Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

127. fundur 07. október 2019 kl. 19:00 Borgartún 6
Nefndarmenn
  • Maríanna H. Helgadóttir formaður í forföllum formanns og varaformanns
  • Elís Guðmundsson varamaður
  • Karl Magnús Kristjánsson varamaður
  • Sigurður H. Ólafsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Maríanna H. Helgadóttir

Skipulagsmál:

1. Þorláksstaðavegur – Tillaga að breytingu deiliskipulags.

Trípólí arkitektar, fyrir hönd lóðarhafa Þorlákstaðavegar 5, leggja fram tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir Þorláksstaðaveg.

Afgreiðsla:

Tillagan hefur verið grenndarkynnt í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 22/2010. Engar athugasemdir bárust. Lagt er til að Hreppsnefnd Kjósarhrepps samþykki deiliskipulagsbreytinguna.

Byggingarmál:

1. Þorláksstaðavegur 5, L222270

Umsókn um byggingarleyfi fyrir byggingu 98 m² bílgeymslu. Samanlagt byggingarmagn verður eftir stækkun 212,1 m². Nýtingarhlutfall eftir stækkun er 0,038, sem samræmist auglýstu skipulagi. Áður á dagskrá 124. fundar.

Afgreiðsla:

Samþykkt með fyrirvara um að Hreppsnefnd Kjósarhrepps samþykki fyrirliggjandi breytingu á deiliskipulagi fyrir Þorláksstaðaveg. Byggingarfulltrúa falið að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

2. Hlíð 3, L126196

Umsókn um byggingarleyfi fyrir 32,7 m² viðbyggingu við frístundahús. Áður á dagskrá 125. fundar. Grenndarkynning hefur farið fram án athugasemdar.

Afgreiðsla:

Samþykkt.

Byggingarfulltrúa falið að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

3. Ósbraut 2, L126040

Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við frístundahús, matshluti 03. Brúttóflötur matshluta 03 er 25,9 m². Áður á dagskrá 125. fundar. Byggingaráformin hafa verið grenndarkynnt án athugasemdar.

Afgreiðsla:

Samþykkt.

Byggingarfulltrúa falið að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

4. Flekkudalsvegur 3, L125955

Umsókn um byggingarleyfi fyrir 97 m² frístundahús á grunni eldri byggingar, matshluti 01, skv. meðfylgjandi uppdráttum.

Afgreiðsla:

Fyrirhuguð byggingaráform samræmast ekki gildandi deiliskipulagi.

5. Þúfa 18, L194484

Lagðir eru fram aðaluppdrættir með umsókn um byggingarleyfi vegna 79,9 m² frístundahúss.

Afgreiðsla:

Samþykkt.

Byggingarfulltrúa falið að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

6. Hamrar 5, L126227

Umsókn um byggingarleyfi fyrir 71,9 m² frístundahúsi ásamt 83,8 m² kjallara. Samtals 155,7 m². Ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið.

Afgreiðsla:

Fyrirhuguð byggingaráform samræmast ekki gildandi aðalskipulagi.

Önnur mál:

- Hvammsvík – Bréf varðandi uppbyggingu ferðaþjónustu.

Afgreiðsla:

Í gildi er deiliskipulag fyrir „Hvamm og Hvammsvík“ frá 28. ágúst 2000. Fyrirhuguð uppbygging í Hvammsvík kallar á endurskoðun á deiliskipulagi og mögulega samræmingu við gildandi aðalskipulag. Skipulagsfulltrúa falið að leiðbeina landeiganda um næstu skref.

- Búðarsandur efnistaka

Afgreiðsla:

Bréf skipulags- og byggingarfulltrúa, dagsett 13. ágúst 2019, lagt fram til kynningar.