Skipulags- og byggingarnefnd
Eftirfarandi erindi voru tekin fyrir á fundinum:
Skipulagsmál:
1. Deiliskipulag fyrir Þúfu – Skipulagslýsing. - 2003026
Skipulagslýsing vegna vegna vinnu við nýtt deiliskipulag fyrir verslunar- og þjónustusvæði VÞ6 á landi Þúfu. Svæðið er 5 ha og fyrirhugað er að reisa þar 10 smáhýsi og veitingahús með samtengdu gróðurhúsi. Smáhýsin munu samtals hafa svefnpláss fyrir allt að 50 manns í samræmi við forsendur í aðalskipulagi.
Afgreiðsla Nefndin leggur til að Hreppsnefnd láti auglýsa skipulagslýsinguna skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hún send til umsagnar Skipulagsstofnunar og viðeigandi umsagnaraðila.
2. Verklagsregla vegna undaþáguákvæðis bls. 11 í aðalskipulagi Kjósarsvæðis um nýtingarhlutfall lóða á frístundasvæðum. - 2003027
Afgreiðsla: Verklagsregla sem samþykkt var í Hreppsnefnd þann 10. mars 2020 lögð fram.
3. Melbær í landi Miðdals, L126372 - 2002060 - Ósk um breytta skráningu á sumarhúsalóð (L126372) úr landi Miðdals, þ.e. breyta skráningunni í íbúðarhúsalóð sem fær heitið Melbær, skv. meðfylgjandi lóðarblaði. Staðbundið hættumat frá Veðurstofu Íslands liggur fyrir.
Afgreiðsla: Nefndin leggur til að Hreppsnefnd samþykki breytinguna.
4. Eilífsdalur 3, 126025 – 2003028 - Fyrirspurn um að breyta sumarhúsi í íbúðarhús og að byggja 35 m² bílgeymslu austan við húsið. Er í aðalskipulagi skráð á svæði fyrir íbúabyggð, ÍB4.
Afgreiðsla: Jákvætt tekið í erindið.
5. Eyrarkot – Fyrirspurn um tillögu að nýju deiliskipulagi. - 2003029
Fyrirspurn um tillögu að nýju deiliskipulagi. Deiliskipulagstillagan myndi kalla á breytingu aðalskipulags.
Afgreiðsla: Jákvætt tekið í erindið.
6. Eyrarkot, Hamrar – Umsókn um stofnun lóðar. - 2003030
Umsókn um stofnun lóðar innan fyrirhugaðs deiliskipulags fyrir svæðið sbr. lið 5.
Afgreiðsla: Frestað.
7. Breyting á aðalskipulagi í landi Möðruvalla 1, Brekkur. - 2003031
Lögð fram breyting á aðalskipulagi á svæði F15c, dags. 14.01.2019.
Afgreiðsla: Nefndin leggur til við Hreppsnefnd að aðalskipulagsbreytingin verði auglýst skv. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send til umsagnar Skipulagsstofnunar og viðeigandi umsagnaraðila.
Byggingarmál:
8. Möðruvellir 14, L126449 - Óskað er eftir byggingarleyfi fyrir 319 m² heilsárshúsi skv. Meðfylgjandi gögnum. Deililskipulag liggur ekki fyrir, en lóðin er skilgreind í aðalskipulagi á svæði F15c. Frestað frá síðasta fundi. Þann 29. janúar 2019, var samþykkt í skipulags og byggingarnefnd að umsóknaraðili mætti gera aðalskipulagsbreytingu á sinn kostnað. Fyrir liggur tillaga að breytingu á aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029, dags. 14.01.2019, vegna skilgreiningar íbúðasvæðis í landi Möðruvalla 1, Brekkur.
Afgreiðsla: Skipulagsnefnd samþykkir byggingaráformin, með þeim fyrirvara að aðalskipulagsbreytingin á svæði F15c öðlist gildi.
9. Melbær í landi Miðdals, L126372 – Umsókn um byggingarleyfi byggingu 98 m² íbúðarhúss á lóðinni.
Afgreiðsla: Byggingaráformin samþykkt.
10. Flekkudalsvegur 21, L125974 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir um 9 m² stækkun við frístundahús. Samtals yrði byggingin eftir stækkun 99,9 m².
Nýtingarhlutfall eftir stækkun er 0,065.
Afgreiðsla: Byggingaráformin samþykkt, með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemdar.
11. Dælisárvegur 7, L126177 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir 73,3m² stækkun við frístundahús. Samtals yrði byggingin eftir stækkun 133,3 m². Nýtingarhlutfall eftir stækkun er 0,053.
Afgreiðsla: Byggingaráformin samþykkt, með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemdar.