Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

151. fundur 27. október 2021 kl. 17:00 - 19:00 stóra fundarsal m. skjá
Nefndarmenn
  • Maríanna Hugrún Helgadóttir formaður
  • Elís Guðmundsson ritari
  • Þórarinn Jónsson varamaður
    Aðalmaður: Magnús Ingi Kristmannsson
Starfsmenn
  • Sigurður Hilmar Ólafsson byggingafulltrúi
  • Karl Magnús Kristjánsson oddviti
Fundargerð ritaði: Sigurður Hilmar Ólafsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Skipulagsmál:

1.Breyting á aðal- og deiliskipulagi fyrir svæði 18a í landi Valdastaða

2110045

Lögð er fram verkefnislýsing vegna fyrirhugaðra breytinga á aðalskipulagi Kjósarhrepps samkvæmt 1. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 og deiliskipulags fyrir svæði 18 í landi Valdastaða í Kjósarhreppi samkvæmt 1. mgr. 40. gr. Skipulagslaga nr.123/2010.

Fyrirhugað deiliskipulagssvæði er í landi Valdastaða, auðkennt F18a í Aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029. Deiliskipulagssvæðið afmarkast af Kjósarskarðsvegi til suðurs, landi Stekkjarflatar í vestri og Myllulæk vestan Grímsstaða / Traðarholts í austri. Norðurmörk svæðisins liggja að óbyggðu svæði og vatnsverndarsvæði í suðurhlíðum Reynivallaháls. Að undanskilinni landspildu sem auðkennd er Bollastaðir 1 er deiliskipulagssvæðið í gildandi aðalskipulagi skilgreint sem Frístundabyggð.

Ekkert deiliskipulag er í gildi. Stærð svæðis skv. yfirlitsuppdrætti fyrir Grímsstaði/Valdastaði (dags. 29.05.2021) er 76,41 ha. en í Aðalskipulagi er stærð reitsins talin 65 ha. Á deiliskipulagssvæðinu eru 4 hús.
Niðurstaða:
Samþykkt
Nefndin leggur til við Hreppsnefnd að verkefnislýsingin verði kynnt í samræmi við 1. mgr. 30 gr. og 3. mgr. 40 gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsmál

2.Deiliskipulag á neðri hluta jarðarinnar Hvítaness

2109055

Sótt er um leyfi til að vinna deiliskipulag á neðri hluta jarðarinnar Hvítaness á kostnað eiganda. Jörðin er í dag eyðijörð, skilgreind sem landbúnaðarsvæði í flokki III í aðalskipulagi. Eigandi hefur hug á að hefja skógrækt á jörðinni svo landnotkunarflokkur breytist ekki. Eigandi hyggst byggja íbúðar- og gestahús, bátaskýli, vélaskemmur og pakkhús, nær deiliskipulagsvinna til þessara bygginga og svæða umhverfis þau. Við deiliskipulagsvinnu og nýtingu jarðar verður tekið tillit til minja frá hernámsárum í samræmi við ákvæði um hverfisvernd í aðalskipulagi. Deiliskipulagshönnuðir munu kynna áformin fyrir Skipulagsnefnd í samráði við Skipulagsfulltrúa.
Lögð er fram verkefnislýsing vegna fyrirhugaðs deiliskipulags samkvæmt 1. mgr. 40. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Niðurstaða:
Samþykkt
Nefndin leggur til við Hreppsnefnd að verkefnislýsingin verði kynnt í samræmi við 3. mgr. 40 gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Deiliskipulag frístundabyggðar - Brekkur

2103068

Tillaga að deiliskipulagi í landi Brekkna hefur verið auglýst skv. 41 gr. skipulagslaga. Frestur til að skila athugasemdum var til og með 25. október sl. Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti, Náttúrufræðistofnun Vegagerðinni og Minjastofnun. Í umsögn Minjastofnunar er farið fram á að fyrirliggjandi fornleifaskrá verði uppfærð á skipulagssvæðinu, í samræmi við núgildandi staðla og reglur Minjastofnunar, sbr.reglur um skráningu jarðfastra menningarminja vegna skipulags og framkvæmda nr. 620/2019.
Skipulagsfulltrúi hefur komið umsögnunum á framfæri við skipulagsráðgjafana til efnislegrar úrvinnslu.
Niðurstaða:
Frestað
Skipulagsfulltrúa falið að hafa milligöngu um að fyrirliggjandi fornleifaskrá verði uppfærð.

4.Nýtt deiliskipulag í landi Flekkudals - Nesvegur 1, 3 og 5

2110048

Efla verkfræðistofa, fyrir hönd eigenda, óskar eftir leyfi til að deiliskipulaggja lóðirnar Flekkudalur 1, 3 og 5 í landi flekkudals og að heimilt verði að falla frá gerð lýsingar fyrir deiliskipulagsverkefnið, þ.e. allar meginforsendur liggi fyrir í aðalskipulagi, sbr. 3. mgr. 40. gr. Skipulagslaga.
Niðurstaða:
Samþykkt
Nefndin leggur til við Hreppsnefnd að samþykkja gerð deiliskipulags á lóðunum Flekkudalur 1, 3 og 5 og að heimilt verði að falla frá gerð lýsingar fyrir deiliskipulagsverkefnið, þ.e. allar meginforsendur liggi fyrir í aðalskipulagi, sbr. 3. mgr. 40. gr. Skipulagslaga.
Byggingararmál:

5.Norðurnes 17, 126395 L - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

2110032

Umsókn um byggingarleyfi fyrir 24 m² gestahúsi, mhl 02, skv. aðaluppdráttum dags.
10.10.2021.

Niðurstaða:
Samþykkt
Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemdar skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 2.

6.Stampar 7, L199320 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

2109003

Umsókn um byggingarleyfi fyrir 183,6 m², mhl 01, skv. aðaluppdráttum dags.02.04.2020. Frestað mál frá síðasta fundi. Byggingarleyfi var gefið út vegna framkvæmdarinnar þann 01.06.2017. Byggingarframkvæmdir stöðvuðust um tíma vegna brottfalls starfsábyrgðartryggingar byggingarstjóra.
Niðurstaða:
Frestað
Byggingarfulltrúa falið að ræða við umsækjanda.

7.Skálafell, lóðarafmörkun

2109061

Tillagu að lóðarafmörkun er til meðferðar hjá skipulagssviði Reykjavíkurborgar, sem liggur að
sveitarfélagsmörkum Kjósahrepps. Um er að ræða lóðarafmörkun utan um
fjarskiptamannvirkin á toppi Skálafells og er lóðin alfarið innan jarðarinnar Stardals. Áður á dagskrá síðasta fundar.
Niðurstaða:
Lagt fram

8.Fundargerð 102. fundar svæðisskipulagsnefndar

2110046

Niðurstaða:
Lagt fram

9.Borgarlína og skipulagsbreytingar milli sveitaféla

2110047

Minnisblað fagráðs SSH um borgarlínu og skipulagsbreytingar milli sveitarfélaga.
Niðurstaða:
Lagt fram

Fundi slitið - kl. 19:00.