Fara í efni

Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd

1. fundur 06. júlí 2023 kl. 16:00 - 16:45 stóra fundarsal í Ásgarði
Nefndarmenn
  • Elís Guðmundsson formaður
  • Petra Marteinsdóttir nefndarmaður
  • Magnús Ingi Kristmannsson varaformaður
Starfsmenn
  • Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
  • Pálmar Halldórsson byggingafulltrúi
  • Helena Ósk Óskarsdóttir Aðstoðarmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
Dagskrá
Aldursforseti setti fundinn og leitaði afbrigða til að taka eftirfarandi mál á dagskrá:
Mál nr. 2307004
Mál nr. 2305012

1.Kosning formanns og varaformanns

2307004

Lagt er til að formaður verði Elís Guðmundsson og varaformaður Magnús Kristmannsson.
Nefndin samþykkir tillöguna.
Nýkjörinn formaður tekur við stjórn fundarins2.

2.Umsókn um breytingu á deiliskipulagi - Búðir L126453 og Langás 12, L196651 og Langás 11, L178491

2306030

Óskað er eftir heimild Skipulags- umhverfis og samgöngunefndar til að leggja fram breytingar á deiliskipulagi. Breytingartillagan felur í sér breytingar á lóðamörkum frá því sem er í eldra deiliskipulagi. Gerðar eru breytingar á afmörkun Búða, Langás 12 og Langás 11 og Neðra-Hálsi í Kjósahreppi. Eingöngu er verið að breyta mörkum lóða. Ekki er gert ráð fyrir nýjum byggingum.
Málinu frestað.

3.Umsókn um gerð nýs dsk.-Sandsundur 17

2305012

Skikinn Sandslundur 17 er skráður frístundabyggð, stærð um 3,2 ha. Með nýju deiliskipulagi er ætlunin að skipta honum í 5 lóðir undir sumarbústaði þ.e. ca. 6000 fm. hver frístundalóð. Óskað er eftir afstöðu skipulags- umhverfis og samgöngunefndarum hvort eitthvað sé því til fyrirstöð að deiliskipulaggja svæðið.
Nefndin samþykkir að farið verði í gerð deiliskipulags.

4.Umsókn um framkvæmdarleyfi

2303021

Óskað er eftir heimild Skipulags- umhverfis og samgöngunefndar til endurbyggingar á 1.5 km kafla á Eyrarfjallsvegi skv. meðfylgjandi teiknihefti. Kaflinn nær frá slitlagsenda við Fell að Bæ. Búið er að fá samþykkt landeigenda, Litla Þúfu, Blönduholt, Litla Bæ, Fell og Fellstún.
Samþykkt samhljóða.

5.Skilti við Hvalfjörð

2306014

Upplýsingar á Skilti við upphaf Hvalfjarðarvegar beggja megin, eru margar hverjar orðnar úreltar og sömuleiðis vantar upplýsingar inná skiltin. Nefndin leggur til að farið verði í vinnu með Hvalfjarðarsveit um endurnýjun á skiltinum.
Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 16:45.