Skipulags- og byggingarnefnd
Dagskrá
Skipulagsmál:
1.Hvammsvík, breytt deiliskipulag fyrir 30 frístundalóðir
2104036
Nýtt deiliskipulag Hvamms og Hvammsvíkur, sem samþykkt var á fundi sveitarstjórnar 7. júlí 2021, hefur verið sent til auglýsingar um gildistöku í B- deild Stjórnartíðinda og mun auglýsingin birtast þar þann 28. desember 2021.
Niðurstaða:
Lagt fram2.Deiliskipulag frístundabyggðar - Brekkur
2103068
Tillaga að deiliskipulagi í landi Brekkna hefur verið auglýst skv. 41 gr. skipulagslaga. Frestur til að skila athugasemdum var til og með 25. október sl. Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti, Náttúrufræðistofnun Vegagerðinni og Minjastofnun. Í umsögn Minjastofnunar var farið fram á að fyrirliggjandi fornleifaskrá verði uppfærð á skipulagssvæðinu, í samræmi við núgildandi staðla og reglur Minjastofnunar, sbr.reglur um skráningu jarðfastra menningarminja vegna skipulags og framkvæmda nr. 620/2019.
Nú hefur fornleifaskrá verði uppfærð á skipulagssvæðinu í samráði við Minjastofnun Íslands og skipulagsráðgjafi lagfært kaflann um minjar í skipulagstillögunni til samræmis.
Nú hefur fornleifaskrá verði uppfærð á skipulagssvæðinu í samráði við Minjastofnun Íslands og skipulagsráðgjafi lagfært kaflann um minjar í skipulagstillögunni til samræmis.
Niðurstaða:
SamþykktSkipulagsnefnd telur að brugðist hafi verið við umsögnum á fullnægjandi hátt innan uppfærðs deiliskipulags, ásamt því að fyrir liggur jákvæð umsögn Minjastofnunar.
Tillagan er óbreytt í grundvallaratriðum og þarfnast ekki auglýsingar, sbr. 4. mgr. 41. gr. skipulagslaga.
Nefndin leggur til við hreppsnefnd að samþykkja uppfærða tillögu til gildistöku eftir auglýsingu í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga og að gögn málsins verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga áður en tillagan tekur gildi með birtingu auglýsingar í B-deild stjórnartíðinda.
Tillagan er óbreytt í grundvallaratriðum og þarfnast ekki auglýsingar, sbr. 4. mgr. 41. gr. skipulagslaga.
Nefndin leggur til við hreppsnefnd að samþykkja uppfærða tillögu til gildistöku eftir auglýsingu í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga og að gögn málsins verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga áður en tillagan tekur gildi með birtingu auglýsingar í B-deild stjórnartíðinda.
3.Umsókn um stofnun lóða í landi Hvamms og Hvammsvíkur
2112023
Umsókn um stofnun lóða í samræmi við deiliskipulag í landi Hvamms og Hvammsvíkur, Langimelur 1-31.
Niðurstaða:
SamþykktSamþykkt, með fyrirvara um að umsókn sé undirrituð af eiganda eða eigendum
upprunafasteignar, sbr. 14. gr. laga nr. 6/2001.
upprunafasteignar, sbr. 14. gr. laga nr. 6/2001.
4.Fyrirspurn til skipulagsfulltrúa
2112026
Fyrirspurn frá landeiganda Hvamms og Hvammsvíkur um frekari uppbyggingu á jörðinni.
Niðurstaða:
Lagt framJákvætt tekið í erindið.
5.Nesvegur 8, L226918 - Fyrirspurn til Skipulagsfulltrúa
2008022
Óskað er eftir að breyta byggingarskilmálum deiliskipulags fyrir Nesveg 8, samkvæmt fyrirliggjandi gögnum. Gert er ráð fyrir að hæðin á húsinu verði 8,3 m frá jörðu, en frá gólffleti 7,6 m.
Niðurstaða:
SynjaðÞakhæð (mænishæð) víkur verulega frá deiliskipulagsskilmálum fyrir Nesveg.
Byggingarmál:
6.Hjarðarholtsvegur 21, L126332 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
2111049
Umsókn um byggingarleyfi fyrir 94,3 m² viðbyggingu við 43,2 m² frístundahús, skv. aðaluppdráttum dags. 20. ágúst 2020.
Niðurstaða:
SamþykktSamþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemdar skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 2.
7.Árbraut 10, L126069 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
2111002
Umsókn um byggingarleyfi fyrir 75,0 m² frístundahúsi og niðurrifi á eldra húsi, skv. aðaluppdráttum dags. 31. oktber 2021.
Áður á dagskrá 152. fundar. Leiðrétt stærð lóðar verður 1.220 m², samkvæmt þinglýstu afsali nr. 411-R-004078/2014.
Áður á dagskrá 152. fundar. Leiðrétt stærð lóðar verður 1.220 m², samkvæmt þinglýstu afsali nr. 411-R-004078/2014.
Niðurstaða:
SamþykktSamþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemdar skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 2.
8.Miðbúð 5, L209096 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
2111020
Umsókn um byggingarleyfi fyrir 47,8 m² íbúðarhúsi, mhl. 02, skv. aðaluppdráttum dags. 2. nóvember 2021. Áður á dagskrá 152. fundar.
Niðurstaða:
SamþykktSamræmist deiliskipulagi.
Önnur mál:
9.Skipulags- og byggingarmál - Ný gjaldskrá í vinnslu
2112022
Niðurstaða:
Lagt fram10.Fundargerð 103. fundar svæðisskipulagsnefndar
2112029
Niðurstaða:
Lagt framFundi slitið - kl. 18:15.