Skipulags- og byggingarnefnd
Eftirfarandi erindi voru tekin fyrir á fundinum:
Skipulagsmál:
1. Deiliskipulag frístundabyggðarvið Sandsá, Eyjar II .
Afgreiðsla: Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að hreppsnefnd auglýsi deiliskipulagstillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og telur að heimilt sé að falla frá gerð lýsingar skipulagsverkefnisins sbr. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga, enda liggi allar megin forsendur deiliskipulagstillögunar fyrir í aðalskipulagi.
2. Fyrirspurn um stofnun lóða, Eyjar II.
Afgreiðsla: Jákvætt tekið í erindið. Skipulagsfulltrúa falið að ræða við umsækjanda.
3. Umsókn um stofnun lóðar úr landi Eyja II.
Afgreiðsla: Frestað. Skipulagsfulltrúa falið að ræða við umsækjanda.
4. Fyrirspurn um breytingar á mörkum lóða við Hálsenda.
Afgreiðsla: Jákvætt tekið í erindið. Skipulagsfulltrúa falið að ræða við umsækjanda.
5. Fyrirspurn um fjölgun byggingarreita á lóðinni Hálsendi 9.
Afgreiðsla: Frestað. Skipulagsfulltrúa falið að ræða við umsækjanda.
Byggingarmál:
1. Dælisárvegur 10, L126178 - Fyrirspurn um byggingarleyfi fyrir 24, m² frístundahúsi (gestahús), skv. meðfylgjandi uppdráttum, dags. 11.05.2020.
Afgreiðsla: Byggingaráformin samþykkt, með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemdar.
2. Eilífsdalur 3, L126025 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir 38,4 m² bílgeymslu skv. meðfylgjandi uppdráttum, dags. 02.05.2020 og breyta sumarhúsi í íbúðarhús.
Afgreiðsla: Byggingaráformin og breytingin samþykkt, með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemdar.
3. Hólatunga 1, L204620 – Fyrirspurn um að stækka viðbyggingu við íbúðarhús frá 2006, skv. meðfylgjandi skissum. Viðbyggingin yrði í heild 20 m².
Afgreiðsla: Byggingaráformin samþykkt, með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemdar.
4. Morastaðir 4, L213910 – Umsókn um byggingarleyfi fyrir 232,3 m² íbúðarhúss ásamt 109,2 m² vinnustofu, skv. meðfylgjandi uppdráttum, dags. 22.05.2020. Nýtingarhlutfall verður 0,068.
Afgreiðsla: Byggingaráformin samþykkt, með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemdar.
5. Norðurnes 49, L126427 – Fyrirspurn um 34,8 m² stækkun núverandi sumarhúss sem er 43,3 m² skv. meðfylgjandi uppdráttum. Samtals verður sumarhúsið 76,7 m² eftir stækkun. Nýtingarhlutfall verður 0,032.
Afgreiðsla: Byggingaráformin samþykkt, með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemdar.
6. Norðurnes 72, L227628 – Fyrirspurn u.þ.b. byggingu 150 m² frístundahúss skv. meðfylgjandi uppdráttum, dags. Í maí 2020. Nýtingarhlutfall yrði 0,035.
Afgreiðsla: Synjað. Samræmist ekki deiliskipulagi.
7. Vatnsbakkavegur 7, L223931 – Fyrirspurn um byggingu 25 m² sumarhúss (smáhýsi), skv. meðfylgjandi uppdrætti. Deiliskipulagt.
Afgreiðsla: Synjað. Samræmist ekki deiliskipulagi.
8. Eyrar 8, L126237 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir 30 m² viðbyggingu við frístundahús, skv. Meðfylgjandi uppdráttum dags. 21.05.2020. Samtals verður sumarhúsið 95,5 m² eftir stækkun. Nýtingarhlutfall verður 0,020.
Afgreiðsla: Byggingaráformin samþykkt, með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemdar.
9. Spilda úr landi Sandi, L218428 - Fyrirspurn um byggingu íbúðarhúss, skv. meðfylgjandi skissu.
Afgreiðsla: Neikvætt tekið í erindið.
10. Eyjatún 2, L211579 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir 67,9 m² frístundahúsi. Nýtingarhlutfall verður 0,0317. Frestað frá fundi nr. 133.
Afgreiðsla: Byggingaráformin samþykkt, með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemdar,
í samræmi við 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga.