Skipulags- og byggingarnefnd
Dagskrá
1.Nefndin skiptir með sér verkum
2206055
Skipulags- og byggingarnefnd Kjósarhrepps skiptir með sér verkum.
Niðurstaða:
Samþykkt2.Erindisbréf nefndarinnar
2206056
Fyrir liggur erindisbréf skipulags- og byggingarefndar Kjósarhrepps.
Niðurstaða:
Lagt framNefndin mun fara yfir erindisbréfið og leggja það fyrir næsta fund og afgreiða til hreppsnefndar.
3.Siðareglur kjörinna fulltrúa
2206057
Siðareglur kjörinna fulltrúa í skipulags- og byggingarnefnd Kjósarhrepps lagðar fram.
Niðurstaða:
SamþykktNefndin samþykkir að vinna eftir siðareglum þessum.
Skipulagsmál:
4.Nýtt deiliskipulag í landi Flekkudals - Nesvegur 1, 3 og 5
2110048
Efla verkfræðistofa, fyrir hönd eigenda, leggur fram tillögu að deiliskipulagi, dags. 05.05.2022, fyrir lóðirnar Flekkudalur 1, 3 og 5 í landi Flekkudals. Skipulagsstofnun fer fram á að deiliskipulagið verði auglýst að nýju til samræmingar við nýlega samþykkta breytingu á aðalskipulagi svæðis F4a.
Niðurstaða:
SamþykktNefndin leggur til að Hreppsnefnd samþykki að auglýsa deiliskipulagstillöguna og að heimilt verði að falla frá gerð lýsingar fyrir deiliskipulagsverkefnið, enda liggi allar meginforsendur fyrir í aðalskipulagi, sbr. 3. mgr. 40. gr. Skipulagslaga.
5.Hvammur-Hvammsvík, breyting á aðal- og deiliskipulagi
2204033
Verkefnislýsing vegna breytingar á aðalskipulagi Kjósarhrepps og breytingar á deiliskipulagi Hvamms og Hvammsvíkur hefur verið auglýst samkvæmt 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. Skipulagslaga nr.123/2010. Um er að ræða breytingu á aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029 í landi Hvamms og Hvammsvíkur í Hvalfirði, þar sem gert er ráð fyrir að stækka skilgreint svæði undir frístundabyggð, F21. Umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun, Skipulagsstofnun, Heilbrigðiseftirliti, Minjastofnun, Náttúrufræðistofnun, Rarik og Veðurstofunni. Athugasemdir bárust frá eigendum nágrannalóða, sem telja að eigendur Hvamms og Hvammsvíkur séu bundnir af samkomulagi fyrri eiganda, um að reisa ekki mannvirki á landskikanum milli Vesturlandsvegar (nú Hvalfjarðarvegar) og suðurmarka (hins selda) landsvæðis, heldur verði það tekið til skógræktar. Núverandi eigandi telur sig hinsvegar ekki bundinn af loforði fyrri eiganda, enda hafi kvöðum af þessu tagi hvergi verið getið við kaupin.
Niðurstaða:
SamþykktNefndin leggur til við sveitarstjórn að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna
umsagnir og athugasemdir fyrir landeiganda og hafa til hliðsjónar í skipulagsvinnunni sem framundan er.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að kynna aðalskipulags- og deiliskipulagsbreytinguna skv. 2. mgr. 30 gr. og 3. mgr. 40. gr. Skipulagslaga og senda Skipulagsstofnun tillöguna til athugunar eftir kynningu, sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga.
umsagnir og athugasemdir fyrir landeiganda og hafa til hliðsjónar í skipulagsvinnunni sem framundan er.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að kynna aðalskipulags- og deiliskipulagsbreytinguna skv. 2. mgr. 30 gr. og 3. mgr. 40. gr. Skipulagslaga og senda Skipulagsstofnun tillöguna til athugunar eftir kynningu, sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga.
6.Brekkur 1, 2 og 8 - Breytinga aðal- og deiliskipulags
2202027
Landlínur, f.h. Kjósarhrepps, leggja fram tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029. Um er að ræða breytingu á landnotkun á hluta frístundabyggðar Möðruvalla 1, þar sem breyta á hluta frístundabyggðar F15c í íbúðarbyggð. Fyrirhuguð íbúðarbyggð nær til lóða Brekkna 1, 2 og 8 ásamt aðkomuveg að lóðunum.
Auk þess á að breyta afmörkun iðnaðarsvæðis I2 í landi Möðruvalla 1. Um er að ræða leiðréttingu á afmörkun iðnaðarsvæðis, til samræmis við samþykkt deiliskipulag athafnasvæðis í landi Möðruvalla (Landlínur ehf, 2016), sem nær að mörkum frístundabyggðar F15c. Verkefnislýsing hefur verið auglýst skv. 1. mgr. 30 gr. skipulagslaga. Staðbundið hættumat fyrir svæðið frá Veðurstofu Íslands liggur fyrir.
Tillögurnar hafa verið kynntar skv. skv. 2. mgr. 30 gr. og 3. mgr. 40. gr. Skipulagslaga og sendar Skipulagsstofnun til athugunar, sbr. 3. mgr. 30. gr. Skipulagslaga. Fyrir liggur bréf frá Skipulagsstofnun, dags. 10. júní 2022, þar sem m.a. kemur fram, að stofnunin gerir ekki athugasemd við að aðalskipulagstillagan verði auglýst skv. 31 gr. skipulagslaga.
Auk þess á að breyta afmörkun iðnaðarsvæðis I2 í landi Möðruvalla 1. Um er að ræða leiðréttingu á afmörkun iðnaðarsvæðis, til samræmis við samþykkt deiliskipulag athafnasvæðis í landi Möðruvalla (Landlínur ehf, 2016), sem nær að mörkum frístundabyggðar F15c. Verkefnislýsing hefur verið auglýst skv. 1. mgr. 30 gr. skipulagslaga. Staðbundið hættumat fyrir svæðið frá Veðurstofu Íslands liggur fyrir.
Tillögurnar hafa verið kynntar skv. skv. 2. mgr. 30 gr. og 3. mgr. 40. gr. Skipulagslaga og sendar Skipulagsstofnun til athugunar, sbr. 3. mgr. 30. gr. Skipulagslaga. Fyrir liggur bréf frá Skipulagsstofnun, dags. 10. júní 2022, þar sem m.a. kemur fram, að stofnunin gerir ekki athugasemd við að aðalskipulagstillagan verði auglýst skv. 31 gr. skipulagslaga.
Niðurstaða:
SamþykktNefndin leggur til við sveitarsjórn að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029 skv. 1. mgr. 30 gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 og að auglýsa samhliða tillögu að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar Brekkna, Möðruvelli 1, skv. 1. mgr. 41 gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
7.Nýtt deiliskipulag Sandslundar
2110056
Tillaga að nýju deiliskipulagi Sandslundar hefur verið auglýst skv. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Frestur til að skila inn athugasemdum var til og með 25. mars 2022. Engar athugasemdir bárust.
Umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti, Náttúrufræðistofnun, Vegagerðinni, Veðurstofunni og Minjastofnun. Í umsögn Minjastofnunar er farið fram á að fyrirliggjandi fornleifaskrá verði uppfærð á skipulagssvæðinu, í samræmi við núgildandi staðla og reglur Minjastofnunar, sbr.reglur um skráningu jarðfastra menningarminja vegna skipulags og framkvæmda nr. 620/2019. Búið er að bregðast við þeim umsögnum sem bárust. Fyrir liggur undanþága Innviðaráðuneytisins frá grein 5.3.2.14. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 varðandi fjarlægð mannvirkja nær vötnum ám eða sjó en 50 m.
Umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti, Náttúrufræðistofnun, Vegagerðinni, Veðurstofunni og Minjastofnun. Í umsögn Minjastofnunar er farið fram á að fyrirliggjandi fornleifaskrá verði uppfærð á skipulagssvæðinu, í samræmi við núgildandi staðla og reglur Minjastofnunar, sbr.reglur um skráningu jarðfastra menningarminja vegna skipulags og framkvæmda nr. 620/2019. Búið er að bregðast við þeim umsögnum sem bárust. Fyrir liggur undanþága Innviðaráðuneytisins frá grein 5.3.2.14. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 varðandi fjarlægð mannvirkja nær vötnum ám eða sjó en 50 m.
Niðurstaða:
SamþykktSkipulagsnefnd telur að brugðist hafi verið við umsögnum á fullnægjandi hátt innan uppfærðs deiliskipulags, ásamt því að fyrir liggur undanþága Innviðaráðuneytisins, frá 5.3.2.14. gr. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013, vegna nálægðar við Sandsá.
Tillagan er óbreytt í grundvallaratriðum og þarfnast ekki auglýsingar, sbr. 4. mgr. 41. gr. skipulagslaga.
Nefndin leggur til við hreppsnefnd að samþykkja uppfærða tillögu til gildistöku eftir auglýsingu í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga og að gögn málsins verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga áður en tillagan tekur gildi með birtingu auglýsingar í B-deild stjórnartíðinda.
Tillagan er óbreytt í grundvallaratriðum og þarfnast ekki auglýsingar, sbr. 4. mgr. 41. gr. skipulagslaga.
Nefndin leggur til við hreppsnefnd að samþykkja uppfærða tillögu til gildistöku eftir auglýsingu í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga og að gögn málsins verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga áður en tillagan tekur gildi með birtingu auglýsingar í B-deild stjórnartíðinda.
8.Deiliskipulag á neðri hluta jarðarinnar Hvítaness
2109055
Tillaga að deiliskipulagi Hvítaness hefur verið auglýst skv. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Frestur til að skila inn athugasemdum var til og með 25. mars 2022. Engar athugasemdir bárust.
Umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti, Náttúrufræðistofnun, Vegagerðinni, Veðurstofunni, Minjastofnun, Slökkviliði og Rarik. Í umsögn Minjastofnunar er farið fram á að fyrirliggjandi fornleifaskrá verði uppfærð fyrir áhrifasvæði framkvæmda utan þess svæðis sem merkt er "mörk deiliskipulags" á í skipulagsgögnum. Búið er að bregðast við þeim umsögnum sem bárust.
Fyrir liggur undanþága Innviðaráðuneytisins frá grein 5.3.2.14. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 varðandi fjarlægð mannvirkja nær vötnum ám eða sjó en 50 m.
Umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti, Náttúrufræðistofnun, Vegagerðinni, Veðurstofunni, Minjastofnun, Slökkviliði og Rarik. Í umsögn Minjastofnunar er farið fram á að fyrirliggjandi fornleifaskrá verði uppfærð fyrir áhrifasvæði framkvæmda utan þess svæðis sem merkt er "mörk deiliskipulags" á í skipulagsgögnum. Búið er að bregðast við þeim umsögnum sem bárust.
Fyrir liggur undanþága Innviðaráðuneytisins frá grein 5.3.2.14. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 varðandi fjarlægð mannvirkja nær vötnum ám eða sjó en 50 m.
Niðurstaða:
SamþykktSkipulagsnefnd telur að brugðist hafi verið við umsögnum á fullnægjandi hátt innan uppfærðs deiliskipulags, ásamt því að fyrir liggur undanþága Innviðaráðuneytisins, frá 5.3.2.14. gr. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Tillagan er óbreytt í grundvallaratriðum og þarfnast ekki auglýsingar, sbr. 4. mgr. 41. gr. skipulagslaga.
Nefndin leggur til við hreppsnefnd að samþykkja uppfærða tillögu til gildistöku eftir auglýsingu í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga og að gögn málsins verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga áður en tillagan tekur gildi með birtingu auglýsingar í B-deild stjórnartíðinda.
Nefndin leggur til við hreppsnefnd að samþykkja uppfærða tillögu til gildistöku eftir auglýsingu í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga og að gögn málsins verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga áður en tillagan tekur gildi með birtingu auglýsingar í B-deild stjórnartíðinda.
9.Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2020-2032
2206051
Aalskipulag Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 lagt fram til kynningar.
10.Ósk um breytt sveitarfélagamörk v. lóð fyrir fjarskiptamiðstöð
2205104
Neyðarlínan 112, óskar eftir staðfestingu á breytingu sveitarfélagsmarka Reykjavíkur og Kjósar á Skálafelli vegna skráningar fjarskiptamannavirkja sem gera þarf þar.
Miðað er við að mannvirkin séu (eða verði) í Reykjavík eins og þau eru nú skráð en útbúa þarf nýja lóð undir þau. Við þá lóðargerð kemur í ljós að skv. líklegum sveitarfélagsmörkum þá er mannvirkið og þar með lóð undir þeim bæði í Reykjavík og Kjós. Það gengur ekki í reynd og því var lagt upp með að skrá sveitarfélagsmörkin upp á nýtt og þar með líka mörk jarðanna Stardalur og Írafell.
Sveitafélögin tvö, þ.e. Reykjavík og Kjósarhreppur þurfa að senda bréf á Innviðaráðuneytið þar sem þau staðfesta samkomulag um fastsetningu landamerkja sveitarfélaganna.
Síðan sendir Innviðaráðuneytið bréf á Landmælingar Íslands þar sem það vonandi staðfestir fastsetningu sveitarfélagsmarkanna. Þjóðskrá Íslands fær svo upplýsingar um nýju mörkin.
Miðað er við að mannvirkin séu (eða verði) í Reykjavík eins og þau eru nú skráð en útbúa þarf nýja lóð undir þau. Við þá lóðargerð kemur í ljós að skv. líklegum sveitarfélagsmörkum þá er mannvirkið og þar með lóð undir þeim bæði í Reykjavík og Kjós. Það gengur ekki í reynd og því var lagt upp með að skrá sveitarfélagsmörkin upp á nýtt og þar með líka mörk jarðanna Stardalur og Írafell.
Sveitafélögin tvö, þ.e. Reykjavík og Kjósarhreppur þurfa að senda bréf á Innviðaráðuneytið þar sem þau staðfesta samkomulag um fastsetningu landamerkja sveitarfélaganna.
Síðan sendir Innviðaráðuneytið bréf á Landmælingar Íslands þar sem það vonandi staðfestir fastsetningu sveitarfélagsmarkanna. Þjóðskrá Íslands fær svo upplýsingar um nýju mörkin.
Niðurstaða:
Vísað til nefndarNefndin vísar málinu til hreppsnefndar.
11.Umsókn um stofnun lóðar í Landi Eyrarkots, L126029
2205099
Umsókn um stofnun lóðar í landi Eyrarkots, L126029, sem fengi nafnið Hamar.
Niðurstaða:
SamþykktSamræmist deiliskipulagi. Samþykkt, með fyrirvara um að umsókn (F-550) sé undirrituð af eiganda eða eigendum upprunalands.
12.Umsókn um stofnun lóðar í landi Þrándarstaða, L126490
2206050
Umsókn um stofnun lóðar í landi Þrándarstaða, L16490, sem fengi nafnið Rauðilækur.
Niðurstaða:
SamþykktSamþykkt, með fyrirvara um að umsókn sé undirrituð af eiganda eða eigendum upprunafasteignar, sbr. 14. gr. laga nr. 6/2001 og að fyrir liggi hnitsettur uppdráttur, undirritaður af byggingarfulltrúa. Einnig þarf að liggja fyrir samþykki Vegagerðarinnar.
13.Sandseyri 2, L217146 - Fyrirspurn til skipulagsfulltrúa
2206024
Fyrirspurn um hvort hægt er að breyta skráningu lóðarinnar Sandseyri 2 L217146, úr frístundalóð í íbúðarhúsalóð.
Niðurstaða:
SynjaðLóðin sem um ræðir er í aðalskipulagi á svæði sem skilgreint er fyrir frístundabyggð F12b og því þyrfti að breyta aðalskipulaginu á umræddu svæði.
14.Hvítanes - lögbýli fyrir skógrækt
2206052
Skipulagsfulltrúa í Kjósarhreppi barst þann 21.06.2022 beiðni frá Hvítanesi ehf., um umsögn sveitafélagsins hvað varðar að gera Hvítanes (L126129, F2086147) að lögbýli fyrir skógrækt.
Jörðin Hvítanes liggur nærri botni Hvalfjarðar að sunnanverðu, strax austan Hvammsvíkur. Einnig barst beiðni um afgreiðslu og stimplun á hnitasettum uppdrætti frá (Arkþing/Glámakím) sem sýnir áætluð hnit jarðarinnar ásamt það svæði sem ráðgert er að fari undir skógrækt. Einnig fylgdi með umsögn landbúnaðarráðunauts frá Ráðgjafamiðstöð Landbúnaðarins (RML) hvað varðar búrekstrarskilyrði á jörðinni.
Jörðin Hvítanes liggur nærri botni Hvalfjarðar að sunnanverðu, strax austan Hvammsvíkur. Einnig barst beiðni um afgreiðslu og stimplun á hnitasettum uppdrætti frá (Arkþing/Glámakím) sem sýnir áætluð hnit jarðarinnar ásamt það svæði sem ráðgert er að fari undir skógrækt. Einnig fylgdi með umsögn landbúnaðarráðunauts frá Ráðgjafamiðstöð Landbúnaðarins (RML) hvað varðar búrekstrarskilyrði á jörðinni.
Niðurstaða:
Vísað til nefndarNefndin leggur til eftirfarandi umsögn til hreppsnefndar: "Kjósarhreppur hefur verið meðvitaður um fyrirætlanir Hvítanes ehf. um uppbyggingu á nesinu og þá skógrækt sem sýnd er á uppdrætti og fjallað er um í umsögn RML. Áætlanirnar falla vel að landinu og kæmu í góðu náttúrulegu framhaldi af skógræktinni í Fossá, sem er nágrannajörð Hvítaness í austur. Umsögn RML er jákvæð og falla fyrirætlanir Hvítaness ehf. vel að sýn Kjósarhrepps. Kjósarhreppur sér því ekkert til fyrirstöðu að veita jákvæða umsögn og mælir með stofnun lögbýlis að Hvítanesi í Kjósarhreppi".
15.Eyjar II - Erindi frá eiganda.
2205130
Erindi vegna skemmda, ófullnægjandi frágangs og eignarýrnunar v. lagningu hitaveitulögnum um jörð Eyjar II
Niðurstaða:
Vísað til nefndarNefndin vísar málinu til hreppsnefndar.
Byggingarmál:
16.Sandslundur 15, L215845 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
2206011
Umsókn um byggingarleyfi/byggingarheimild fyrir um 93,7 m² frístundahús, mhl 01, skv. aðaluppdráttum dags. 21.05.2021.
Niðurstaða:
SamþykktSamþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemdar skv. 44. grein
skipulagslaga málsgrein 2.
skipulagslaga málsgrein 2.
17.Hjarðarholtsvegur 32, L196719 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
2205148
Umsókn um byggingarleyfi/byggingarheimild fyrir breytingu á frístundahúsi, mhl 01, á lóðinni Hjarðarholtsvegur 32, skv. umsókn, bréfi með útlitsmyndum, dags 22.05.2022.
Niðurstaða:
SamþykktSamþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemdar skv. 44. grein
skipulagslaga málsgrein 2.
skipulagslaga málsgrein 2.
18.Þúfa 3, L209519 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
2206018
Umsókn um byggingarleyfi/byggingarheimild fyrir um 126,7 m² frístundahús, mhl 01, skv. aðaluppdráttum dags. 24.03.2022.
Niðurstaða:
SynjaðSamræmist ekki aðalskipulgi. Nýtingarhlutfall yrði 0,05, en mætti ekki vera meira en 0,03.
19.Norðurnes 74, L217116 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
2206041
Umsókn um byggingarleyfi/byggingarheimild til að byggja kvist á suð- austurhlið og norð- austurhlið frístundahúss, mhl 01, skv. aðaluppdráttum dags. 04.06.2022.
Niðurstaða:
SamþykktSamþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemdar skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 2.
20.Eyrar 1, L126183 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
2206042
Umsókn um byggingarleyfi/byggingarheimild fyrir um 33 m² viðbyggingu við frístundahús, mhl 01, skv. aðaluppdráttum dags. 03.06.2022.
Niðurstaða:
SamþykktSamþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemdar skv. 44. grein
skipulagslaga málsgrein 2.
skipulagslaga málsgrein 2.
Fundi slitið - kl. 17:45.
Magnús Kristmannsson verður varaformaður.
Petra Marteinsdóttir verður ritari.