Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

118. fundur 03. nóvember 2018 kl. 09:30 - 09:30 Eldri-fundur

Skipulags- og byggingarnefnd  Kjósarhrepps

                                         Fundur nr. 118

 

Laugadaginn 3 nóvember  2018  kl. 09.30 var haldinn fundur í Skipulags- og byggingarnefnd Kjósarhrepps. Fundurinn var haldinn í Ásgarðsskóla. Viðstaddir voru: Gunnar Leo Helgason, varamaður Elís Guðmundsson (í forföllum Maríönnu H. Helgadóttur), Oddur Víðisson formaður nefndarinnar og Jón Eiríkur Guðmundsson skipulags-og byggingarfulltrúi og ritar hann  fundargerð.

Fyrir hönd hreppsnefndar situr Karl Magnús Kristjánsson.

 

                          Eftirfarandi erindi voru tekin fyrir á fundinum:

 

 

 

1.      Hrím ehf. Garðstaðir 52 112 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja sumar- og gestahús á lóð sinni nr. 10 við Nesveg í landi Flekkudals.  Sumarhúsið er 131,2 m2 og gestahúsið 50 m2. Undirstöður eru steyptar. Deiliskipulag liggur fyrir.

 

Afgreiðsla: Samþykkt með fyrivara um uppfærða aðaluppdrætti.  
Afgreiðslugjald. 9,500,-

 

 

2.      Hjörtur Nielsen kt. 070458-6329  Bakkavör 44 Seltjarnarnesi óskar eftir leyfi til að stækka og endurbyggja sumarhús sitt nr. 11 við Meðalfellsveg lnr. 178477. Stækkun hússins er 47,3 m2 úr timbri á steyptum undirstöðum.

Aflað hefur verið umsagnar  nágranna og gera þeir ekki athugasemdir.                                     

 

Afgreiðsla: Afla þarf umsagnar eigenda lóða nr. 10 og 11a.

Afgreiðslugjald. 9,500,-

 

 

3.      Jacobina Jensen kt. 090275-2169 Núpalind 8 201 Kópavogi sækir um leyfi til að byggja Sumarhús og  50 m2 geymslubyggingu á lóð sinni nr. 4 við Hvammsbraut í landi Háls. Lnr. 199312. Sumarhúsið er rishús 66,5 m2 að grunnfleti, birt flatarmál 95 m2. Húsin eru byggð úr timbri á steyptum undirstöðum.

      Deiliskipulag liggur fyrir.

 

Afgreiðsla: Synjað. Samræmist ekki deiliskipulagi.

Afgreiðslugjald. 9,500,-

 

 

 

4.      Randver Elísson kt. 160956- 2759 Hlíðarási 7 270 Mosfellsbær sækir um leyfi til að byggja sumarhús á lóð sinni nr. 1 við Eyjafell í landi Eyja 2 lnr. 125994.                   Byggingin er 76,9 m2 hefðbundið timburhús byggt á steyptum súlum.

                  Deiliskipulag liggur fyrir.

 

Afgreiðsla: Samþykkt með fyrivara um uppfærða aðaluppdrætti.

Afgreiðslugjald. 9,500,-

 

5.       Tekin fyrir að nýju ósk Stefáns Ragnars Jónssonar kt. 100847-7369 Vogatungu 25 200 Kópavogi m leyfi til að stækka sumarhús sitt við Flekkudalsveg nr. 4. Lnr. 125961 í landi Eyja 1. Stækkunin er til austurs og nemur 20,2 m2. Byggt er úr timbri á steyptum súlum. Deiliskipulag liggur fyrir.

 Afgreiðsla: Samþykkt.

 Afgreiðslugjald. 9,500,-

 

 

 

 

Skipulagsmál:

 

 

01.  Tekin var til  formegrar afgreiðslu að ósk Hafsteins Márs Einarssonar umboðsmanns Birch Capital ehf. Landskiptagerð á  landi Þúfu.

Lögð er fram ný gögn sem er viðauki við landskiptagerð og tölvupóstur þar sem vísað er til álits Sigurðar Guðmundssonar lögmanns.

 

Afgreiðsla: Lagt er til að sveitarstjórn samþykki umbeðna landskiptagerð Þúfu 1 og Þúfu 2.

 

02.  Tekin var til afgreiðslu breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar í Nesi í landi Flekkudals  Kjósarhreppi. Breytingin tekur til hliðrunar og stækkunar byggingareita á Nesvegi 8 og 10.

 

Afgreiðsla: Samþykkt til hreppsnefndar. 

 

03.   Við lokaafgreiðslu á Aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029 láðist að bregðast formlega við umsögn  Umhverfisstofnunar. Umsögn og viðbrögð sveitarstjórnar sem send var Skipulagsstofnun þ. 15 október hefur nú verið uppfærð og umsögn Umhverfisstofnunar bætt þar við.

 

Lagt er til  að sveitarstjórn samþykki þessa afgreiðslu.

 

 

Undirskrift fundarmanna:   

 

Jón Eiríkur Guðmundsson                              Gunnar Leo Helgason 

  

Elís Guðmundsson                                           Oddur Víðisson