Skipulags- og byggingarnefnd
Skipulags- og byggingarnefnd Kjósarhrepps
Fundur nr. 100
Miðvikudaginn 18. janúar 2017, kl. 17.30 var haldinn fundur í Skipulags- og byggingarnefnd Kjósarhrepps. Fundurinn var haldinn í Ásgarðsskóla. Viðstaddir voru: G. Oddur Víðisson, Gunnar Leó Helgason, Maríanna H. Helgadóttir og skipulags-og byggingarfulltrúinn Jón Eiríkur Guðmundsson.
Fyrir hönd hreppsnefndar sat fundinn Guðný G. Ívarsdóttir sem einnig ritar fundargerð.
Eftirfarandi erindi voru tekin fyrir á fundinum:
1. Erna G. Jóhannsdóttir kt. 090944-4799 Leirubakka 12 109 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja sumarhús á lóð sinni nr. 18 við Eyjatún lnr 211596 í landi Eyja 1.
Um er að ræða hefðbundið timburhús á steyptum undirstöðum. Húsið er 83,1 m2 að grunnfleti og samtals 118,8 m2 með rislofti.
Afgreiðsla: Samþykkt . Samræmist deiliskipulagi.
2. Kristjana Diljá Þórarinsdóttir kt. 141193-2289 Hundelgemsesteenweg 303/002 9050 Ledeberg, Gent Belgíu, sækir um leyfi til að byggja 34 m2 sumarhús á lóð sinni nr 3. lnr.126234 við Eyrar í landi Meðalfells. Húsið er hefðbundið timburhús byggt á steyptum súlum.
Afgreiðsla: Samþykkt til grenndarkynningar.
Skipulagsmál:
01.
Í tengslum við endurskoðun aðalskipulags Kjósarhrepps 2005-2017 sem samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar samkv. 35.gr skipulagslaga nr. 123/2010 er lögð fram skipulags-og matslýsing, dagsett 18. janúar 2017.
Skipulags-og matslýsing er lýsing á hvernig uppfært aðalskipulag verður og sett fram í samræmi við skipulagslög nr.123/2010 og skipulagsreglugerð nr. 90/2006.
Afgreiðsla: Skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki lýsinguna til auglýsingar með smávægilegum breytingum.
02.
Eigendur Eyrarkots í Kjósarhreppi óska eftir, með vísan til 48.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, að sveitarfélagið heimili stofnun lóðar úr lögbýlinu Eyrakoti. Um er að ræða u.þ.b. 8 ha spildu samkvæmt meðfylgjandi lóðarblaði. Húsakostur jarðarinnar mun standa á hinni óstofnuðu lóð.
Þá er óskað eftir að hin nýja lóð fái heitið Álfagarður.
Afgreiðsla: Samþykkt.
Fundi slitið kl. 19:05. GGÍ.
Undirskrift fundarmanna:
G. Oddur Víðisson Jón Eiríkur Guðmundsson
________________________________ ______________________________
Maríanna H. Helgadóttir Gunnar Leó Helgason
_________________________________