Skipulags- og byggingarnefnd
Fyrir hönd hreppsnefndar situr Karl Magnús Kristjánsson.
Eftirfarandi erindi voru tekin fyrir á fundinum:
1. Þrándarstaðir I – Umsókn um byggingarleyfi fyrir byggingu nýs sumarhúss og niðurrifs eldra sumarhúss. Þórveig Þormóðsdóttir, kt. 110556-3819, Skaftahlíð 11, 105 Reykjavík óska eftir leyfi til að byggja 78,7 m² frístundahús úr timbri við Þrándarstaði 1 í landi Þrándarstaða nr. L126491. Núverandi sumarhús sem er 23,4 m2 verður rifið.
Afgreiðsla: Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda.
2. Ósbraut 1, Grjóteyri – Umsókn um byggingarleyfi fyrir sumarhús Jakob H. Magnússon, kt. 010850-7899, Öldugötu 11, 101 Reykjavík óska eftir leyfi til að byggja 32,0 m² viðbyggingu úr timbri við Ósbraut 1 í landi Grjóteyrar nr. L126054. Byggingin verður eftir stækkun 78,1 m². Nýtingarhlutfall eftir stækkun er 0,038.
Afgreiðsla: Samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda.
3. Snorravík í landi Eyrarkots – Bygging íbúðarhúss / staðsetning á lóð. Arngrímur Arngrímsson, kt. 131288-2399, Laufbrekku, Reykjavík óskar eftir að leyfi til að byggja / flytja timburhús á lóð sína við Snorravík í landi Eyrarkots lnr. 227278. Húsið er 80,1 m2 hefðbundið timburhús byggt á steyptum þverveggjum.
Afgreiðsla: Um er að ræða staka framkvæmd á landbúnaðarsvæði og er í samræmi við aðalskipulag Kjósarhrepps frá 2017-2029. Samþykkt, með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda.
4. RB-hús ehf. kt. 601113-1740, Álnakór 13, 203 Kópavogi sækir um leyfi til að byggja 149,3 sumarhús og 49,9 m2 gestahús á lóð sinni nr. 6 við Nesveg í landi Flekkudals, lnr. 226919. Húsin eru bæði steinsteypt og klædd að utan með timbri, með láréttu þaki. Sökklar og gólfplata eru steinsteypt. Afgreiðsla: Samþykkt, sjá nánar bókun 1 undir skipulagsmál.
5. Þorláksstaðavegur 5 – Fyrirspurn - Bygging bílageymslu. Ellert Gíslason, kt. 070662-2489, Hraunbæ 182, 110 Reykjavík óskar eftir leyfi til að byggja 98,0 m² bílgeymslu við Þorláksstaðaveg 5 í landi Meðalfells nr. L222270. Samanlagt byggingarmagn verður eftir stækkun 212,1 m². Nýtingarhlutfall eftir stækkun er 0,038, sem samræmis auglýstu skipulagi.
Afgreiðsla: Synjað, samræmist ekki deiluskipulagi
6. Norðurnes 88 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir byggingu frístundahúss. Hrafn Ásgeirsson, kt. 290356-3859, Faxabraut 75, 230 Reykjandesbæ óskar eftir leyfi til að byggja 57 m² frístundahúss og 24 m2 gestahúsi við Norðurnes 88 nr. L226349, samanlagt byggingarmagn verður 81 m2 .
Afgreiðsla: Samþykkt, samræmist deiliskipulagi.
Skipulagsmál:
01. Breyting á deiliskipulagi Flekkudals, frístundabyggð á Nesi – Nesvegur 4 og 6 Breyting deiliskipulags felur í sér breytingu á skipulags- og byggingarskilmálum fyrir Nesveg 4 og 6. Skipulagsuppdráttur er óbreyttur. Breytingin er í samræmi við Aðalskipulag Kjósarhrepps 2017 -2029. Breytingin felur í sér breytingu á hæð húsanna. Þakform frístundahúsa verður frjálst sem og þakhalli. Erindið hefur verið grenndarkynnt án athugasemda.
Afgreiðsla: Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að hreppsnefnd Kjósarhrepps samþykki breytinguna.
02. Lækjarbraut 2, Kjósarhreppi – Fyrirspurn frá Svani Kristinssyni og Regínu Hansen Guðbjörnsdóttur, Lækjarbraut 2, Kjósarhreppi, vegna fyrirhugaðrar byggingar á 200 m² skemmu, skv. meðfylgjandi bréfi og afstöðumynd dags. 28.05.2019.
Afgreiðsla: Jákvætt tekið í erindið. Maríanna H. Helgadóttir, vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.
03. Deiliskipulag Birkihlíð – Tillaga unnin af Studio Arnhildur Pálmadóttir. Studeo Arnhildur Pálmadóttir, fyrir hönd lóðarhafa Birkihlíðar L218849, leggur fram tillögu að deiliskipulagi í landi Þúfukots.
Afgreiðsla: Frestað. G. Oddur Víðisson, vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.
04. Aðalskipulagsbreyting í Reykjavík vegna Korpulínu – Verklýsing til kynningar, erindi dagsett 8. maí 2019.
Afgreiðsla: Skipulagsnefnd gerir engar athugasemdir.
05. Kiðafell, Sigurbjörn Hjaltason – Ósk um stofnun lóðar fyrir íbúðarhús í landi Kiðafells lnr. 126143.
Afgreiðsla: Frestað.
Önnur mál
1. Bréf frá Vegagerðinni, 28. maí 2019 – Námur og gryfjur sveitarfélaga, Suðursvæði Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.
2. Umræða var um óleyfisframkvæmdir í Kjósarhreppi. Skipulagsfulltrúa falið að kanna málið frekar.
3. Kynnt var tillaga að uppfærðri gjaldskrá skipulags- og byggingarmála, m.v. 1. febrúar 2019, gjaldskrá tekur gildi eftir auglýsingu í B-deild stjórnartíðinda.