Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

112. fundur 22. maí 2018 kl. 20:17 - 20:17 Eldri-fundur

Skipulags- og byggingarnefnd  Kjósarhrepps

Fundur nr. 112

 

Þriðjudaginn 22. maí 2018, kl. 18.00 var haldinn fundur í Skipulags- og byggingarnefnd Kjósarhrepps. Fundurinn var haldinn í Ásgarðsskóla. Viðstaddir voru: Gunnar Leo Helgason, Maríanna H. Helgadóttir, Oddur Víðisson formaður nefndarinnar og Jón Eiríkur Guðmundsson skipulags-og byggingarfulltrúi. 

Fyrir hönd hreppsnefndar Guðný G. Ívarsdóttir fundinn og ritar  fundargerð.

 

                          Eftirfarandi erindi voru tekin fyrir á fundinum:

 

 

1.      María Guðrún Finnsdóttir kt. 170450-5749 Rafstöðvarvegi 11, 110 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja sumarhús á lóð sinni nr. 8 við Berjabraut í landi Háls lnr. 199287.

Húsið er timburhús með ein halla þaki, klætt báruáli og timbri.  Undirstöður og botnplata eru steinsteyptar. Deiliskipulag liggur fyrir.

 

            Afgreiðsla: Samþykkt.

 

2.      Ingibjörg Sigríður Jónsdóttir kt. 121251-3179 Ljósheimum 4, 104 Reykjavík leggur fram nýjar teikningar og óskar eftir heimild bygginganefndar til að endurbyggja bátaskýli á lóðinni Árbraut 9 lnr. 126085. Deiliskipulag liggur ekki fyrir.

 

Afgreiðsla: Heimilt er að hækka húsið um 50 cm.

 

3.      Snorri Hilmarsson Sogni Kjósarhreppi kt: 180163-5149 óskar eftir byggingaleyfi  fyrir 466 m2 nautafjósi og aðstöðurými austan við bæjarstæðið á Sogni. Kjallari er undir stærstum hluta hússins. Byggingin er stálgrindarhús klætt með samlokueiningum.

 

Afgreiðsla:Samþykkt með fyrirvara um hvernig losun úr haughúsi í kjallara verði háttað. Lagfæra þarf afstöðumynd.

 

4.      Birgir Örn Birgisson kt.260478-3899 Kvíslartungu 62, 270 Mosfellsbær sækir um byggingaleyfi fyrir frístunda- og geymsluhús á lóð sinni nr. 22 við Eyjatún í landi           Eyja 1 lnr. 211600. Húsin eru 77,5 m2 og 16,3 m2 timburhús á steyptum súlum.

Deiliskipulag liggur fyrir.

 

Afgreiðsla: Samþykkt með fyrirvara um lagfæringu á umsókn í samráði við byggingarfulltrúa.

 

5.      Júlíus Finnsson kt. 101063-5109 Ishusbakken 13 3766 Sæmridal Noregur óskar eftir að endurnýja byggingaleyfi fyrir frístundahús sitt við Árbraut 20  sem veitt var 2008.

Afgreiðsla: Frestað.

 

 

 

6.      Agnar Guðjónsson kt: 070853-8179 Skemmuvegi 12, 200 Kópavogur óskar eftir umögn bygginganefndar um uppbyggingu á lóð hans Meðalfellsvegur 1. Spurt er hvort leyft yrði að byggja 50 m2 geymslu-og vinnuaðstöðu á lóðinni. Ennfremur er spurt hvort leyft yrði stækkun á núverandi húsi.

Afgreiðsla: Umsækjandi leggi fram heildaráform um uppbyggingu á lóðinni.

 

Skipulagsmál:

01.   Lagt var fram bréf skipulagsstofnunar, dags. 22. maí 2018, þar sem heimilað er að auglýsa tillögu um endurskoðun á aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029 eftir að brugðist hefur við athugasemdum Skipulagsstofnunar.

Skipulags og byggingarnefnd leggur til að hreppsnefnd Kjósarhrepps bregðist við athugasemdum Skipulagsstofnunar og auglýsi tillöguna um endurskoðun á aðalskipulagi Kjósarhrepps 2017-2029.

Fundi slitið kl . 20:00

 

Undirskrift fundarmanna:   

 

Oddur Víðisson                                                 Gunnar Leo Helgason 

 

 ________________________________           _________________________________

 

Maríanna H. Helgadóttir                                 Jón Eiríkur Guðmundsson

 

                                                                         ___________________________________