Skipulags- og byggingarnefnd
Skipulags- og byggingarnefnd
6. fundur 2004
Ár 2004, mánudaginn 30.ágúst var haldinn 6. fundur skipulags- og byggingarnefndar Kjósarhrepps. Fundurinn var haldinn í Félagsgarði.
Viðstaddir voru: Kristján Finnsson, Guðmundur Magnússon og Pétur Blöndal. Skipulags- og byggingafulltrúi ásamt fundarritun: Ólafur I. Halldórsson.
Þetta gerðist:
1. Endursamþykkt byggingaleyfi að sumarbústöðum.
Perla ehf kt. 430373-0139 sækir um endursamþykkt byggingaleyfi að sumarbústöðum.
Vegna nýs skipulags breyta lóðirnar í Hálsahverfi um nafn, Háls 9-10 verða Stampar 9, 11, 13, 15 og 17. Háls 25-27, 35 og 35 verða Gíslagata 3, 5, 7, 4 og 9.
Samþykkt.
2. Byggingaleyfi að stækkun á sumarbústað.
Bryndís Magnúsdóttir kt. 020159-3919 sækir um byggingaleyfi að stækkun sumarbústaðs, í landi Káranes nr 0005-6003.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997
3. Byggingaleyfi að stækkun á sumarbústað.
Oddrún S Guðmundsdóttir og August K. Petersen sækja um byggingaleyfi að stækkun sumarbústaðs, Hlíð 1.
Frestað.
Vantar samþykki eiganda Hlíð 2 vegna nálægðar við lóðamörk.
4. Byggingaleyfi að stækkun á sumarbústað og bátaskýlis.
Kári Pálsson sækir um byggingaleyfi að stækkun sumarbústaðs og bátaskýlis, Árbraut 2.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997
(Kristján Finnsson víkur af fundi)
5. Byggingaleyfi að gestahúsi.
Kári Pálsson sækir um byggingaleyfi að gestahúsi, Árbraut 2.
Frestað.
Samþykki landeigandi liggi fyrir.Húsið er of nálægt lóðamörkum.
(Kristján Finnsson kemur afturá fundinn)
6. Byggingaleyfi að sumarbústað
Guðjón Styrkársson sækir um byggingaleyfi að sumarbústað á Þúfu 24.
Sumarbústaðurinn er stálklæddur.
Frestað..
Umsækjandi leggi fram vottun á byggingarhlutum, útveggjum og klæðningu innan hús.
Einnig geri umsækjandi grein fyrir litavali á húsið að utanverðu.
Samkvæmt 115 gr byggingareglugerðar skulu frístundahús "falla sem best að umhverfi sínu hvað varðar útlit, efnisval, litaval o.fl."
7. Fyrirspurn: Hvort flytja megi núverandi bátaskýli ofar í lóðina Árbraut 6.
Afgreiðsla: Jákvætt,. Leyfið er háð umsókn með bygginganefndarteikningum.
Fleira var ekki gert.