Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

138. fundur 27. ágúst 2020 kl. 18:00 - 20:30 Ásgarður
Nefndarmenn
  • Maríanna H. Helgadóttir formaður
  • Elís Guðmundsson ritari
  • Magnús Kristmannsson varaformaður
Starfsmenn
  • Karl Magnús Kristjánsson oddviti sat fundinn.
  • Sigurður H. Ólafsson skipulags- og byggingarfulltrúi.
  • Einnig sat fundinn Helena Ósk Óskarsdóttir tæknifulltrúi.
Fundargerð ritaði: Sigurður H. Ólafsson skipulags- og byggingarfulltrúi

                          Eftirfarandi erindi voru tekin fyrir á fundinum:

Skipulagsmál:

1.    Deiliskipulag frístundabyggðar við Sandsá, Eyjar II .

Deiliskipulag fyrir frístundabyggð við Sandsá, Eyjar 2 , hefur verið auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis, Umhverfisstofnun og Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Þá bárust athugasemdir á auglýsingartíma frá Kjósarveitum og félagi sumarhúsaegenda við Meðalfellsvatn, ásamt nokkrum athugasemdum frá almenningi. Skipulagsfulltrúi hefur komið umsögnum og athugasemdum á framfæri við skipulagsráðgjafa.

Afgreiðsla: Frestað. Nefndin hefur farið yfir framkomnar umsagnir. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið milli funda.

2.    Brekkur 5 og 6, L204485 og L204456Sótt er um að breyta lóðunum Brekkur 5, L204485 og Brekkur 6, L204456 úr frístundalóðum í íbúðarhúsalóðir.

Afgreiðsla: Jákvætt tekið í erindið. Skipulagsfulltrúa falið að ræða við umsækjanda.

3.    Breyting á deiliskipulagi Háls. Deiliskipulagsbreytingin felur í sér breytingar á lóðarmörkum þriggja lóða. Breytingar eru gerðar á lóðamörkum lóða nr. 7, 11 og 13. Ónákvæmni var í hnitum og lóðarmörkum í gildandi deiliskipulagi og eru lóðarlínur og hnitaskrá uppfærð fyrir allt svæðið, efir uppmælingu á staðnum.

Afgreiðsla: Frestað. Skipulagsfulltrúa falið að ræða við umsækjendur.

4.    Sandslundur 16, umsókn um deiliskipulag. Óskað er eftir leyfi til þess að skipuleggja lóðir á landbúnaðarsvæði.

Afgreiðsla: Erindi hafnað. Samræmist ekki aðalskipulagi.

5.    Norðurnes – Vatnsból. Sumarbústaðafélag (kt. 4606780729) óskar eftir að grannsvæði vatnsbóls VB25, sem svo er merkt á samþykktu aðalskipulagi, verði stækkað þannig að það nái yfir vatnsból neyðarvatnsveitu í farvegi Trönudalsár og stækkuðu grannsvæði verði bætt inn á aðalskipulag Kjósarhrepps.  

Afgreiðsla: Jákvætt tekið í erindið. Skipulagsfulltrúa falið að ræða við aðila máls.

6.    Fyrirspurn um stofnun lóða - Bær, L125953

Fyrirspurn um stofnun 8 lóða úr jörðinni Bær. Í aðalskipulagi er landið flokkað bæði sem landbúnaðarland og frístundasvæði.

Afgreiðsla: Samkvæmt aðalskipulagi er heimilt að deiliskipuleggja svæði sem er skilgreint sem frístundabyggð. Skipulagsfulltrúa falið að ræða við aðila máls.

7.    Nesvegur 8, L226918 – Fyrirspurn um byggingu frístundahúss með undaþágu frá deiliskipulagi er varðar hæð og þakhalla.

Afgreiðsla: Neikvætt tekið í erindið.

Byggingarmál:

1.    Morastaðir 4, L213910 – Umsókn um byggingarleyfi fyrir 232,3 m² íbúðarhúss ásamt 109,2 m² vinnustofu. Nýtingarhlutfall verður 0,068. Byggingaráformin voru samþykkt, með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemdar. Ein athugasemd barst.

Afgreiðsla: Samþykkt. Nefndin telur að innkomin athugasemd ekki gefa tilefni til synjunar.

2.    Norðurnes 75, L225571Umsókn um byggingarleyfi fyrir 96 m2 frístundarhúsi auk 30 fm2 útigeymslu (gámur) skv. meðfylgjandi uppdráttum.

Afgreiðsla: Samþykkt. Sæmræmist gildandi deiliskipulagi.

3.    Árbraut 20, L2325137 – Umsókn um byggingarleyfi fyrir 124 m2 frístundarhúsi skv. meðfylgjandi uppdráttum.

Afgreiðsla: Frestað.

4.    Eyjafell 6, 125999 – Umsókn um byggingarleyfi fyrir 33,2 m2 gestahúsi - mh.02, skv. meðfylgjandi uppdráttum.

Afgreiðsla: Samþykkt. Samræmist gildandi deiliskipulagi frá 1988..

5.    Nesvegur 4, L226919 -Umsókn um byggingarleyfi fyrir 125,7 m2 frístundarhúsi skv. meðfylgjandi uppdráttum. Deiliskipulag liggur fyrir.

Afgreiðsla: Frestað.

6.    Hlíð 64, L126283 -Umsókn um byggingarleyfi fyrir 24,1 m2 skála skv. meðfylgjandi uppdráttum. Lóðin er 6.167 m² að stærð. Nýtingarhlutfall er því samtals á lóðinni 0,01.

Afgreiðsla: Byggingaráform samþykkt, með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemdar.

Önnur mál:

Röskun á Vatnsbökkum – Ábendingar hafa borist að vatnsbakkanum við Meðalfellsvatn hafi verið raskað.

Afgreiðsla: Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að skoða málið.