Skipulags- og byggingarnefnd
Eftirfarandi erindi voru tekin fyrir á fundinum:
Skipulagsmál:
1. Umsóknir um stofnun lóða – Hjalli, L126099
Óskað er eftir stofnun þriggja lóða og breytingu stærðar á einni lóð.
Afgreiðsla: Samþykkt, með fyrirvara um að umsókn sé undirrituð af eiganda eða eigendum upprunafasteignar, sbr. 14. gr. laga nr. 6/2001.
2. Umsókn um landskipti – Blönduholt, L125911
Umsókn um landskipti.
Afgreiðsla: Samþykkt, með fyrirvara um að umsókn sé undirrituð af eiganda eða eigendum upprunafasteignar, sbr. 14. gr. laga nr. 6/2001.
3. Deiliskipulag frístundabyggðar við Sandsá, Eyjar II .
Lögð fram breytt tillaga að áður auglýstu deiliskipulagi samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga. Erindi var síðast á dagskrá á fundi 139.
Í uppfærðri greinargerð deiliskipulagsins hefur verið komið til móts við þær umsagnir sem bárust frá opinberum aðilum. Athugasemdir bárust frá almenningi, þar sem í megin atriðum er mótmælt frekari uppbyggingu og þéttingu sumarhúsabyggðarinnar við Meðalfellsvatn. Umrætt svæði er í Aðalskipulagi skilgreint undir frístundabyggð. Deiliskipulagstillagan er í samræmi við gildandi aðalskipulag.
Afgreiðsla: Nefndin leggur til við hreppsnefnd að samþykkjabreytta tillögu þar sem helgunarsvæði vegna hitaveitulagnar verði amk 6 metrar.
Tillagan er óbreytt í grundvallaratriðum og þarfnast ekki auglýsingar samanber 4. mgr. 41. gr.
Byggingarmál:
1. Hamrar 4, L126226 – Umsókn um byggingarleyfi fyrir 173,8 m2 frístundarhúsi skv. meðfylgjandi uppdráttum 10.05.2013. Nýtingarhlutfall 0,035.
Afgreiðsla: Synjað. Samræmist ekki aðalskipulagi.
2. Eilífsdalur 6, L227851 – Umsókn um byggingarleyfi fyrir 104,1 m2 frístundarhúsi skv. meðfylgjandi uppdráttum dags. 14.10.2020. Nýtingarhlutfall 0,016.
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt, með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemdar
3. Hlíð 15, L126215 – Umsókn um byggingarleyfi fyrir 39,9 m2 viðbyggingu við frístundarhús skv. meðfylgjandi uppdráttum 17.07.2015. Heildarmagn bygginga eftir viðbyggingu er 91,6 m2 Nýtingarhlutfall 0,02.
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt, með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemdar.
4. Eyjar II – Fyrirspurn um breytta notkun húsnæðis.
Breyting á fjárhúsi í húsnæði undir matvælaframleiðslu.
Afgreiðsla: Jákvætt tekið í erindið
Önnur mál:
1. Gjaldskrá Kjósarhrepps –Lagt fram.