Skipulags- og byggingarnefnd
1. fundur 2006
Ár 2006, fimmtudaginn 5. janúar var haldinn 1 fundur skipulags- og byggingarnefndar Kjósarhrepps árið 2006. Fundurinn var haldinn að Grjóteyri. Viðstaddir voru: Kristján Finnsson, Pétur Blöndal og Guðmundur Magnússon og Sigurþór Gíslason. Skipulags- og byggingafulltrúi ásamt fundarritun: Ólafur I. Halldórsson.
Þetta gerðist:
1. Tekið fyrir bréf frá Landlínum dags. 15.12.2005.
Athugasemdir skipulags og bygginganefndar við tillögu að aðlskipulagi Kjósarhrepps.
- Haldin verði kynnig á tillögunni fyrir íbúa. (þrátt fyrir eftirgrenslan liggur ekki fyrir hvort svona kynning verði yfir höfuð haldin).
- Skýra þarf fyrir íbúum mismun á framsettum gögnum og tillögum þeirra sjáfra um eigin jarðir. (kynningafundur)
- Skipa þarf nefnd til að yfirlesa skipulagið til að fyrirbyggja augljósar villur.
Fleira var ekki gert.