Skipulags- og byggingarnefnd
Eftirfarandi erindi voru tekin fyrir á fundinum:
Skipulagsmál:
1. Deiliskipulag frístundabyggðar við Sandsá, Eyjar II .
Lögð fram breytt tillaga að áður auglýstu deiliskipulagi samkvæmt 1. mgr. 42. gr. Skipulagslaga.
Afgreiðsla: Nefndin leggur til við hreppsnefnd að samþykkjabreytta tillögu þar sem helgunarsvæði vegna hitaveitulagnar verði amk 6 metrar.
Tillagan er óbreytt í grundvallaratriðum og þarfnast ekki auglýsingar samanber 4. mgr. 41. gr.
2. Breyting á deiliskipulagi Háls. Deiliskipulagsbreytingin felur annarsvegar í sér breytingar á lóðarmörkum þriggja lóða. Breytingar eru gerðar á lóðamörkum lóða nr. 7, 11 og 13. Deiliskipulagsbreytingin felur einnig í sér að byggingarreitum á lóð númer 9 við Hálsenda fjölgar frá einum í tvo. Þar með verður heimilt að reisa tvö frístundahús á lóðinni. Engar breytingar eru gerðar á öðrum skipulags- og byggingarskilmálum.
Afgreiðsla: Nefndin leggur til að hreppsnefnd samþykki deiliskipulagstillöguna í samræmi við
3. mgr. 44. gr. Skipulagslaga.
3. Umsókn um stofnun landsspildna - Bær, L125953
Umsókn um stofnun 8 landsspildna úr jörðinni Bær.
Afgreiðsla: Samþykkt.
4. Eyrarkot – Skipulagslýsing – Breyting á aðalskipulagi.
Lögð fram skipulagslýsing 22.09.2020 á breytingu á Aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029 á landnotkun í landi Eyrarkots.
Afgreiðsla: Nefndin leggur til að Hreppsnefnd láti auglýsa skipulagslýsinguna skv. 3. mgr. 40. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 og hún send til umsagnar Skipulagsstofnunar og viðeigandi umsagnaraðila.
5. Breyting á deiliskipulagi Hvamms og Hvammsvíkur - Beiðni um undanþágu.
Lagt fram bréf skipulagsfulltrúa Kjósarhrepps 24. ágúst 2020 til Umhverfisráðuneytisins, þar sem óskað er eftir undanþágu frá grein 5.3.2.14. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 varðandi fjarlægð byggingarreits frá sjó. Í samræmi við 12. mgr. 45 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 óskar ráðuneytið eftir umsögn Skipulagsstofnunar og Kjósarhrepps um beiðnina og að hún berist eigi síðar en 29. september nk.
Afgreiðsla: Nefndin er meðvituð um að byggingarreitur og athafnasvæði fyrirhugaðra framkvæmda í Hvammsvík eru innan 50 metra frá sjávarmáli. Undanþágu er því þörf frá umhverfisráðuneytinu. Því er bréf skipulagsfulltrúa í samræmi við ákvörðun nefndarinnar og deiliskipulagstillögunnar. Nefndin leggur til við hreppsnefnd að afgreiða erindið með jákvæðum hætti.
Byggingarmál:
1. Nesvegur 4, L227322 – Umsókn um byggingarleyfi fyrir 125,7 m2 frístundarhúsi skv. meðfylgjandi uppdráttum 08.09.2020. Deiliskipulag liggur fyrir.
Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt.
Önnur mál:
1. Gjaldskrá Kjósarhrepps –Tillaga um endurbætta gjaldskrá lögð fram til kynningar.
2. Röskun á Vatnsbökkum – Ábendingar hafa borist að vatnsbakkanum við Meðalfellsvatn hafi verið raskað.
Afgreiðsla: Skipulags- og byggingafulltrúa falið að senda bréf til eiganda fasteigna við Meðalfellsvatn.
3. Grjóthrun í landi Flekkudals
Afgreiðsla: Staða málsins kynnt.