Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

150. fundur 30. september 2021 kl. 17:00 stóra fundarsal m. skjá
Nefndarmenn
  • Þórarinn Jónsson varamaður
    Aðalmaður: Maríanna Hugrún Helgadóttir
  • Elís Guðmundsson ritari
  • Magnús Ingi Kristmannsson varaformaður
Starfsmenn
  • Sigurður Hilmar Ólafsson byggingafulltrúi
  • Karl Magnús Kristjánsson oddviti
  • Helena Ósk Óskarsdóttir aðstoðarmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Sigurður Hilmar Ólafsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Skipulagsmál

1.Deiliskipulag á neðri hluta jarðarinnar Hvítaness

2109055

Eigandi, ásamt Arkitektum frá Glámu Kím og Arkþingi mættu á fundinn og lýstu uppbyggingaráformum á svæðinu.
Niðurstaða:
Lagt fram
Nefndin þakkar góða kynningu.

2.Nesvegur 2, L227321 - Óveruleg breyting deiliskipulags

2108029

Landlínur leggja fram tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi. Um er að ræða breytingu á skipulagsskilmálum lóðarinnar við Nesveg 2, L227321 og tekur breytingin einungis til hluta liðs "Byggingarskilmálar" í greinargerð deiliskipulags, þ.e. mænishæð þakhalla og mænisstefnu.
Skipulagsuppdráttur er óbreyttur og er breytingin í samræmi við Aðalskipulag Kjósarhrepps 2017-2029.
Niðurstaða:
Samþykkt
Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemdar skv. 43. grein skipulagslaga málsgrein 2.

3.Eyjar 2, L208809 - Umsókn um stofnun lóða

2108037

Umsókn um stofnun lóða í samræmi við deilsikipulag í landi Eyja 2, Sandsárbakki 1-14.
Niðurstaða:
Samþykkt
Samþykkt, með fyrirvara um að umsókn sé undirrituð af eiganda eða eigendum
upprunafasteignar, sbr. 14. gr. laga nr. 6/2001.

4.Valdastaðir I, L126475 - Umsókn um stofnun lóða

2109037

Umsókn um stofnun lóða í landi Valdastaða 1.
Niðurstaða:
Samþykkt
Samþykkt, með fyrirvara um að umsókn sé undirrituð af eiganda eða eigendum
upprunafasteignar, sbr. 14. gr. laga nr. 6/2001.

5.Lækjarás, L219739 - Fyrirspurn um breytta skráningu lóðar.

2109025

Sótt er um að breyta lóðinni Lækjarás, L219739 úr sumarhúsalóð í íbúðarhúsalóð.
Niðurstaða:
Samþykkt
Samræmist aðalskipulagi. Samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 2. mgr. 44. gr.Skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Eyjavík 6, L198314 og 16,L125988 - Fyrirspurn um byggingu einbýlishúss.

2109019

Spurst er fyrir um hvort leyfilegt yrði að byggja íbúðarhús á lóðunum Eyjavík 6 og 16 og þá breyta lóðunum úr frístundalóðum í íbúðarhúsalóðir, skv. meðfylgjandi fyrirspurnaruppdráttum.
Niðurstaða:
Lagt fram
Jákvætt tekið í erindið.
Byggingarmál

7.Nesvegur 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

2109052

Umsókn um byggingarleyfi fyrir 38,4 m2 frístundahúsi, mhl 01, skv. aðaluppdráttum dags. 17.07.2021.
Niðurstaða:
Frestað
Frestað þar til deiliskipulag liggur fyrir.

8.Nesvegur 3, L231748 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

2109038

Umsókn um byggingarleyfi fyrir 126,0 m2 frístundahúsi, mhl 01, skv. aðaluppdráttum dags. 03.06.2021.
Niðurstaða:
Frestað
Frestað þar til deiliskipulag liggur fyrir.

9.Hjarðarholtsvegur 18, L126328 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

2109040

Umsókn um byggingarleyfi fyrir niðurrifi á 38,8 m² sumarbústað, ásamt byggingu á 97,0 m2 frístundahúsi, mhl 01, og 14,7 m² gestahúsi mhl. 02, skv. aðaluppdráttum dags. 15.09.2021. Stærð lóðar 1.600 m². Nýtingarhlutfall á lóð yrði samtals 0,0698.
Niðurstaða:
Samþykkt
Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemdar skv. 44. grein
skipulagslaga málsgrein 2.

10.Stampar 5, L199318 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

2109031

Umsókn um byggingarleyfi fyrir 159,7 m² frístundahúsi, mhl 01, skv. aðaluppdráttum dags. 17.09.2021.
Niðurstaða:
Samþykkt
Byggingaráform samþykkt.

11.Stampar 7, L199320 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

2109003

Umsókn um byggingarleyfi fyrir 183,6 m² frístundahúsi, mhl 01, skv. aðaluppdráttum dags. 02.04.2021.
Niðurstaða:
Frestað
Byggingarfulltrúa falið að ræða við umsækjanda.
Byggingarmál

12.Dælisárvegur 16, L126300 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

2108060

Umsókn um byggingarleyfi fyrir 40,0 m² bílgeymslu, mhl 02, skv. aðaluppdráttum dags. 30.08.2021. Stærð lóðar 3.800 m². Fyrir er á lóðinni 119 m² sumarbústaðaur. Nýtingarhlutfall á lóð yrði samtals 0,0418.
Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemdar skv. 44. grein
skipulagslaga málsgrein 2.

13.Ný lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana

2109060

Skipulagsstofnun vekur athygli á nýjum lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana sem tóku gildi þann 1. september síðastliðinn. Nánari upplýsingar má nálgast á vef Skipulagsstofnunar, skipulag.is.
Niðurstaða:
Lagt fram

14.Skálafell, lóðarafmörkun

2109061

Tillagu að lóðarafmörkun er til meðferðar hjá skipulagssviði Reykjavíkurborgar, sem liggur að sveitarfélagsmörkum Kjósahrepps. Um er að ræða lóðarafmörkun utan um fjarskiptamannvirkin á toppi Skálafells og er lóðin alfarið innan jarðarinnar Stardals.
Niðurstaða:
Lagt fram
Nefndin gerir ekki athugasemdir.

Fundi slitið.