Skipulags- og byggingarnefnd
Skipulags- og byggingarnefnd Kjósarhrepps
Fundur nr. 114
Fimmtudaginn 26. júlí 2018, kl. 18.00 var haldinn fundur í Skipulags- og byggingarnefnd Kjósarhrepps. Fundurinn var haldinn í Ásgarðsskóla. Viðstaddir voru: Gunnar Leo Helgason, Maríanna H. Helgadóttir, G.Oddur Víðisson formaður nefndarinnar og Jón Eiríkur Guðmundsson skipulags-og byggingarfulltrúi.
Fyrir hönd hreppsnefndar sitja Karl Magnús Kristjánsson og Þórarinn Jónsson.
Ritari Maríanna H. Helgadóttir.
Eftirfarandi erindi voru tekin fyrir á fundinum:
1. Arkamon ehf, 520112-0650, Kvíslartungu 40, 270 Mosfellsbær sækir um leyfi til að byggja sumarhús á lóð sinni nr. 4 við Berjabraut í landi Háls. Húsið er 23,2 m2 timburklæddur stálgámur. Fyrir liggur deiliskipulag.
Afgreiðsla: Samræmist deiliskipulagi. Samþykkt.
Afgreiðslugjald. 9,500,-
Skipulagsmál:
1. Aðalskipulag Kjósarhrepps 2017-2029. .
Farið var yfir athugasemdir sem bárust vegna Aðalskipulags Kjósarhrepps 2017 – 2029.
Undirskrift fundarmanna:
Jón Eiríkur Guðmundsson Gunnar Leo Helgason
________________________________ _________________________________
Maríanna H. Helgadóttir G. Oddur Víðisson
___________________________________