Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

155. fundur 27. febrúar 2006 kl. 15:48 - 15:48 Eldri-fundur

Skipulags- og byggingarnefnd

3. fundur 2006


Ár 2006, mánudaginn 27.febrúar var haldinn 3 fundur skipulags- og byggingarnefndar Kjósarhrepps árið 2006. Fundurinn var haldinn í Félagsgarði. Viðstaddir voru: Kristján Finnsson, Pétur Blöndal og Guðmundur Magnússon. Skipulags- og byggingafulltrúi ásamt fundarritun: Ólafur I. Halldórsson.


 Þetta gerðist:



1. Byggingaleyfi að sumarbústað.

Gunnar Ingi Sigurðsson, kt. 120967-5769 sækir um byggingaleyfi að sumarhúsi á  lóðinni no. 20, við Hjarðarholtsveg

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997

 

2. Byggingaleyfi að sumarbústað.

Þorbergur Guðmundsson, kt. 270940-4049 sækir um byggingaleyfi að sumarhúsi á   lóðinni no 6, við Ennisbraut, Ennishverfi við Háls

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997

 

3. Byggingaleyfi að tveimur skemmum.

Einar Guðbjörnsson, kt. 220551-2379 sækir um byggingaleyfi að tveimur skemmum á lögbýlinu Blönduholti.

Samþykkt.

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997

 

4. Byggingaleyfi að sumarhúsi og vinnustofu.

Þorlákur Morthens, kt. 031053-5799 sækir um byggingaleyfi að sumarhúsi og vinnustofu í landi Grjóteyrar við Meðalfellsvatn.

Frestað, fjarlægð frá lóðamörkum ekki næg.

 

5. Byggingaleyfi að sumarbústað.

RG hús ehf, kt. 481196-2498 sækir um byggingaleyfi að sumarhúsi á lóðinni no. 23, við Stampa.

Frestað, vantar staðfestingu á tryggingu byggingastjóra.

 

6. Deiliskipulag af Hnífhólum í landi Eyja II.

Frestað, fjarlægð bygginga frá vegi ekki næg.

 

7. Tillaga að 200 húsa byggð að Eyri kynnt.

Drög að skipulagi íbúðarhúsbyggðar að Eyri lögð fram til kynningar í skipulags- og bygginganefnd.

 

Fundi slitið.