Skipulags- og byggingarnefnd
Skipulags- og byggingarnefnd Kjósarhrepps
Fundur nr. 97
Mánudaginn 3. október 2016 kl. 17.30 var haldinn fundur í Skipulags- og byggingarnefnd Kjósarhrepps. Fundurinn var haldinn í Ásgarðsskóla. Viðstaddir voru: G. Oddur Víðisson, Gunnar Leó Helgason og skipulags-og byggingarfulltrúinn Jón Eiríkur Guðmundsson.
Fyrir hönd hreppsnefndar og sem varamaður í bygginganefnd sat fundinn Guðný G. Ívarsdóttir sem einnig ritaði fundargerð.
Eftirfarandi erindi voru tekin fyrir á fundinum:
1. Gassinn ehf. Kt. 660416-0720, Fífuhvammi 17, 200 Kópavogi, sækir um leyfi til að byggja 135,1 m2 sumarhús á lóð sinni nr. 6 við Berjabraut lnr: 199285 í landi Háls. Húsið er úr timbri á steyptum undirstöðum.
Afgreiðsla: Samþykkt.
2. Sigríður Davíðsdóttir kt. 240356-5039 og Gunnar Guðnason kt. 020352-3969 Ljósalandi 16 108 Reykjavík sækja um leyfi til að byggja viðbyggingu við sumarhúsið Heiðarás lnr: 173490 í landi Miðdals. Viðbyggingin er úr timbri á steyptum stöpplum, 43,8m2.
Afgreiðsla: Samþykkt.
3. Dagbjört Guðmundsdóttir kt: 040650-2029, Vesturbergi 122, 111 Reykjavík, sækir um leyfi til að byggja 36,1 m sumarhús á lóð sinni nr 21A við Flekkudalsveg í landi Eyja 1. Húsið er bjálkahús byggt á steyptum þverveggjum.
Afgreiðsla: Frestað
4. Einar Tönsberg kt: 060273-5029 Háaleitisbraut 17 108 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja 31 m2 sumarhús á lóð sinni nr. 15 við Berjabraut lnr: 199294 í landi Háls. Húsið er úr timbri á steyptum þverveggjum.
Afgreiðsla: Samþykkt
Skipulagsmál:
01. Rafn Sigurðsson kt: 020440-3179 og Pálína G. Óskarsdóttir kt: 081245-4019, Frakkastíg 14, 101 Reykjavík, óska eftir því við hreppsnefnd Kjósarhrepps að frístundahúsið Meðalfellsvegur 3a (fn. 208-6296) verði skráð sem íbúðarhús og lóðin sem íbúðarhúsalóð.
Afgreiðsla: Frestað, leita skal umsagnar Vegagerðarinnar.
Fleiri mál lágu ekki fyrir fundi og var honum slitið kl 18:00.
Undirskrift fundarmanna:
G. Oddur Víðisson Jón Eiríkur Guðmundsson
________________________________ ______________________________
Guðný G Ívarsdóttir Gunnar Leó Helgason
_________________________________