Skipulags- og byggingarnefnd
Skipulags- og byggingarnefnd Kjósarhrepps
Fundur nr. 116
Mánudagur 1. október 2018 kl. 19:00 var haldinn fundur í Skipulags- og byggingarnefnd Kjósarhrepps. Fundurinn var haldinn í Ásgarði.
Viðstaddir voru: Gunnar Leo Helgason, Maríanna H. Helgadóttir og Oddur Víðisson formaður nefndarinnar.
Maríanna ritar fundargerð.
Eftirfarandi erindi voru tekin fyrir á fundinum:
Skipulagsmál
1. Nýtt aðalskipulag Kjósarhrepps 2017-2029 var auglýst frá 1. júní til 14. júlí 2018. Skipulags- og byggingarnefnd hefur yfirfarið efnislegar athugasemdir sem bárust við auglýsta aðalskipulagstillögu. Skipulags- og byggingarnefnd hefur yfirfarið þær athugasemdir og brugðist við þeim sbr. minnisblað nefndarinnar frá 1. október 2018. Skipulags- og byggingarnefnd Kjósarhrepps leggur til við Hreppsnefnd Kjósarhrepps að aðalskipulagstillagan 2017 til 2029 verði samþykkt með áorðnum breytingum, samkvæmt 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fundi slitið 19:30
Undirskrift fundarmanna:
Oddur Víðisson Gunnar Leo Helgason
________________________________ _________________________________
Maríanna H. Helgadóttir
___________________________________