Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

113. fundur 19. júlí 2018 kl. 10:30 - 10:30 Eldri-fundur

Skipulags- og byggingarnefnd  Kjósarhrepps

                                         Fundur nr. 113

 

Fimmtudaginn 19 júlí 2018  kl. 18.00 var haldinn fundur í Skipulags- og byggingarnefnd Kjósarhrepps. Fundurinn var haldinn í Ásgarðsskóla. Viðstaddir voru: Gunnar Leo Helgason, Maríanna H. Helgadóttir, Oddur Víðisson og Jón Eiríkur Guðmundsson skipulags-og byggingarfulltrúi. 

 

Fyrir hönd hreppsnefndar sitja Karl Magnús Kristjánsson, Sigríður Klara Árnadóttir og Guðný G. Ívarsdóttir fundinn . Maríanna ritaði fundargerð.

 

                          Eftirfarandi erindi voru tekin fyrir á fundinum:

 

Nefndin skipti með sér verkum. G.Oddur Víðisson er formaður, Gunnar Leo Helgason er varaformaður og Maríanna H. Helgadóttir er ritari.

 

1.      Guðmundur Magnússon kt. 270962-5569 Káraneskoti lnr. 126142 leggur fram uppdrætti af fyrirhugaðri stækkun á fjósi á Káraneskoti. Óskað er eftir umsögn bygginganefndar varðandi framkvæmdina og óskar jafnframt eftir leyfi til niðurrifs og aðstöðusköpunar

 

Afgreiðsla: Samþykkt að heimila niðurrif og aðstöðusköpun. Umsækjandi athugi fjarlægð byggingar frá vegi.

 

Afgreiðslugjald. 9,500,-

 

2.      Jósef Smári Ásmundsson kt. 100657-4579 Bláhömrum 2 112 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja Sumarhús á lóð sinni nr. 83 við Norðurnes lnr.226599 . Húsið er hefðbundið  119 m2 timburhús að grunnfleti með svefnlofti byggt á steyptum undirstöðum.

 

Afgreiðsla: Samræmist deiliskipulagi. Samþykkt með fyrirvara um staðsetningu á rotþróar á afstöðumynd.

 

 

Afgreiðslugjald. 9,500,-

 

3.      Ágústa Jóhannesdóttir kt. 120266-3659  Írabakka 2 109 Reykjavík sækir um leyfi til að stækka sumarhús sitt við Flekkudalsveg 3 lnr.125955

Stækkunin nemur 54 m2 og verður eftir stækkun 92,8 m2

 

Afgreiðsla: Fyrirliggjandi er deiluskipulag, samþykkt með fyrirvara um samþykki aðliggjandi lóðarhafa.

 

           Afgreiðslugjald. 9,500,-

 

 

4.      Brúðuheimar ehf. kt. 540111-0730 sækja um leyfi til að stækka sumarhús sitt við Eyrar nr. 2 í landi Meðalfells lnr. 126184.

Stækkunin nemur 62 m2 sem skiptist á tvær hæðir og verður stærð hússins eftir stækkun 109,4 m2.

 

Afgreiðsla: Ekkert deiliskipulag liggur fyrir.  Samþykkt í grenndarkynningu.

 

           Afgreiðslugjald. 9,500,-

 

 

5.      Ingrid Karis kt. 200379-2419 sækir um leyfi til að byggja frístundahús á lóð sinni Þorláksstaðir 2 lnr.215570. Stærð hússins er 63,2 m2 timburhús á steyptum þverveggjum.

 

Afgreiðsla: Frestað.

 

           Afgreiðslugjald. 9,500,-

 

Skipulagsmál:

 

1.       Helgi Jónnson ehf, kt. 490517-0570, óskar eftir að sameina tvær lóðir í eina: Spilda úr Þúfukoti lnr. 217332, 13,6 ha og spildu úr landi Fells lnr. 226601sem stofnuð var 15.05 2018 sem heitir og mun framvegis heita Fellstún.

2.        

Lögð eru fram lóðarblöð og umsögn Þjóðskrár.

 

Gunnar Leo Helgason víkur af fundi.

 

Afgreiðsla: Samþykkt að sameina umræddar lóðir.

 

3.       Sigurbjörn Hjaltason, kt. 100658-5429 og Bergþóra Andrésdóttir, kt. 2109595729 eigendur Eyrarkots óska eftir að stofnuð verði lóð fyrir íbúðarhús út úr jörðinni. Stærð lóðar er 1,5 ha. og á að heita Snorravík

 

Afgreiðsla: Erindi frestað. Óskað eftir frekari upplýsingum um byggingaráform á lóðinni og vegtengingu við þjóðveg.

4.      Tekin var til umfjöllunar þær athugasemdir sem borist hafa á auglýsingartíma Aðalskipulags Kjósarhrepps 2017-2029.                                                                      

Lagt fram til kynningar.

 

Undirskrift fundarmanna:   

 

Jón Eiríkur Guðmundsson                              Gunnar Leo Helgason 

 

 ________________________________           _________________________________

 

Maríanna H. Helgadóttir                                 G. Oddur Víðisson

 

                                                                         ___________________________________