Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

88. fundur 26. júlí 2004 kl. 09:51 - 09:51 Eldri-fundur

Skipulags- og byggingarnefnd
5. fundur 2004

Ár 2004, mánudaginn 26.júlí var haldinn 5. fundur skipulags- og byggingarnefndar Kjósarhrepps. Fundurinn var haldinn í Félagsgarði.

Viðstaddir voru: Kristján Finnsson, Guðmundur Magnússon og Pétur Blöndal. Skipulags- og byggingafulltrúi ásamt fundarritun: Ólafur I. Halldórsson.

Þetta gerðist:

1. Byggingaleyfi að sumarbústað
Sigurður ehf. Sækir um byggingaleyfi að sumarbústað á Hlíð 52.

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.


2. Skipulag frístundarbyggðar Hálsi í Kjós.
Skipulagið hefur hangið uppi til kynningar og engar athugasemdir borist.
Samþykkt.


3. Skipulag frístundarbyggðar Skorhaga í Kjós.
Skipulagið hefur hangið uppi til kynningar og engar athugasemdir borist.

Samþykkt.

4. Byggingaleyfi að stækkun á sumarbústað.
Sigmar Jörgensson sækir um byggingaleyfi að stækkun sumarbústaðs, Hjarðarholtsveg 12.

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997


5. Byggingaleyfi að stækkun á sumarbústað.
Ágústa G. Sigurðardóttir sækir um byggingaleyfi að stækkun sumarbústaðs, Flekkudalsvegur 21.

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997


6. Byggingaleyfi að stækkun á sumarbústað.
Sigurður Guðmundsson sækir um byggingaleyfi að stækkun sumarbústaðs, Ósbraut 5.

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997


7. Fyrirspurn: Hvort byggja megi bátaskýli í skarð á bátaskýlaröð við vesturenda Meðalfellsvatns fyrir Meðalfellsveg 3A.
Afgreiðsla: Jákvætt, með þeim skilyrðum að lóðaleigusamningur geri ráð fyrir því og að bátaskýlið verði eins og þau sem fyrir eru. Leyfið er háð umsókn með bygginganefndarteikningum.

8. Fyrirspurn: Hvort endurbyggja megi sumarbústað að Meðalfellsvegi 29.
Afgreiðsla: Jákvætt.

Fleira var ekki gert.