Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

158. fundur 19. maí 2022 kl. 17:00 - 18:00 stóra fundarsal m. skjá
Nefndarmenn
  • Maríanna Hugrún Helgadóttir formaður
  • Elís Guðmundsson ritari
  • Magnús Ingi Kristmannsson varaformaður
Starfsmenn
  • Sigurður Hilmar Ólafsson byggingafulltrúi
  • Karl Magnús Kristjánsson oddviti
  • Helena Ósk Óskarsdóttir aðstoðarmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Sigurður Hilmar Ólafsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Skipulagsmál:

1.Nýtt deiliskipulag í landi Flekkudals - Nesvegur 1, 3 og 5

2110048

Skipulagsstofnun hefur í bréfi dags. 5. maí 2022, samþykkt óverulega breytingu á aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029, sem samþykkt var í sveitarstjórn Kjósarhrepps 30. mars 2022. Um er að ræða stækkun á aðliggjandi frístundasvæði F4a, fyrir lóðirnar Nesvegur 1,3 og 5.
Deiliskipulagið var auglýst og staðfest af sveitarstjórn 2. febrúar 2022. Nú hefur verið gerð lítilsháttar lagfæringar á greinargerð, til samræmingar við aðalskipulag.
Niðurstaða:
Samþykkt
Nefndin telur að eftir lítilsháttar lagfæringar á greinargerð, sé tillagan óbreytt í grundvallaratriðum og þarfnist ekki auglýsingar, sbr. 4. mgr. 41. gr. skipulagslaga.
Nefndin leggur því til við hreppsnefnd að samþykkja lagfærða tillögu til gildistöku og að gögn málsins verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga áður en tillagan tekur gildi með birtingu auglýsingar í B-deild stjórnartíðinda.

2.Deiliskipulag, Eyrarkot

2104037

Deiliskipulag íbúðarbyggðar og nágrennis í landi Eyrarkots, sem samþykkt var á fundi sveitarstjórnar 4. maí 2022, var auglýst til gildistöku gildistöku í B- deild Stjórnartíðinda þann 19. maí. 2022.
Niðurstaða:
Lagt fram

3.Deiliskipulag - Nýi Skerjafjörður Reykjavík

2205076

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi 1. áfanga Nýja Skerjafjarðar.
Niðurstaða:
Lagt fram

4.Fundargerð 107. fundar svæðisskipulagsnefndar.

2205077

Niðurstaða:
Lagt fram

5.Hjalli, L126099 - Umsókn um stofnun lóðar

2204001

Umsókn um stofnun lóðar í landi Hjalla, L126099, sem fengi nafnið Hjallabarð 7.
Áður á dagskrá 157. fundar.
Niðurstaða:
Samþykkt
Samþykkt, enda mun deiliskipulag liggja fyrir innan reits F25 Hjalli, áður en byggingarleyfi verði gefið út og að umsókn F-550 sé undirrituð af eiganda eða eigendum upprunafasteignar, sbr. 14. gr. laga nr. 6/2001.

6.Morastaðir 5, L213911 - Umsókn um breytingu á skráningu lóðar

2205081

Sótt er um að breyta nafni Morastaða 5, í Eyrarhlíð.
Niðurstaða:
Frestað
Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ræða við lóðarhafa, sem og eigendur aðliggjandi lóða.

7.Lækjarhvammur, L230710 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

2204034

Umsókn um byggingarleyfi fyrir um 60,5 m² frístundahús, mhl 01, skv. aðaluppdráttum dags. 05.04.2022. Umrædd lóð er á svæði fyrir frístundabyggð. Áður á dagskrá 157. fundar. Hreppsnefnd frestaði málinu á 255.fundi.
Niðurstaða:
Samþykkt
Samþykkt, enda mun deiliskipulag fyrir a.m.k. 8 lóðir, sem stofnaðar voru á sama tíma, liggja fyrir innan reits F9 Bær, áður en byggingarleyfi verði gefið út og að umsókn F-550 sé undirrituð af eiganda eða eigendum upprunafasteignar, sbr. 14. gr. laga nr. 6/2001.
Byggingarmál:

8.Standgil, L233894 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

2205009

Umsókn um byggingarleyfi fyrir 217,9 m² Íbúðarhúsi, mhl 01, skv. aðaluppdráttum dags. 02.05.2022.
Niðurstaða:
Samþykkt
Byggingaráform samþykkt, með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemdar skv. 44. gr. skipulagslaga málsgrein 2.

9.Morastaðir 5, L213911 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

2205008

Umsókn um byggingarleyfi fyrir um 149,6 m² Íbúðarhúsi, mhl 01, skv. aðaluppdráttum dags. 02.05.2022.
Niðurstaða:
Samþykkt
Byggingaráform samþykkt, með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemdar skv. 44. gr. skipulagslaga málsgrein 2 og að fyrir liggi samþykki um vegtengingu.

10.Langimelur 23, L232924 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

2205078

Umsókn um byggingarleyfi fyrir 170,6 m² frístundahús, mhl 01 og 29,3 m² gestahúsi skv. aðaluppdráttum dags. 17.05.2022.
Niðurstaða:
Samþykkt
Samþykkt. Byggingarfulltrúa falið að veita byggingarheimild, þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist, sbr. 2.3.8. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012.

11.Brekkur 5, L204485 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

2205079

Umsókn um byggingarleyfi fyrir um 72,2 m² frístundahúsi, mhl 01, skv. aðaluppdráttum dagsett í maí 2022.
Samþykkt. Byggingarfulltrúa falið að veita byggingarheimild, þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist, sbr. 2.3.8. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012.

12.Vatnsbakki, L219523 - Umsókn um stöðuleyfi

2205007

Um er að ræða 84 m² hús, sem keypt var til brottflutnings. Sótt verður um byggingarleyfi í frammhaldinu.
Niðurstaða:
Samþykkt
Stöðuleyfi veitt til 6 mánaða.

Fundi slitið - kl. 18:00.