Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

126. fundur 29. ágúst 2019 kl. 18:00 Ásgarðsskóli
Nefndarmenn
  • Maríanna H. Helgadóttir formaður í forföllum formanns og varaformanns
  • Elís Guðmundsson
  • Magnús Kristmannsson
  • Sigurður H. Ólafsson Skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Karl Magnús Kristjánsson
Fundargerð ritaði: Sigurður H. Ólafsson

G. Oddur Víðisson og Gunnar Leó Helgason boðuðu forföll.

1. Flekkudalsvegur 21 a, í landi Eyja 1- Umsókn um byggingarleyfi fyrir byggingu frístundahúss.

Dagbjört Guðmundsdóttir, kt. 040650-2029, óskar eftir leyfi til að byggja 36,1 m² frístundahús við Norðurnes Flekkudalsveg 21a, L222364. Grenndarkynning hefur farið fram. Athugasemdir hafa borist.

Afgreiðsla:

Skipulagsnefnd telur framkomnar athugasemdir ekki vera ástæðu til synjunar. Nefndin samþykkir því byggingaráformin. Þó með þeim kvöðum að skýra verði lóðarmörk við nágrannalóðina Sand, í samráði við landeigendur. Einnig að leita leiðsagnar heilbrigðiseftirlits vegna fráveitu. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að fylgja málinu eftir.

2. Möðruvellir 14, - Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við eldra hús.

Þórhallur Andrésson, kt. 021058-6109 og Sigríður Thorsteinsson, kt. 161158-4619, óska eftir leyfi til að byggja við húsið við Möðruvelli 14, L126449. Brúttóflötur yrði eftir stækkun 224,8 m². 25. Febrúar 2019 var samþykkt í sveitarstjórn Kjósarhrepps, að breyta lóðinni úr frístundalóð í íbúðarhúsalóð.

Afgreiðsla:

Nefndin samþykkir byggingaráformin og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

3. Ósbraut 2, - Umsókn um byggingarleyfi fyrir einnar hæðar nýbyggingu

matshluti 03, sem tengist sumarhúsi. Hafsteinn Hafsteinsson, kt. 031239-4439, óskar eftir leyfi til að byggja við sumarhúsið við Ósbraut 2, L126040. Brúttóflötur matshluta 03 er 25,9 m².

Afgreiðsla:

Nefndin samþykkir byggingaráformin, með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemdar.

4. Hvammur Hólahús

Umsókn um byggingarleyfi. Kotasæla ehf., kt. 611111-0290, leggur fram reyndaruppdrætti vegna endurbóta á 135,2 m² frístundahúsi við Hvamm, L126108. Húsið var upphaflega byrgi frá hernámsárunum.

Afgreiðsla:

Nefndin samþykkir byggingaráformin og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

5. Árbraut 8 – í landi Grjóteyrar

Umsókn um byggingarleyfi fyrir endurbyggingu frístundahúss. Ásgeir Þórðarson, kt. 160465-5149, Breiðhóli 22, 245 Sandgerði óskar eftir leyfi til að endurbyggja 60,0 m² frístundahús við Árbraut 8, L126068. Frestað frá síðasta fundi. Fyrir liggur samþykki nágranna.

Afgreiðsla:

Nefndin samþykkir byggingaráformin og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist

6. Snorravík í landi Eyrarkots – Bygging íbúðarhúss / staðsetning á lóð

Mál frá fundi nr. 124, dags. 03.06.2019. Arngrímur Arngrímsson, kt. 131288-2399, Laufbrekku, Reykjavík óskar eftir að leyfi til að byggja / flytja timburhús á lóð sína við Snorravík í landi Eyrarkots lnr. 227278. Húsið er 80,1 m2 hefðbundið timburhús byggt á steyptum þverveggjum. Grenndarkynning hefur farið fram. Athugasemdir hafa borist.

Afgreiðsla:

Skipulagsnefnd telur framkomnar athugasemdir ekki vera ástæðu til synjunar. Nefndin samþykkir því byggingaráformin og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

7. Þúfukot, gistiskáli

Mál sem samþykkt var á fundi nr. 123, dags. 02.05.2019. Erindi hefur borist frá Dap ehf, kt. 550310-0490, vegna þessarar afgreiðslu.

Afgreiðsla:

Nefndin vísar erindinu til hreppsnefndar.

Skipulagsmál

8. Aðalskipulag Hvalfjarðasveitar – skipulagslýsing.

Afgreiðsla:

Lagt fram til kynningar. Skipulagsfulltrúa falið að fara fram á 10 daga frest til að geta skilað inn mögulegum athugasemdum.

9. Þorláksstaðavegur – Tillaga að breytingu deiliskipulags.

Trípólí arkitektar, fyrir hönd lóðarhafa Þorlákstaðavegar 5, leggja fram tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir Þorláksstaðaveg.

Afgreiðsla:

Samþykkt að grenndarkynna, í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 22/2010.

10. Nýja- Kot, breytt nýting húss.

Signý Höskuldsdóttir, kt. 101084-2489, óstaðsett í húsi, 276 Kjós, óskar eftir að lóð hússins Nýja-Kots, lnr. 213977, úr landi Þúfukots sem nú er skráð sem frístundalóð, verði breytt í lóð fyrir íbúðarhús. Frestað mál frá fundi þann 02.05.2019. Frestað frá síðasta fundi. Staða málsins.

Afgreiðsla:

Jákvætt tekið í erindið. Málinu vísað til sveitarstjórnar.

11. Deiliskipulag í landi Eyja II.

Tillagan var auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breyting deiliskipulagsins felur í sér að skilgreina lóðir fyrir frístundahús, Eyjavík 14, í stað þjónustumiðstöðvar og tjaldsvæðis. Afmörkun byggingareita á Eyjavík 9, 11 og 13 og 14 breytast, þeir stækka og byggingareitir Eyjavíkur 11, 13 og 14 eruy færðir fjær Meðalfellsvatni. Stærð, lega og aðkoma lóðanna beytist.

Afgreiðsla:

Frestað. Skýra verði lóðarmörk við nágrannalóðina Eyjar II, í samráði við landeigendur. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að fylgja málinu eftir.

Önnur mál:

- Deiliskipulag Birkihlíð – Mál frá fundi nr. 124, dags. 03.06.2019

Afgreiðsla:

Skipulagsfulltrúi upplýsti nefndina um stöðu málsins.

- Hvammsvík

Afgreiðsla: Lagt var fram fyrirspurn er varðar uppbyggingu í Hvammsvík.

Nefndin tekur jákvætt í fyrirhugaða uppbyggingu.