Skipulags- og byggingarnefnd
Dagskrá
Skipulagsmál
1.Breyting á aðalskipulagi í landi Eyrarkots
2103069
Tillaga á breytingu Aðalskipulags Kjósarhrepps 2017-2029, hefur verið auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga. Frestur til að skila athugasemdum var til og með 31. maí sl. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Veðurstofunni, Heilbrigðiseftirliti, Minjastofnun og Hvalfjarðarsveit. Einnig barst erindi frá eigendum Álfagarðs varðandi forkaupsrétt. Höfundar skipulagsins hafa fengið umsagnir sendar og hefur verið brugðist við þeim.
Óskað var eftir lausn úr landbúnaðarnotkun til Landbúnaðarráðuneytisins, með bréfi skipulagsfulltrúa dags. 12. maí 2021. Ekki hefur borist svar við því.
Óskað var eftir lausn úr landbúnaðarnotkun til Landbúnaðarráðuneytisins, með bréfi skipulagsfulltrúa dags. 12. maí 2021. Ekki hefur borist svar við því.
Niðurstaða:
SamþykktSkipulagsnefnd telur að brugðist hafi verið við umsögnum á fullnægjandi hátt innan uppfærðs aðalskipulags. Tillagan er óbreytt í grundvallaratriðum og þarfnast ekki auglýsingar, sbr. 1. mgr. 32. gr. Nefndin leggur til við hreppsnefnd að samþykkja breytta tillögu til gildistöku eftir auglýsingu í samræmi við 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga og að gögn málsins verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 32. gr. skipulagslaga áður en tillagan tekur gildi með birtingu auglýsingar í B-deild stjórnartíðinda. Með vísan til umburðarbréfs Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins, dags. 28.05.2021, um breytingar á jarðalögum, þá vísar nefndin málinu til hreppsnefndar.
2.Óveruleg breyting aðalskipulags, Brekkur
2107001
Landlínur, fyrir hönd eigenda, leggja fram tillögu að óverulegri breytingu Aðalskipulags Kjósarhrepps 2017-2029, sbr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem breyta á afmörkun landnotkunarreits frístundabyggðar F15c, skógræktar- og landgræðslusvæðis SL2 og landbúnaðarsvæðis, í landi möðruvalla 1.
Um er að ræða leiðréttingu á afmörkun frístundabyggðarinnar, þar sem afmörkun hennar var ekki breytt til samræmis við stofnaðar frístundalóðir við endurskoðun Aðalskipulags Kjósarhrepps 2017-2029, en lóðirnar voru stofnaðar í kringum 2006. Breytingin hefur ekki veruleg áhrif á landnotkun eða er líkleg til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila, eða hafa áhrif á stór svæði. Núverandi frístundabyggð er um 9 ha, en stækkar um 1,5 ha og verður í heild sinni 10,5 ha að stærð. Núverandi skógræktar- og landgræðslusvæði er um 34 ha, en minnkar um 4 ha og verður 30 ha. Samhliða staðfestingu óverulegrar breytingar aðalskipulags í landi Möðruvalla 1, verður deiliskipulag frístundabyggðar Brekkna samþykkt.
Um er að ræða leiðréttingu á afmörkun frístundabyggðarinnar, þar sem afmörkun hennar var ekki breytt til samræmis við stofnaðar frístundalóðir við endurskoðun Aðalskipulags Kjósarhrepps 2017-2029, en lóðirnar voru stofnaðar í kringum 2006. Breytingin hefur ekki veruleg áhrif á landnotkun eða er líkleg til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila, eða hafa áhrif á stór svæði. Núverandi frístundabyggð er um 9 ha, en stækkar um 1,5 ha og verður í heild sinni 10,5 ha að stærð. Núverandi skógræktar- og landgræðslusvæði er um 34 ha, en minnkar um 4 ha og verður 30 ha. Samhliða staðfestingu óverulegrar breytingar aðalskipulags í landi Möðruvalla 1, verður deiliskipulag frístundabyggðar Brekkna samþykkt.
Niðurstaða:
SamþykktNefndin telur að breytingin sé óveruleg og hafi ekki í för með sér mikil áhrif á einstaka aðila eða hafa áhrif á stór svæði. Nefndin leggur til við hreppsnefnd að auglýsa óverulega breytingu aðalskipulags í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, að tillagan verði send til staðfestingar hjá Skipulagsstofnun og auglýsing birt í B-deild Stjórnartíðinda.
3.Óveruleg breyting á aðalskipulagi Kjósarhrepps - Álfagarður
2104048
Eigendur Álfagarðs óska eftir að gerð verði óveruleg breyting á Aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029, skv. 36 gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þannig að landnotkun á landareign þeirra, sem er um 7,9 ha, verði breytt úr landbúnaðarlandi í íbúabyggð. Erindinu fylgir uppdráttur sem sýnir tillögu að breytingu.
Niðurstaða:
SamþykktNefndin telur að breytingin sé óveruleg og hafi ekki í för með sér mikil áhrif á einstaka aðila eða hafa áhrif á stór svæði. Nefndin leggur til við hreppsnefnd að auglýsa óverulega breytingu aðalskipulags í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, að tillagan verði send til staðfestingar hjá Skipulagsstofnun og auglýsing birt í B-deild Stjórnartíðinda. Með vísan til umburðarbréfs Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins, dags. 28.05.2021, um breytingar á jarðalögum, þá vísar nefndin málinu til hreppsnefndar.
4.Deiliskipulag, Eyrarkot
2104037
Tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir íbúabyggð og nágrennis, dags. 26.04.2021, í landi Eyrarkots. hefur verið auglýst skv. 41 gr. skipulagslaga. Frestur til að skila athugasemdum var til og með 25. júní sl. Umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun, Vegagerðinni, Heilbrigðiseftirliti, Minjastofnun, Náttúrufræðistofnun. Ein athugasemd barst vegna vegtengingar.
Höfundar skipulagsins hafa fengið umsagnir og athugasemd sendar til úrvinnslu.
Samkvæmt umsögn Minjastofnunar er farið fram á að fyrirliggjandi fornleifaskrá verði uppfærð og gerð verði svokölluð deiliskráning.
Óskað var eftir undanþágu umhverfis- og auðlindaráðherra frá d. lið gr. 5.3.2.5 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013, er varðar fjarlægð bygginga frá stofnvegi á svæði (ÍB9b), með bréfi skipulagsfulltrúa dags. 1. júí 2021. Ekki hefur borist svar við því.
Höfundar skipulagsins hafa fengið umsagnir og athugasemd sendar til úrvinnslu.
Samkvæmt umsögn Minjastofnunar er farið fram á að fyrirliggjandi fornleifaskrá verði uppfærð og gerð verði svokölluð deiliskráning.
Óskað var eftir undanþágu umhverfis- og auðlindaráðherra frá d. lið gr. 5.3.2.5 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013, er varðar fjarlægð bygginga frá stofnvegi á svæði (ÍB9b), með bréfi skipulagsfulltrúa dags. 1. júí 2021. Ekki hefur borist svar við því.
Niðurstaða:
FrestaðMáli frestað þar sem deiliskráning fornleifa og undanþága umhverfis- og auðlindaráðherra frá d lið gr. 5.3.2.5 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 liggur ekki fyrir.
5.Deiliskipulag frístundabyggðar - Brekkur
2103068
Landlínur, fyrir hönd eigenda, leggja fram tillögu deiliskipulags í landi Brekkna. Deiliskipulag frístundabyggðar Brekkna í landi Möðruvalla 1 í Kjósarhreppi tekur til 11 ha svæðis. Innan svæðisins verða skilgreindar tíu frístundalóðir, uppbygging er hafin á sex lóðum, Brekkum 3, 4, 8, 9 og Möðruvöllum 13 og 14. Lóðirnar eru nú þegar stofnaðar úr landi Möðruvalla 1, sem er í eigu Kjósarhrepps. Skipulagsvæðið hallar til norð-austurs og er við rætur Möðrudalsháls. Aðkoma að lóðum er um veginn Brekkur sem tengist Meðalfellsveg (461). Skipulagssvæðið afmarkast í suðri, norðri og vestri af Möðruvöllum 1. Í norð/austri afmarkast svæðið af lóð sem heitir Möðruvellir Hitaveita og í austri af lóð sem heitir Hæðarskarð.
Deiliskipulag frístundabyggðar Möðruvellir 1 var samþykkt í hreppsnefnd árið 2006, en það öðlaðist ekki gildi þar sem það láðist að auglýsa gildistöku þess í B- deild Stjórnartíðinda. Markmið skipulagsins er að skapa ramma utanum heildstæða frístundabyggð, þannig að heildar yfirbragð byggðar verði gott og fyrirhuguð uppbygging falli vel að þeirri byggð sem fyrir er.
Fyrir liggur staðbundið ofanflóðahættumat frá Veðurstofu Íslands, dags. 11.06.2021. Niðurstaða matsins er í stórum dráttum eftirfarandi:
"Að áhættan á byggingareitunum er talin ásættanleg fyrir frístundahús, þ.e. að staðaráhætta er minni en 5 af 10000 ári, en C-lína hættumats er miðuð við staðaráhættuna 3 af 10000 ár ári. Þó væri ekki ráðlegt að reisa hús mikið nær farvegunum úr Stóragili en nú er vegna aur og vatnsflóðahættu. Mest er aurflóðahættan á reit 9 en einnig þyrfti að huga að þessu á reit 4. Einnig ætti ekki að reisa hús austast á byggingareit Möðruvalla 14, í vatnsfarveginum sem þar er. Ekki er víst að allir byggingareitirnir myndu standast hættumat fyrir íbúðahús enda strangari kröfur gerðar til slíkra bygginga. Þannig mætti ekki breyta frístundahúsunum í íbúðarhús eða reisa íbúðarhús á skipulagssvæðinu án þess að frekara mat yrði gert sem miðaði við þær forsendur".
Deiliskipulag frístundabyggðar Möðruvellir 1 var samþykkt í hreppsnefnd árið 2006, en það öðlaðist ekki gildi þar sem það láðist að auglýsa gildistöku þess í B- deild Stjórnartíðinda. Markmið skipulagsins er að skapa ramma utanum heildstæða frístundabyggð, þannig að heildar yfirbragð byggðar verði gott og fyrirhuguð uppbygging falli vel að þeirri byggð sem fyrir er.
Fyrir liggur staðbundið ofanflóðahættumat frá Veðurstofu Íslands, dags. 11.06.2021. Niðurstaða matsins er í stórum dráttum eftirfarandi:
"Að áhættan á byggingareitunum er talin ásættanleg fyrir frístundahús, þ.e. að staðaráhætta er minni en 5 af 10000 ári, en C-lína hættumats er miðuð við staðaráhættuna 3 af 10000 ár ári. Þó væri ekki ráðlegt að reisa hús mikið nær farvegunum úr Stóragili en nú er vegna aur og vatnsflóðahættu. Mest er aurflóðahættan á reit 9 en einnig þyrfti að huga að þessu á reit 4. Einnig ætti ekki að reisa hús austast á byggingareit Möðruvalla 14, í vatnsfarveginum sem þar er. Ekki er víst að allir byggingareitirnir myndu standast hættumat fyrir íbúðahús enda strangari kröfur gerðar til slíkra bygginga. Þannig mætti ekki breyta frístundahúsunum í íbúðarhús eða reisa íbúðarhús á skipulagssvæðinu án þess að frekara mat yrði gert sem miðaði við þær forsendur".
Niðurstaða:
SamþykktNefndin leggur til að hreppsnefnd samþykki að auglýsa deiliskipulagstillöguna dags. 25.06.2021, í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og telur að heimilt sé að falla frá gerð lýsingar skipulagsverkefnisins sbr. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga, enda liggi allar megin forsendur deiliskipulagstillögunar fyrir í aðalskipulagi og í áður samþykktu skipulagi sem öðlaðist ekki gildi.
6.Hvammsvík, breytt deiliskipulag fyrir 30 frístundalóðir
2104036
Tillaga að breyttu deiliskipulagi Hvamms og Hvammsvíkur hefur verið auglýst skv. 41 gr. skipulagslaga. Frestur til að skila athugasemdum var til og með 25. júní sl. Umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti, Minjastofnun og Náttúrufræðistofnun. Ein athugasemd barst vegna uppbyggingar á svæðinu.
Skipulagsfulltrúi kom umsögnunum og athugasemd á framfæri við skipulagsráðgjafana til efnislegrar úrvinnslu. Til afgreiðslu er breyttur uppdráttur í samræmi við framkomnar umsagnir. Þó liggur fyrir liggur að uppfæra þarf kaflann um minjar í samráði við Minjastofnun.
Skipulagsfulltrúi kom umsögnunum og athugasemd á framfæri við skipulagsráðgjafana til efnislegrar úrvinnslu. Til afgreiðslu er breyttur uppdráttur í samræmi við framkomnar umsagnir. Þó liggur fyrir liggur að uppfæra þarf kaflann um minjar í samráði við Minjastofnun.
Niðurstaða:
SamþykktSkipulagsnefnd telur að brugðist hafi verið við umsögnum á fullnægjandi hátt innan uppfærðs deiliskipulags. Þó með þeim fyrirvara að eftir er að uppfæra kafla um minjar og að jákvæð umsögn Minjastofnunar liggi fyrir.
Tillagan er óbreytt í grundvallaratriðum og þarfnast ekki auglýsingar, sbr. 4. mgr. 41. gr. Nefndin leggur til við hreppsnefnd að samþykkja breytta tillögu til gildistöku eftir auglýsingu í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga og að gögn málsins verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga áður en tillagan tekur gildi með birtingu auglýsingar í B-deild stjórnartíðinda.
Tillagan er óbreytt í grundvallaratriðum og þarfnast ekki auglýsingar, sbr. 4. mgr. 41. gr. Nefndin leggur til við hreppsnefnd að samþykkja breytta tillögu til gildistöku eftir auglýsingu í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga og að gögn málsins verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga áður en tillagan tekur gildi með birtingu auglýsingar í B-deild stjórnartíðinda.
7.Afmörkun Þúfukots - L126494
2106056
Óskað er eftir að afmörkun verði þannig að innri mörk 25 ha spildu verði afmáð og Þúfukot L126494 verði sýnd sem ein heildareign skv. meðfylgjandi gögnum.
Niðurstaða:
FrestaðSkipulagsfulltrúa falið að vinna að tillögu að afgreiðslu fyrir næst fund.
8.Stofnun lóðar - Bær, L125953
2106058
Sótt er um stofnun lóðar úr landi Bæjar, er fengi nafnið Grásteinn.
Niðurstaða:
SamþykktSamþykkt, með fyrirvara um að umsókn sé undirrituð af eiganda eða eigendum upprunafasteignar, sbr. 14. gr. laga nr. 6/2001 og að fyrir liggi hnitsettur uppdráttur, undirritaður af byggingarfulltrúa.
9.Stofnun lóðar - Gylfaflöt, L220250
2106059
Sótt er um stækkun lóðarinnar Gylfaflöt L220250, um 2.675 m², úr 2.500 m² í 5.175 m².
Niðurstaða:
SamþykktSamþykkt, með fyrirvara um að umsókn sé undirrituð af eiganda eða eigendum upprunafasteignar, sbr. 14. gr. laga nr. 6/2001 og að fyrir liggi hnitsettur uppdráttur, undirritaður af byggingarfulltrúa.
10.Stampar 20, L199333 og Stampar 22, L199335 - Umsókn um breytingu á skráningu lóðar
2106055
Óska er eftir breytingu á skráningum lóðanna Stampar 20 og 22. Breytingin felst í því að afskrá þær sem sumarhúsalóðir og skrá sem íbúðarlóðir.
Niðurstaða:
SynjaðErindi hafnað. Samræmist hvorki aðalskipulagi né deiliskipulagi.
Byggingarmál
11.Árbraut 20, L126078 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
2106038
Umsókn um byggingarleyfi fyrir 124,0 m2 frístundahúsi, mhl 01, skv. aðaluppdráttum dags. apríl 2021. Stærð lóðar 1.770 m².
Niðurstaða:
SamþykktByggingaráform samþykkt, með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemdar skv. 44. gr. skipulagslaga málsgrein 2.
12.Flekkudalsvegur 21A, L222364 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
2105004
Umsókn um byggingarleyfi fyrir 70,0 m2 frístundahúsi, mhl. 01, samkvæmt aðaluppdráttum dags. 28.04.2021.
Niðurstaða:
FrestaðGrenndarkynning hefur farið fram. Athugasemd barst. Nefndin óskar eftir umsögnum frá opinberum aðilum, s.s. heilbrigðiseftirliti, Vegagerðinni, Náttúrufræðistofnun og Umhverfisstofnun, Byggingarfulltrúa falið að ræða við umsækjanda.
13.Hlíð 68, L126285 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
2106033
Umsókn um byggingarleyfi fyrir 113,0 m2 frístundahúsi, mhl. 01, samkvæmt aðaluppdráttum dags. 06.06.2021.
Niðurstaða:
SamþykktByggingaráform samþykkt, með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemdar skv. 44. gr. skipulagslaga málsgrein 2.
14.Hlíð 70, L126286 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
2106034
Umsókn um byggingarleyfi fyrir 113,0 m2 frístundahúsi, mhl. 01, samkvæmt aðaluppdráttum dags. 06.06.2021.
Niðurstaða:
SamþykktByggingaráform samþykkt, með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemdar skv. 44. gr. skipulagslaga málsgrein 2.
15.Norðurnes 8, L126386 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
2106020
Umsókn um byggingarleyfi fyrir 87,1 m2 stækkun frístundahúss, mhl. 01, samkvæmt aðaluppdráttum dags. 08.06.2021. Heildar stærð eftir stækkun verður 145,5 m².
Niðurstaða:
SamþykktByggingaráform samþykkt, með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemdar skv. 44. gr. skipulagslaga málsgrein 2.
16.Þúfukot 4 - Nýja kot, L213977 - Breytt nýting húss
2106047
Óskað er eftir samþykkt þegar unninna breytinga, skv. aðaluppdráttum dags. júní 2021. Um er að ræða smávægilegar viðbótarbreytingar (útihurðir) og ósk um skráningu húss sem einbýlishúss.
Niðurstaða:
SamþykktNefndin samþykkir að frístundahúsið á lóðinn Þúfukot 4 sé skráð sem íbúðarhús og byggingarfulltrúa falið að skrá það sem slíkt.
Önnur mál
17.Norðurnes 56, L126434 - Fyrirspurn til byggingarfulltrúa
2106041
Fyrirspurn um hvort leyft yrði að byggja 36-38 m² gestahús á lóðinni Norðurnes 56, L126434, skv. meðfylgjandi afstöðumyndum.
Niðurstaða:
Erindi svaraðJákvætt tekið í erindið.
18.Árnes,L126139 - Fyrirspurn til byggingarfulltrúa
2105073
Fyrirspurn um hvort leyft yrði að byggja 75 m² gestahús á lóðinni Árnes L126139, skv. meðfylgjandi afstöðumynd, dags. 28. maí 2021.
Niðurstaða:
Erindi svaraðJákvætt tekið í erindið.
Önnur mál
19.Afrit af framkvæmda- og byggingarleyfum
2107004
Niðurstaða:
Lagt framLagt fram.
20.Umburðarbréf vegna breytinga á jarðalögum nr. 81-2004
2107005
Niðurstaða:
Lagt framLagt fram.
21.Fundargerð 101. fundar svæðisskipulagsnefndar
2107006
Niðurstaða:
Lagt framLagt fram.
Fundi slitið - kl. 19:30.