Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

121. fundur 25. febrúar 2019 kl. 17:30 - 17:30 Eldri-fundur

Skipulags- og byggingarnefnd  Kjósarhrepps

                                         Fundur nr. 121

 

Mánudaginn 25. febrúar 2019  kl. 17.30 var haldinn fundur í Skipulags- og byggingarnefnd Kjósarhrepps. Fundurinn var haldinn í Ásgarðsskóla. Viðstaddir voru: Gunnar Leo Helgason, Maríanna H. Helgadóttir, G. Oddur Víðisson formaður nefndarinnar og Jón Eiríkur Guðmundsson skipulags-og byggingarfulltrúi. Maríanna H. Helgadóttir ritaði  fundargerð.

 

Fyrir hönd hreppsnefndar situr Karl Magnús Kristjánsson.  

 

                          Eftirfarandi erindi voru tekin fyrir á fundinum:

 

Byggingamál:

1.      Valur Hugason,kt. 181156-7919, Klapparhlíð 1, 270 Mosfellsbær sækir um leyfi til að stækka gestahús á lóð sinni nr. 44 við Hlíð, lnr.126260, mhl. 02, í landi Meðalfells.

Stækkunin nemur 29,3 m2 og er út timbri byggt á steyptum súlum.

Ekki liggur fyrir samþykkt deiluskipulag. Málið hefur verið grenndarkynnt.

Samþykkt.

 

Skipulagsmál:

 

01.  Elín Þórisdóttir, arkitekt leggur fram lýsingu á breytingu á Aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029 samkvæmt 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Lýst er að fyrirhugað sé að breyta landnotkun á lóðinni Möðruvellir 14, Lækjarás, lnr: 126449 sem er 3,37 ha að stærð. Breytingin felur í sér að lóðinni sem er í jaðri frístundasvæðis verður breytt í íbúðarhúsalóð.

Lagt er til að hreppsnefnd Kjósarhrepps samþykki lýsinguna til auglýsingar í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

02.  Landlínur fyrir hönd Lóu Sigríðar Hjaltested leggja fram lóðarblað af lóðinni  Flekkudalur 1, lnr. 219788. Húsið er á landbúnaðarlandi og óskað er eftir að breyta skráningu hússins úr frístundahúsi í íbúðarhús.

Frestað.

 

Önnur mál:

Engin önnur mál.

 

 

Undirskrift fundarmanna:   

 

Jón Eiríkur Guðmundsson                              Gunnar Leo Helgason 

 

 ________________________________           _________________________________

 

 

Maríanna H. Helgadóttir                                 G. Oddur Víðisson

 

________________________________            _________________________________