Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

107. fundur 20. nóvember 2017 kl. 19:09 - 19:09 Eldri-fundur

Skipulags- og byggingarnefnd  Kjósarhrepps

                                         Fundur nr. 107

 

Mánudaginn 20. nóvember  2017  kl. 17.00 var haldinn fundur í Skipulags- og byggingarnefnd Kjósarhrepps. Fundurinn var haldinn í Ásgarðsskóla. Viðstaddir voru: Gunnar Leo Helgason, Maríanna H. Helgadóttir og Jón Eiríkur Guðmundsson skipulags-og byggingarfulltrúi. 

Varamaður er  Guðný G. Ívarsdóttir sem einnig ritaði fundargerð.

 

                          Eftirfarandi erindi voru tekin fyrir á fundinum:

 

1.      Ólafur Júlíusson kt. 270771-3519 Perlukór 8, 203 Kópavogur sækir um fyrir hönd landeiganda  í Eilífsdal leyfi til að breyta og stækka alifuglahús í landi Eilífsdals. Framkvæmdin felur í sér að byggð er 26 m2 viðbygging á vestlæga hlið hússins. Kjallari og haughús verður breytt í herbergi og setustofu. Á fyrstu hæð verður gistipláss fyrir 8 manns ásamt tilheyrandi salernum eldhúsi og setustofu.

 

Afgreiðsla: Samþykkt

Afgreiðslugjald:

 

2.      Jóhann Gísli Hermannsson kt.150161-4529, Álfheimum 3, 104 Reykjavík   sækir um leyfi til að byggja gestahús á lóð sinni Hvammur 3 lnr. 126110. Húsið verður 29,8 m2  hefðbundið timburhús byggt á steyptum súlum.

 

Afgreiðsla: Samþykkt til grenndarkynningar.

Afgreiðslugjald:

 

 

3.      Skúli Ásgeirsson kt.170483-4649  Klukkuvöllum 17  221 Hafnarfirði sækir um leyfi til að byggja sumarhús á lóð sinni númer 23 við Eyjatún í landi Eyja 1.    Húsið er 78 m2 timburhús byggt á steyptum undirstöðum.

Afgreiðsla: Samþykkt

Afgreiðslugjald:

 

4.      Sigurþór Gíslason kt. 160857-4639 og Sigurbjörg Ólafsdóttir kt. 271162-4139 Meðalfelli Kjós, 276 Mosfellsbæ sækja um leyfi til að stækka sumarhús sitt nr. 16 við Meðalfellsveg. Stækkunin felur í sér að 14 m2 geymsla er byggð við norð-austur enda hússins.

Afgreiðsla: Frestað.

Afgreiðslugjald:

 

Önnur mál:

a)      Lagt var fram minnisblað Veðurstofu Íslands (VÍ), dags. 14. nóvember 2017, þar sem svarað var óformlegri fyrirspurn hreppsins um ofanflóðahættu vegna frístundasvæða, við Meðalfellsvatn og Eilífsdal, vegna hugsanlegra breytinga á notkun ákveðinna frístundahúsa í íbúðarhús.  Um er að ræða frístundasvæði fyrir ofan Meðalfellsveg (Meðalfellsvatn) og fjallsmegin við Eyrarfjallsveg (Eilífsdal).  Bráðabirgðaniðurstöður benda til þess að svæðið við Meðalfellsvatn sé á hættusvæði en að Eilífsdalur sé ekki á hættusvæði.

 

Skipulagsmál:

 

01.   Kristinn Ragnarsson arkitekt óskar eftir breytingu á deiliskipulagi í landi Háls Raðahverfi.

Óskað er eftir breytingunni fyrir hönd eiganda Stampa 5, Haraldar Karls Reynissonar kt. 090668-4399 Laxatungu 25, 270 Mosfellsbæ og Stampa 13, Guðna Birgis Sigurðssonar kt. 030162-5019 Snorrabraut 36, 105 Reykjavík. Breytingin sem óskað er eftir er að deiliskipulagsskilmálum verði breytt í þá veru að 400 m3 hámarks byggingamagni á lóð verði 600 m3 eftir breytingu.

Afgreiðsla: Skipulags- og byggingarnefnd leggst gegn þesssari breytingu en bendir á að landeigandi getur óskað formlega eftir slíkri breytingu og kostað þær. Bent skal á að það er ekki hefðbundið að nota rúmmetra og mælist til þess að notaðir séu frekar fermetrar.

 

02.  Kristján Finnsson kt. 230744-3949 Grjóteyri Kjós, 276 Mosfellsbæ óskar  eftir að lóðin Ósbraut 14 verði stækkuð eins og kemur fram á lóðarblaði.

Afgreiðsla: Synjað.

 

Fundi slitið kl 19:00

 

 

Undirskrift fundarmanna:   

 

Jón Eiríkur Guðmundsson                              Gunnar Leo Helgason 

 

 ________________________________           _________________________________

 

Maríanna H. Helgadóttir                                 Guðný G Ívarsdóttir

 

                                                                         ___________________________________