Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

82. fundur 31. október 2006 kl. 09:48 - 09:48 Eldri-fundur

Skipulags og bygginganefnd 11 fundur 2006

Þriðjudaginn 31. október 2006 var haldin fundur í Skipulags og bygginganefnd Kjósarhrepps. Fundurinn var haldin í Ásgarðsskóla. Viðstaddir voru:
Kristján Finnsson , Pétur Blöndal, Haraldur Magnússon formaður nefndarinnar ásamt Skipulags og byggingarfulltrúa Jón Eiríki Guðmundssyni sem einnig sá um fundarritun.

Eftirfarandi erindi voru tekin fyrir á fundinum:

1. Hjálmar Gunnarsson Hjallabraut 17 220 Hafnarfjörður
Kt:140758-3029sækir um leyfi til að byggja Frístundahús úr timbri á lóðinni nr 11 við Eyjatún.

Synjað.Teikningar skulu vera á íslensku, vantar afstöðumynd, byggingastjóra og skráningartöflu

2. Handverksmenn ehf Hamraborg 1-3 Kt: 600661-2960 sækja um fyrir hönd Sigrúnar Hjartardóttur að byggja frístundahús ásamt svefnhúsi á lóðinni nr 7 við Brandslæk í landi Eyrar .
Frestað. Vantar rétta afstöðumynd, byggingastjóra og skráningartöflu

3.Ása Guðmundsdóttir Gónhól 5 260 Njarðvík Kt: 080165-4639 sækir um leyfi til að byggja frístundahús og geymslu úr timbri á lóð sinni nr. 14 við Árbraut í landi Grjóteyrar.
Samþykkt
Samræmist ákvæðum laga nr 73/1997

4. Óskar Páll Sveinsson Meðalfellsvegi 2 kt. 130167-5199 óskar eftir byggingaleyfi fyrir íbúðarhús úr steinsteyptum einingum í stað sumarhússins sem er á lóð hans nr 2 við Meðalfellsvatn.
Samþykkt með fyrirvara um umsögn, Skipulagsstofnunar, Vegagerðarinnar og skriflegt leyfi landeigenda fyrir byggingu íbúðarhúss á jörð sinni.
Samræmist ákvæðum laga nr 73/1997

5. Sigrún Bjarnadóttir Fífulind 2 220 Kópavogur. Kt: 170765-4789 sækir um leyfi til að byggja íbúðarhús úr timbri við Torfás í landi Eyja 2.
Samþykkt með fyrirvara um umsögn, Skipulagsstofnunar, Vegagerðarinnar og skriflegt leyfi landeigenda fyrir byggingu íbúðarhúss á jörð sinni
Samræmist ákvæðum laga nr 73/1997

6.Tekin var fyrir kæra á hendur byggingafulltrúa Kjósarhrepps frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Kæran byggðist á því að byggingafulltrúi hafði neitað blaðamanni DV um teikningar af húsi Ásbjörns Mortens við Meðalfellsveg.

Ákveðið var að fara að tilmælum úrskurðarnefndar um upplýsingarmál.

Fleirri mál lágu ekki fyrir fundinum og var honum slitið.

Haraldur Magnússon
Kristján Finnsson
Pétur Blöndal
Jón Eiríkur Guðmundsson