Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

145. fundur 25. mars 2021 kl. 17:00 - 18:30 stóra fundarsal m. skjá
Nefndarmenn
  • Elís Guðmundsson ritari
  • Magnús Ingi Kristmannsson formaður
  • Þórarinn Jónsson varamaður
    Aðalmaður: Maríanna Hugrún Helgadóttir
Starfsmenn
  • Sigurður Hilmar Ólafsson byggingafulltrúi
  • Regína Hansen Guðbjörnsdóttir
Fundargerð ritaði: Sigurður Hilmar Ólafsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Skipulagsmál

1.Deiliskipulag frístundabyggðar - Brekkur

2103068

Landlínur, fyrir hönd eigenda, leggja fram drög að tillögu deiliskipulags ásamt óverulegri breytingu aðalskipulags í landi Brekkna fyrir lóðinar Brekkur 1-6. Deiliskipulag frístundabyggðar Brekkna í landi Möðruvalla 1 í Kjósarhreppi tekur til 4,8 ha svæðis. Innan svæðisins verða skilgreindar sex frístundalóðir, uppbygging er hafin á tveimur lóðum, Brekkur 3 og 4. Allar lóðirnar eru nú þegar stofnaðar úr landi Möðruvalla 1, sem er í eigu Kjósarhrepps. Skipulagsvæðið hallar til norð-austurs og er við rætur Möðrudalshálsa. Aðkoma að lóðum er um veginn Brekkur sem tengist Meðalfellsveg (461). Skipulagssvæðið afmarkast í suðri, norðri og vestri af Möðruvöllum 1 , en í vestri afmarkast svæðið einnig af frístundalóðunum Brekkum 8 og 9. Í austri afmarkast svæðið af Möðruvöllum 13 og lóðinni Möðruvöllum Hitaveita.
Skipulagsfulltrúi kynnti drög að tillögum.

2.Framkvæmdaleyfi

2103020

Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku og vegagerð í frístundabyggð við Sandsá í landi Eyja 2, í Kjósarhreppi, dags. 2. febrúar 2021. Þ.e. fyrir frístundabyggðirnar í Eyjabakka og Sandsárbakka, skv. meðfylgjandi gögnum. Fyrir liggur umsögn Hafrannsóknarstofnunar og leyfi frá Fiskistofu.
Framkvæmdin er í samræmi við gildandi skipulagsáætlanir, sbr. 10. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012, en í gildi er deiliskipulag af svæðinu. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja umsóknina og fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi.

3.Breyting á aðalskipulagi í landi Eyrarkots

2103069

Lögð fram tillaga, dags. 19.03.2021, á breytingu á Aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029, er varðar landnotkun í landi Eyrarkots. Lýsingin hefur verið auglýst skv. 1. mgr. 30 gr. skipulagslaga. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Vegagerðinni og Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis og hefur verið brugðist við þeim.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að auglýsa aðalskipulagsbreytinguna í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Fyrirspurn til skipulagsfulltrúa

2103021

Hálsendi 9, L126098 - Fyrirspurn ? Fyrirspurn vegna byggingar matshluta 02 á lóðinni. Þ.e. hvort leyft yrði að hafa þak einhalla, um 5, en í deiliskipulagi er talað um að „æskilegan halla 35°-45°.
Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemdar skv. 44. grein skipulagslaga málsgrein 2.

5.Umsókn um stofnun lóðar - Hrísakot, L126104

2103070

Landgræðslusjóður óskar eftir stofnun lóðar (landsspildu) á þegar byggðu landi í landi Hrísakots, er fengi nafnið Hrísakot 2.
Samþykkt, með fyrirvara um að umsókn sé undirrituð af eiganda eða eigendum upprunafasteignar, sbr. 14. gr. laga nr. 6/2001 og að fyrir liggi samþykki að vegtengingu fyrir lóðina.

6.Fyrirspurn til byggingarfulltrúa

2102057

Fyrirspurn um deiliskipulagsbreytingu vegna byggingar á u.þ.b 400,0 m2 gróðurhúsi. skv. myndum í tölvupósti dags. 18.03.2021.
Jákvætt tekið í erindið.

7.Stofunun frístundalóða í landi Þúfukots

2103022

Umsókn um stofnun lóða ? Þúfukot, L1126494
Óskað er eftir stofnun átta* lóða á deiliskipulagi í landi Þúfukots, er fengju nafnið Kot 1-8.

*Misritað var að sótt væri um stofnun sjö lóða í landi Þúfukots, L1126494. Hið rétta er að sótt var um að stofna átta lóðir.SHÓ
Samþykkt, með fyrirvara um að umsókn sé undirrituð af eiganda eða eigendum upprunafasteignar, sbr. 14. gr. laga nr. 6/2001.

8.SSH Fundargerð nr. 99 svæðisskipulagsnefndar

2103041

Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins
Fundargerð 99. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins, dags. 5. mars 2021.
Niðurstaða:
Lagt fram
Byggingarmál

9.Umsókn um byggingarleyfi

1909001

Hamrar 5, L126227 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir 71,9 m² frístundahúsi ásamt 83,8 m² kjallara. Samtals 155,7 m². Ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið.
Byggingaráform samþykkt, með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemdar skv. 44. gr. skipulagslaga málsgrein 2.

10.Umsókn um byggingarleyfi

2103018

Norðurnes 94, L227638 ? Umsókn um byggingarleyfi fyrir 119,8 m2 frístundarhúsi, mhl. 01, samkvæmt aðaluppdráttum dags. 04.03.2021.
Byggingaráform samþykkt.

11.Umsókn um byggingarleyfi

2102071

Ósbraut 5, L126055 ? Umsókn um byggingarleyfi (og niðurrifi mhl. 01) fyrir 122,8 m2 frístundahúsi, mhl 05. skv. aðaluppdráttum dags. 27.02.2021. Nýtingarhlutfall á lóð yrði samtals 0,085.
Byggingaráform samþykkt, með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemdar skv. 44. gr. skipulagslaga málsgrein 2.
Önnur mál

12.Lóðaleigusamningar_Tillaga að heildarlöggjöf

2103071

Niðurstaða:
Lagt fram

13.Tilkynning um kæru 242021_Birkihlíð 1

2103072

Niðurstaða:
Lagt fram

14.Úrskurður 1042020_Nýja- Kot

2103073

Niðurstaða:
Lagt fram

Fundi slitið - kl. 18:30.