Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

144. fundur 24. febrúar 2021 kl. 17:00 - 18:40 ásgarði
Nefndarmenn
  • Maríanna H. Helgadóttir formaður
  • Magnús Kristmannsson meðstjórandi
  • Elís Guðmundsson ritari
Starfsmenn
  • Sigurður H. Ólafsson skipulags- og byggingarfulltrúi.
  • Karl Magnús Kristjánsson oddviti
  • Helena Ósk Óskarsdóttir aðstoðarmaður skipulags- og byggingarfulltrúa.
Fundargerð ritaði: Helena Ósk Óskarsdóttir aðstoðarmaður skipulags- og byggingarfulltrúa

Eftirfarandi erindi voru tekin fyrir á fundinum:

Skipulagsmál:

1.    Deiliskipulag frístundabyggðar - Brekkur
Landlínur, fyrir hönd eigenda, leggja fram drög að tillögu deiliskipulags í landi Brekkna fyrir lóðinar Brekkur 1-6. Deiliskipulag frístundabyggðar Brekkna í landi Möðruvalla 1 í Kjósarhreppi tekur til 4,8 ha svæðis. Innan svæðisins verða skilgreindar sex frístundalóðir, uppbygging er hafin á tveimur lóðum, Brekkur 3 og 4. Allar lóðirnar eru nú þegar stofnaðar úr landi Möðruvalla 1, sem er í eigu Kjósarhrepps. Skipulagsvæðið hallar til norð-austurs og er við rætur Möðrudalshálsa. Aðkoma að lóðum er um veginn Brekkur sem tengist Meðalfellsveg (461). Skipulagssvæðið afmarkast í suðri, norðri og vestri af Möðruvöllum 1 , en í vestri afmarkast svæðið einnig af frístundalóðunum Brekkum 8 og 9. Í austri afmarkast svæðið af Möðruvöllum 13 og lóðinni Möðruvöllum Hitaveita.

Afgreiðsla: Skipulagsfulltrúi kynnti drög að tillögum.

2.    Umsókn um stofnun lóða – Ingunnarstaðir, L126134
Landgræðslusjóður óskar eftir stofnun tveggja lóða á þegar byggðu landi í landi Ingunnarstaða, er fengi nafnið Ingunnarstaðir.

Afgreiðsla: Samþykkt, með fyrirvara um að umsókn sé undirrituð af eiganda eða eigendum upprunafasteignar, sbr. 14. gr. laga nr. 6/2001.

3.    Umsókn um stofnun lóða – Eyjar 2, L125987
Óskað er eftir stofnun sjö lóða á samþykktu deiliskipulagi í landi Eyja 2, er fengju nafnið Eyjabakki 3-11.

Afgreiðsla: Samþykkt, með fyrirvara um að umsókn sé undirrituð af eiganda eða eigendum upprunafasteignar, sbr. 14. gr. laga nr. 6/2001.

4.    Umsókn um stofnun landsspildu úr landi Eyja 2, L125987
Óskað er eftir stofnun landsspildu úr landi Eyja 2, sem fengi nafnið Áshóll.

Afgreiðsla: Samþykkt, með fyrirvara um að umsókn sé undirrituð af eiganda eða eigendum upprunafasteignar, sbr. 14. gr. laga nr. 6/2001.

5.    Rammahluti Aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2020/2030
Kópavogur og Reykjavíkurborg hafa samþykkt að kynna drög að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélaganna í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, ásamt umhverfisskýrslu sbr. lög nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana.

Sveitarfélögin óska eftir ábendingum umsagnaraðila um tillögurnar fyrir 30. apríl nk.

Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

6.    Birkihlíð 1, L218849
Í kjölfar synjunar á byggingarleyfi fyrir íbúðarhús, óskar eigandi lóðarinnar Birkihlíð 1, eftir að landnotkun og skipulagi á svæðinu verði breytt. Málið var á dagskrá fundar 143.

Afgreiðsla: Erindi vísað til hreppsnefndar.

 

Byggingarmál:

1.    Eyjafell 19, L126012 Umsókn um byggingarleyfi fyrir ca. 35 m²viðbyggingu á tveimur hæðum við sumarhús sem fyrir er, mhl. 02. skv. fyrirspurnaruppdráttum dags. 21.02.2021. Nýtingarhlutfall á lóð yrði samtals 0,03.

Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt.

2.    Hvammsvík, L126106
Umsókn um byggingarleyfi fyrir 299,6 m² baðhúsi og veitingaaðstöðu ásamt baðlaugum 151,0 m² (mhl. 04),skv. aðaluppdráttum dags. 23.02.2021.

Afgreiðsla: Samþykkt, samræmist gildandi deiliskipulagi.

3.    Hlíð 34, L126266
Umsókn um byggingarleyfi fyrir 151,0 m2 frístundahúsi, mhl 01. skv. aðaluppdráttum dags. 09.02.2021. Nýtingarhlutfall á lóð yrði samtals 0,02.

Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt, með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemdar.

4.    Norðurnes 72, L227628
Umsókn um byggingarleyfi fyrir 119,9 m2frístundahúsi, mhl 01 og 28,7 m2 fylgihúsi, mhl 02 samkvæmt aðaluppdráttum dags. febrúar 2021.

Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt, með fyrirvara um breytingar á teikningum í samræmi við ákvæði deiliskipulags.

5.    Stapagljúfur, L211787
Fyrirspurn um byggingarleyfi fyrir um 400,0 m2 gróðurhúsi, mhl 01. skv. myndum í tölvupósti dags.02.02.2021.

Afgreiðsla: Gera þyrfti breytingu á aðalskipulagi. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ræða við umsækjanda.

Önnur mál:

1.    Erindisbréf fyrir skipulags- og byggingarnefnd Kjósarhrepps
Lagt fram erindisbréf skipulags- og byggingarnefndar Kjósarhrepps, sem samþykkt var af Hreppsnefnd þann 3. febrúar 2021.

Afgreiðsla: Lagt fram

2.    Rafræn byggingargátt HMS

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) skal skv. 61. gr. laga um mannvirki starfrækja rafrænt gagnasafn, svonefnda byggingargátt, fyrir upplýsingar um mannvirki og mannvirkjagerð um land allt. Samkvæmt lögunum og gildandi byggingarreglugerð skal safnið meðal annars innihalda upplýsingar frá sveitarfélögum um samþykkt byggingaráform, útgáfu byggingarleyfa og úttektir á mannvirkjagerð. Einnig skal safnið innihalda upplýsingar um hvernig skuli staðið að framkvæmd úttekta, svo sem skoðunarhandbækur og skoðunarlista. Rafræn byggingargátt geymir gagnasafn HMS um mannvirki. Á heimasíðu HMS má finna leiðbeiningar fyrir notendur byggingargáttar. 

Afgreiðsla: Allar nýjar byggingarleyfisumsóknir fari eftirleiðis í gegnum byggingargátt HMS eigi síðar en 1. apríl 2021.

3.    Verklag skipulags- og byggingarnefndar

Umsóknir sem lagðar eru fyrir skipulags- og byggingarnefnd skulu hafa borist föstudag fyrir fund nefndarinnar sem er  að jafnaði síðasti fimmtudagur í mánuði.