Skipulags- og byggingarnefnd
Dagskrá
Skipulagsmál
1.Breyting á aðalskipulagi í landi Eyrarkots
2103069
Breyting á aðalskipulagi er í lögboðnu auglýsingaferli, sem lýkur 31. maí 2021. Óskað hefur verið eftir lausn úr landbúnaðarnotkun til Landbúnaðarráðuneytisins, með bréfi skipulagsfulltrúa dags. 12. maí 2021.
Niðurstaða:
Lagt fram2.Deiliskipulag, Eyrarkot
2104037
Samhliða aðalskipulagsbreytingu er deilskipulagstillagan í lögboðnu auglýsingaferli, sem lýkur 24. júní 2021. Óska þarf eftir undanþágu umhverfis- og auðlindaráðherra frá d. lið gr. 5.3.2.5 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 er varðar fjarlægð bygginga frá stofnvegi á svæði (ÍB9b), en í ofangreindri grein skipulagsreglugerðar stendur að utan þéttbýlis skuli ekki staðsetja íbúðir eða frístundahús nær stofn- og tengivegum en 100 m og ekki nær öðrum þjóðvegum eða almennum vegum en 50 m eins og þeir eru skilgreindir í aðalskipulagi.
Niðurstaða:
Lagt fram3.Vatnsbakkavegur 9 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
2104044
L228625 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir 149,9 m2 frístundahúsi, mhl 01, skv. aðaluppdráttum dags. 02.05.2021
Niðurstaða:
SamþykktByggingaráform samþykkt, með fyrirvara um að jákvæða niðurstöðu staðbundins hættumats.
4.Sandslundur 28A - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
2105057
L217636 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir 93,7 m2 frístundarhúsi, mhl. 01, samkvæmt aðaluppdráttum dags. 21.05.2021.
Niðurstaða:
SamþykktByggingaráform samþykkt, með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemdar skv. 44. gr. skipulagslaga, málsgrein 2.
5.Dælisárvegur 7 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
2105033
L126177 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir 38,7 m2 stækkun frístundahúss, mhl. 01, skv. aðaluppdráttum dags. 01.03.2021 Heildarstærð verður eftir stækkun 98,4 m2.
Niðurstaða:
SamþykktByggingaráform samþykkt, með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemdar skv. 44. gr. skipulagslaga, málsgrein 2.
6.Hlíðarás - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
2105059
L126103 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi og gestahúsi, samtals 182,3 m2, samkvæmt aðaluppdráttum dags. 24.05.2021.
Niðurstaða:
SamþykktByggingaráform samþykkt.
7.Dælisárvegur 16 - Fyrirspurn
2105041
L126300 - Fyrirspurn um hvort heimilt sé að byggja 40 m2 geymslu/skúr úr timbri. Klætt verði með sama efni og frístundahúsið sem fyrir er á lóðinni og í stíl sem fellur vel að umhverfinu. Meðfylgjandi er loftmynd sem sýnir fyrirhugaða staðsetningu á lóðinni. Lítil geymsla sem er fyrir framan fyrirhugaða staðsetningu yrði fjarlægð ef af framkvæmdinni verður.
Niðurstaða:
Lagt framJákvætt tekið í erindið.
Önnur mál
8.Landgræðsluáætlun 2021-2031 og umhverfismat áætlunarinnar
2105047
Landgræðslan, fyrir hönd verkefnisstjórnar landgræðsluáætlunar, óskar eftir umsögnum um drög að landgræðsluáætlun 2021-2031 og um drög að umhverfismati áætlunarinnar.
Drög áætlunarinnar og umhverfismatsins liggja fyrir á vefsíðu Landgræðslunnar (sjá: https://landgraedsluaaetlun.land.is/ ). Frestur til að skila inn umsögnum er til 14. júní næstkomandi.
Meginmarkmið landgræðsluáætlunar lúta að vernd og endurheimt vistkerfa, vernd kolefnisríks jarðvegs, samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda frá landi og bindingu kolefnis í jarðvegi og gróðri samhliða því að efla líffræðilega fjölbreytni. Áætlunin setur fram sýn um hvað leggja skal til grundvallar fyrir landgræðslustarfið. Jafnframt er fjallað um hvernig má auka þanþol og viðnámsþrótt vistkerfa og nýta land á sjálfbæran hátt, í takt við vistgetu þess.
Drög áætlunarinnar og umhverfismatsins liggja fyrir á vefsíðu Landgræðslunnar (sjá: https://landgraedsluaaetlun.land.is/ ). Frestur til að skila inn umsögnum er til 14. júní næstkomandi.
Meginmarkmið landgræðsluáætlunar lúta að vernd og endurheimt vistkerfa, vernd kolefnisríks jarðvegs, samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda frá landi og bindingu kolefnis í jarðvegi og gróðri samhliða því að efla líffræðilega fjölbreytni. Áætlunin setur fram sýn um hvað leggja skal til grundvallar fyrir landgræðslustarfið. Jafnframt er fjallað um hvernig má auka þanþol og viðnámsþrótt vistkerfa og nýta land á sjálfbæran hátt, í takt við vistgetu þess.
Niðurstaða:
Lagt framFundi slitið - kl. 18:00.