Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

146. fundur 28. apríl 2021 kl. 17:00 - 19:00 stóra fundarsal m. skjá
Nefndarmenn
  • Davíð Örn Guðmundsson varamaður
    Aðalmaður: Maríanna Hugrún Helgadóttir
  • Elís Guðmundsson ritari
  • Þórarinn Jónsson varamaður
    Aðalmaður: Magnús Ingi Kristmannsson
Starfsmenn
  • Sigurður Hilmar Ólafsson byggingafulltrúi
  • Karl Magnús Kristjánsson oddviti
Fundargerð ritaði: Sigurður Hilmar Ólafsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Skipulagsmál

1.Hvammsvík, breytt deiliskipulag fyrir 30 frístundalóðir

2104036

Lögð fram tillaga frá Landmótun að breytingu á deiliskipulagi Hvamms og Hvammsvíkur, dags. 18.03.2021, sem samþykkt var þann 28. ágúst 2000. Breytingasvæðið nær yfir um 20 ha svæði í landi Hvammsvíkur í Hvalfirði. Fyrirhugað er að skilgreina 30 frístundalóðir og einnig eru gerðar minniháttar breytingar á gönguleiðum á svæðinu.
Niðurstaða:
Samþykkt
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að hreppsnefnd samþykki að auglýsa deiliskipulagstillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og telur að heimilt sé að falla frá gerð lýsingar skipulagsverkefnisins sbr. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga, enda liggi allar megin forsendur deiliskipulagstillögunar fyrir í aðalskipulagi.

2.Deiliskipulag, Eyrarkot

2104037

Landlínur leggja fram tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir íbúabyggð og nágrennis, dags. 26.04.2021, í landi Eyrarkots. Deiliskipulagið er unnið í samræmi við breytingu aðalskipulags á svæðinu, sem nú er í auglýsingu.
Deiliskipulag íbúðarbyggðar og nágrennis í landi Eyrarkots í Kjósarhreppi tekur til 20 ha svæðis. Innan svæðisins eru skilgreindar sex íbúðarlóðir, landbúnaðarsvæði þar sem stundað er æðavarp, lóð fyrir smábátahöfn og tvær verslunar- og þjónustulóðir, þ.e. fræðslu- og fuglaskoðunarskála. Uppbygging er hafin á einni íbúðarlóð, þ.e. Snorravík. Skipulagsvæðið hallar til norðurs og er við Hvalfjörð. Aðkoma að íbúðarlóðum er um veginn Blómsturvelli sem tengist Hvalfjarðarvegi (47). Aðkoma að verslun- og þjónustulóðunum verður um nýjan veg Hestaþingshóll sem tengist Hvalfjarðarvegi (47). Skipulagssvæðið afmarkast í suðri af Hvalfjarðarvegi, í austri af Bolaklettavegi (4898), norðri af Hvalfirði og vestri af jarðamörkum Eyrar.
Niðurstaða:
Samþykkt
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að hreppsnefnd samþykki að auglýsa deiliskipulagstillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og telur að heimilt sé að falla frá gerð lýsingar skipulagsverkefnisins sbr. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga, enda liggi allar megin forsendur deiliskipulagstillögunar fyrir í aðalskipulagi.

3.Framkvæmdaleyfisumsókn, malar- og efnisnáma E6a

2104035

Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku úr malarnámu merkt E6a í aðalskipulagi.
Um er að ræða 1.000 m³, sem ætlunin er að nýta til að bera í malarslóða á vegum sveitarfélagsins. Efnistakan færi fram fyrir lok maí og að verkinu verði lokið 2021.
Niðurstaða:
Samþykkt
Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 hefur sveitarfélagið Kjósarhreppur farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila. Niðurstaða er að heiti framkvæmdar sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Framkvæmdin er í samræmi við gildandi skipulagsáætlanir, sbr. 10. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja umsóknina og fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi.

4.Álfagarður, fyrirspurn vegna breytingu á aðalsk.

2104048

Fyrirspurn frá landeiganda varðandi möguleika á breyttri landnotkun á landareigninni Álfagarður. Þ.e. hvort heimilt yrði að breyta landnotkun í íbúabyggð, líkt og nú er verið að gera á svæðum ÍB9A og ÍB9B.
Niðurstaða:
Vísað til nefndar
Nefndin tekur ekki illa í erindið, en vísar að öðru leiti til hreppsnefndar.

5.Skráning nýrra landeigna

2104057

Umsókn um stofnun lóða ? Flekkudalur, L126038Óskað er eftir stofnun tveggja lóða á í landi Flekkudals, er fengju nafnið Nesvegur 3 og Nesvegur 5.
Niðurstaða:
Samþykkt
Samþykkt, með fyrirvara um að umsókn sé undirrituð af eiganda eða eigendum upprunafasteignar, sbr. 14. gr. laga nr. 6/2001.
Byggingarmál

6.Hlíð 41 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

2104046

Umsókn um byggingarleyfi fyrir 141,0 m2 frístundahúsi, skv. meðfylgjandi aðaluppdráttum. Fyrir er á lóðinni 19,2 m² geymsla, mhl. 0. Nýtingarhlutfall á lóð yrði samtals 0,030.
Niðurstaða:
Samþykkt
Byggingaráform samþykkt, með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemdar skv. 44. gr. skipulagslaga málsgrein 2.

7.Umsókn um byggingarleyfi

2010076

Hamrar 4, L16226. Umsókn um byggingarleyfi fyrir 173,8 m2 frístundahúsi, skv. meðfylgjandi aðaluppdráttum. Nýtingarhlutfall á lóð yrði samtals 0,035.
Niðurstaða:
Samþykkt
Byggingaráform samþykkt, með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemdar skv. 44. gr. skipulagslaga málsgrein 2.

Fundi slitið - kl. 19:00.