnuða.

3.Þúfa II, L224690 - Umsókn um stofnun vegsvæðis úr landi Þúfu II

2308024

Sótt er um stofnun á spildu úr landi Þúfu II undir vegsvæði. Vegsvæðið er 17.744 m2 að stærð.
Nefndin samþykkir erindið með fyrirvara um að F-550 umsókn hafi borist ásamt mæliblæði og afstöðumynd.
Fylgiskjöl:

4.Þúfa, L126493 - Umsókn um stofnun vegsvæðis úr landi Þúfu

2308021

Sótt er um stofnun á spildu úr landi Þúfu undir vegsvæði. Vegsvæðið er 11.740 m2 að stærð.
Nefndin samþykkir erindið með fyrirvara um að F-550 umsókn hafi borist ásamt mæliblæði og afstöðumynd.
Fylgiskjöl:

5.Berjabraut 7, L199286 - Umsókn um breytta aðkomu að lóð

2308020

Sótt er um breytta aðkomu að Berjabraut 7.

Aðkoma skv. deiliskipulagi er sunnanmegin við lóð frá Berjabraut. Ný aðkoma er norðanmegin við lóð frá Stömpum.

Skráning í fasteignaskrá er ekki í samræmi við deiliskipulag.
Nefndin samþykkir að fresta málinu og felur skipulagsfulltrúa að kalla eftir frekari gögnum til að vinna málið áfram.
Fylgiskjöl:

6.Búðir L126453, Langás 12, L196651 og Langás 11, L178491 - Umsókn um breytingu á deiliskipulagi

2306030

Sótt er um breytingu á deiliskipulagi í landi Neðra-Háls. Breytingartillagan felur í sér breytingar á lóðamörkum frá því sem er í eldra deiliskipulagi. Gerðar eru breytingar á afmörkun Búða, Langás 12 og Langás 11 og Neðra-Hálsi í Kjósahreppi. Erindinu var frestað á 1. fundi nefndarinnar.
Nefndin samþykkir að auglýsa breytinguna skv. 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga með fyrirvara um að kvöðin um aðkomu að Langás 12 verði þinglýst. Nefndin fer fram á að F-550 umsókn um stofnun millispildu til stækkunar á Búðum liggi fyrir.

7.Bolaklettar 1, L213800 - Umsókn um byggingarleyfi

2308013

Sótt er um byggingarheimild fyrir 25-30 m2 gestahúsi, mhl 03 á lóðinni Bolaklettar 1 L213800. Fyrir er íbúðarhús á lóðinni 149,2 m2 ásamt bílskúr 34 m2. Heildarbyggingarmagn yrði því 208,2-213,2 m2.

Lóðin er 9.170 m2 að stærð.
Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 2.mgr. 44.gr. skipulagslaga. Byggingarfulltrúa falið að veita byggingarheimild, þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist, sbr. 2.3.8 gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012.

8.Rauðilækur, L235541 - Umsókn um byggingarheimild

2308012

Sótt er um byggingarheimild fyrir 71,1 m2 frístundarhúsi, mhl 01 á lóðinni Rauðilækur L235541.
Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 2.mgr. 44.gr. skipulagslaga. Byggingarfulltrúa falið að veita byggingarheimild, þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist, sbr. 2.3.8. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012. Nefndin leggur áherslu á að aðkoma að lóðinni sé tryggð með samþykki hlutaðeigandi landeigenda áður en byggingarheimild verður gefin út.

9.Árbraut 2b, L200870 - Umsókn um byggingarheimild

2307016

Sótt er um byggingarheimild fyrir 22,9 m2 viðbyggingu við frístundarhús sem er í dag 42,8m2, mhl 01 á lóðinni Árbraut 2b L200870. Fyrir er á lóðinni geymsla, mhl. 02, 19,3m2. Heildarbyggingamagn á lóð verður þá samtals 85m2.
Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda skv. 2.mgr. 44.gr. skipulagslaga. Byggingarfulltrúa falið að veita byggingarheimild þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist, sbr. 2.3.8. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012

10.Áskorun til umhverfis- orku og loftslagsráðherra

2307012

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið.