Skipulags- og byggingarnefnd
Skipulags- og byggingarnefnd Kjósarhrepps
Fundur nr. 122
Þriðjudaginn 26 mars 2019 kl. 17.00 var haldinn fundur í Skipulags- og byggingarnefnd Kjósarhrepps. Fundurinn var haldinn í Ásgarðsskóla. Viðstaddir voru: Gunnar Leo Helgason, Maríanna H. Helgadóttir , G. Oddur Víðisson formaður nefndarinnar og Jón Eiríkur Guðmundsson skipulags-og byggingarfulltrúi. Maríanna H. Helgadóttir ritar fundargerð.
.
Fyrir hönd hreppsnefndar situr Karl Magnús Kristjánsson.
Eftirfarandi erindi voru tekin fyrir á fundinum:
1. Jóhann Gísli Hermannsson, kt. 150161-4529, Álfheimum 3, 104 Reykjavík óskar eftir að byggja nýtt sumarhús á lóð sinni nr. 3 við Hvamm í landi Hvamms lnr 126110 og fjarlægja gamalt hús sem fyrir er á lóðinni. Sumarhúsið er 71,9 m2 hefðbundið timburhús byggt á steyptum súlum. Heildarmagn mannvirkja á lóð verður 101,7 m2
Samþykkt.
2. Arngrímur Arngrímsson, kt. 131288-2399, Laufbrekku, Reykjavík óskar eftir að leyfi til að byggja / flytja timburhús á lóð sína við Snorravík í landi Eyrarkots lnr. 227278.
Húsið er 80,1 m2 hefðbundið timburhús byggt á steyptum þverveggjum.
Frestað.
3. Jón Þór Einarsson, kt. 070254-2129, og Sjöfn Kristjánsdóttir, kt. 190963-5359, Sólvallagötu 11, 101 Reykjavík óska eftir leyfi til að byggja sólskála yfir heitann pott á lóð sinni nr. 6 við Meðalfellsveg í landi Meðalfells. Skálinn er byggður úr timbri og gleri og á steypta stöppla.
Synjað, samræmist ekki aðalskipulagi.
4. Fyrirspurn um uppbygginu að Nesvegur 6 í landi Flekkudals.
Frestað.
5. Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku úr námu á Búðasandi í landi Háls.
Afgreiðsla:Samkvæmt aðalskipulagi Kjósarhrepps frá 2017 – 2019 segir:
“Þegar sótt er um framkvæmdaleyfi skal gera grein fyrir stærð efnistökusvæðis, áætluðu efnismagni, vinnslutíma og frágangi efnistökustaðar að vinnslutíma loknum.“ Landeigendur skulu um sækja um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku.
Skipulagsmál:
Lagt er til að sveitarstjórn afgreiði aðalskipulagsbreytinguna sem óverulega og feli skipulagsfulltrúa að afla umsagna og auglýsa deiliskipulagstillöguna samkv. 40.gr.skipulagslaga nr. 123/2010.
02. Ellert Gíslason fyrir hönd lóðarhafa Þorláksstaðavegi, lóðir 1-5, leggur er fram nýtt deiliskipulag sem við Þorlákstaðaveg þar sem eldra deiliskipulag gerði ráð fyrir fimm lóðum fyrir frístundahús hefur verið breytt í lóðir fyrir íbúðarhús.
Aðkoma frá Þorlákstaðarvegi er óbreytt frá fyrra skipulagi en skipulagssvæðið verið stækkað og lóðir nr. 3,4 og 5 verið stækkaðar til austurs.
Lagt er til að sveitarstjórn feli skipulagsfulltrúa að afla umsagna og grenndarkynna tillöguna samkv. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
04. Guðrún Sigtryggsdóttir og Hermann Jónasson leggja fram lóðarblað og greinargerð af lóðinni Litla Þúfa -Viðbót fastanr. 231-5669 sem skráð er sem frístundalóð en óskað hefur verið eftir að breyta lóðinni í íbúðarhúsalóð.
Lagt er til að sveitarstjórn feli skipulagsfulltrúa að afla umsagna og grenndarkynna tillöguna samkv. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Undirskrift fundarmanna:
Jón Eiríkur Guðmundsson Gunnar Leo Helgason
________________________________ _________________________________
Maríanna H. Helgadóttir G. Oddur Víðisson
___________________________________