Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

157. fundur 27. apríl 2022 kl. 17:00 - 19:00 stóra fundarsal m. skjá
Nefndarmenn
  • Maríanna Hugrún Helgadóttir formaður
  • Elís Guðmundsson ritari
  • Magnús Ingi Kristmannsson varaformaður
Starfsmenn
  • Sigurður Hilmar Ólafsson byggingafulltrúi
  • Karl Magnús Kristjánsson oddviti
  • Helena Ósk Óskarsdóttir aðstoðarmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Sigurður Hilmar Ólafsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Deiliskipulag fyrir frístundalóðir í landi Flekkudals

2203043

Landeigandi óskar eftir heimild til að leggja fram breytingu á fyrirliggjandi deiliskipulagi í landi Flekkudals (L126038). Um er að ræða 4 frístundalóðir til viðbótar. Aðliggjandi svæði var deiliskipulagt fyrir samskonar byggð árið 2015. Einnig er óskað eftir að sveitarfélagið geri breytingu á Aðalskipulagi Kjósahrepps 2017-2029 og stækki svæði fyrir frístundabyggð F4b um ca 1,2 ha til að fyrirhugaðar lóðir falli alfarið undir frístundabyggðina. Meðfylgjandi er uppráttur sem sýnir fyrirhugaða afmörkun lóða og gátlisti fyrir mati á því hvort breytingin geti talist óveruleg skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Niðurstaða:
Samþykkt
Nefndin samþykkir og leggur til við Hreppsnefnd að heimila breytingu deiliskipulags fyrir 4 frístundalóðir til viðbótar í landi Flekkudals og að gerð verði óveruleg breyting á aðalskipulagi sbr. 2. mgr. 36. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Brekkur 1, 2 og 8 - Breytinga aðal- og deiliskipulags

2202027

Landlínur, f.h. Kjósarhrepps, leggja fram tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029. Um er að ræða breytingu á landnotkun á hluta frístundabyggðar Möðruvalla 1, þar sem breyta á hluta frístundabyggðar F15c í íbúðarbyggð. Fyrirhuguð íbúðarbyggð nær til lóða Brekkna 1, 2 og 8 ásamt aðkomuveg að lóðunum.
Auk þess á að breyta afmörkun iðnaðarsvæðis I2 í landi Möðruvalla 1. Um er að ræða leiðréttingu á afmörkun iðnaðarsvæðis, til samræmis við samþykkt deiliskipulag athafnasvæðis í landi Möðruvalla (Landlínur ehf, 2016), sem nær að mörkum frístundabyggðar F15c.
Verkefnislýsing hefur verið auglýst skv. 1. mgr. 30 gr. skipulagslaga. Umsagnir við lýsinguna bárust frá Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun, Minjastofnun, Heilbrigðiseftirliti, Vegagerðinni og Rarik. Brugðist hefur verið við ábendingum sem bárust.
Staðbundið hættumat fyrir svæðið frá Veðurstofu Íslands liggur fyrir.
Niðurstaða:
Samþykkt
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að kynna aðalskipulags- og deiliskipulagsbreytinguna skv. 2. mgr. 30 gr. og 3. mgr. 40. gr. Skipulagslaga og senda Skipulagsstofnun tillöguna til athugunar eftir kynningu, sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga.

3.Hvammur-Hvammsvík, breyting á aðal- og deiliskipulagi

2204033

Lögð er fram verkefnislýsing vegna breytingar á aðalskipulagi Kjósarhrepps samkvæmt 1. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 og breytingar á deiliskipulagi Hvamms og Hvammsvíkur, samkvæmt 1. mgr. 40. gr. Skipulagslaga nr.123/2010.
Um er að ræða breytingu á aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029 í landi
Hvamms og Hvammsvíkur í Hvalfirði þar sem gert er ráð fyrir að stækka skilgreint svæði undir frístundabyggð, F21.
Deiliskipulagsbreyting verður unnin samhliða aðalskipulagsbreytingunni og gert er ráð fyrir að báðar tillögur verði auglýstar samtímis.
Niðurstaða:
Samþykkt
Nefndin leggur til við Hreppsnefnd að verkefnislýsingin verði kynnt í samræmi við 1. mgr. 30 gr. og 1. mgr. 40. gr.Skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Deiliskipulag, Eyrarkot

2104037

Deiliskipulag íbúðarbyggðar og nágrennis í landi Eyrarkots. Var síðast á dagskrá 156. fundar. Skipulagsstofnun gerir ekki athugasemd að deiliksipulagið verði auglýst í B- deild
Niðurstaða:
Lagt fram

5.Nesvegur 8 og 10 - Breyting deiliskipulags

2202026

Óveruleg breyting deiliskipulags frístundabyggðar í Nesi í Flekkudal fyrir lóðirnar Nesveg 8 og 10, sem samþykkt var á fundi sveitarstjórnar 30. mars 2022, var auglýst til gildistöku í B- deild Stjórnartíðinda þann 22. apríl 2022.
Niðurstaða:
Lagt fram

6.Stapagljúfur - Breytt deiliskipulag

2102057

Óveruleg breyting á deiliskipulagi Stapagljúfurs úr landi Morastaða, sem samþykkt var á fundi sveitarstjórnar 30. mars 2022, var auglýst til gildistöku í B- deild Stjórnartíðinda þann 22. apríl 2022
Niðurstaða:
Lagt fram

7.Hjalli, L126099 - Umsókn um stofnun lóðar

2204001

Umsókn um stofnun lóðar í landi Hjalla, L126099, sem fengi nafnið Hjallabarð 7.
Niðurstaða:
Samþykkt
Samþykkt, með fyrirvara um að deiliskipulag liggi fyrir innan reits F25 Hjalli og að umsókn F-550 sé undirrituð af eiganda eða eigendum upprunafasteignar, sbr. 14. gr. laga nr. 6/2001.

8.Morastaðir, L126374 - Umsókn um stofnun lóðar

2204036

Umsókn um stofnun lóðar í landi Morastaða, L126374, sem fengi nafnið Standgil 1.
Niðurstaða:
Samþykkt
Samþykkt, með fyrirvara um að vegtenging verði frá Morastaðavegi og að umsókn F-550 sé undirrituð af eiganda eða eigendum upprunafasteignar, sbr. 14. gr. laga nr. 6/2001.
Byggingarmál:

9.Meðalfellsvegur 18, L126341 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

2204029

Umsókn um byggingarleyfi fyrir um 23,0 m² viðbygingu við frístundahús, mhl 01, skv. aðaluppdráttum dags. 10.04.2022. Stærð húss eftir breytingu verður 69,7 m².
Niðurstaða:
Samþykkt
Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemdar skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 2. Byggingarfulltrúa falið að veita byggingarheimild, þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist, sbr. 2.3.8. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012.

10.Lækjarhvammur, L230710 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

2204034

Umsókn um byggingarleyfi fyrir um 60,5 m² frístundahús, mhl 01, skv. aðaluppdráttum dags. 05.04.2022.
Niðurstaða:
Samþykkt
Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemdar skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 2. Byggingarfulltrúa falið að veita byggingarheimild, þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist, sbr. 2.3.8. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012.

11.Norðurnes 33, L126411 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

2204035

Umsókn um byggingarleyfi fyrir um 65 m² viðbyggingu við frístundahús, mhl 01, skv. aðaluppdráttum dags. 21.04.2022. Heildarstærð verður eftir stækkun 103,4 m².
Niðurstaða:
Samþykkt
Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemdar skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 2. Byggingarfulltrúa falið að veita byggingarheimild, þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist, sbr. 2.3.8. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012.

12.Hlíð 61, L126253 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

2204038

Umsókn um byggingarleyfi fyrir um 39,3 m² viðbygingu við frístundahús, mhl 01, skv. aðaluppdráttum dags. 13.03.2022. Stærð húss eftir breytingu verður 67,2 m².
Niðurstaða:
Samþykkt
Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemdar skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 2. Byggingarfulltrúa falið að veita byggingarheimild, þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist, sbr. 2.3.8. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012.

Fundi slitið - kl. 19:00.