Skipulags- og byggingarnefnd
Skipulags- og byggingarnefnd Kjósarhrepps
Fundur nr. 94
Miðvikudaginn 17 maí 2016 kl. 18.00 var haldinn fundur í Skipulags- og byggingarnefnd Kjósarhrepps. Fundurinn var haldinn í Ásgarðsskóla. Viðstaddir voru: G.Oddur Víðisson, Gunnar Leó Helgason, Guðný G Ívarsdóttir 1.varamaður og skipulags-og byggingarfulltrúinn Jón Eiríkur Guðmundsson sem ritaði fundargerð.
Eftirfarandi erindi voru tekin fyrir á fundinum:
1. Gunnar Leó Helgason kt. 031063-4199 Felli Kjósarhreppi sækir um leyfi til að byggja 83,8 m2 sumarhús á lóð sinni Holti lnr. 200274 úr landi Blönduholts. Húsið er rishús úr timbri byggt á steyptum undirstöðum og gólfplötu. Gunnar Leó víkur af fundi.
Afgreiðsla: Samþykkt, grenndarkynning liggur fyrir.
Afgreiðslugjald:
2. Einar Guðbjörnsson kt. 220251-2379 Blönduholti kjósarhreppi sæir um leyfi til að byggja íbúðarhús og bílskúr á jörð sinni Litli Bær. Húsin eru timburhús á steyptum undirstöðum.
Afgreiðsla: Samþykkt til grenndarkynningar.
Afgreiðslugjald:
3. John H. Frants, kt. 120959-8249, Hlégerði 8, 200 Kópavogi sækir um leyfi til að byggja 102,5 m2 frístundahús og 8,5 m2 geymslu á lóð sinni nr 12 við Sandslund í landi Sands. Húsið er byggt á steyptum undirstöðum hæð og ris og er bárujárnsklætt timburhús.
Afgreiðsla: Samþykkt. Erindið hefur verið grenndarkynnt án athugasemda.
Afgreiðslugjald:
4. Jóhannes Jónsson kt. 190245-3229 sækir um leyfi til að byggja kvist á hús sitt nr 45 við Norðurnes í landi Möðruvalla. Kvisturinn er 3 að metrar að lengd á austurhlið hússins.
Afgreiðsla: Samþykkt.
Afgreiðslugjald:
5. Valdimar Arnþórsson kt. 030961 Drápuhlíð 41 105 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja sumarhús á lóð sinni nr 48 við Hlíð í Eilífsdal úr landi Meðalfells.
Húsið er 99 m2 timburhús á steyptum grunni.
Afgreiðsla: Samþykkt til grenndarkynningar
Afgreiðslugjald:
6. Kjósarveitur leggja fram til kynningar fyrirhuguð mannvirki í tengslum við lagningu hitaveitu í sveitarfélaginu.
Annars vegar er 95 m2 aðstöðu-og dæluhús sem verður við fyrri borholuna í landi Möðruvalla .
Hinns vegar er um að ræða 17,3 m2 dæluhús sem verður við endann á Hjarðarholtsveginum.
Það verða steyptir sökklar og gólfplata undir húsunum og tanknum. Timburgrind í veggjum, þeir klæddir utan með sléttu steni ljósgráu, dökkgrátt bárujárn á þökum og þakkantar dökkgráir. Lóðrétt trapizuklæðning á gasskilju, litur ljósgrár, dökkur þakpappi á þaki skilju.
Dæluhúsin verða einangruð lítillega með steinull og klædd innan með ljósri trapizuklæðningu. Aðstöðuhúsið verður klætt innan með krossvið og gipsi.
Afgreiðsla: Samþykkt til grenndarkynningar. Sýna skal afstöðumyndir.
Afgreiðslugjald:
Fleiri mál lágu ekki fyrir fundi og var honum slitið.
Fundi lauk kl. 18.50
Undirskrift fundarmanna:
G. Oddur Víðisson Jón Eiríkur Guðmundsson
________________________________ ______________________________
Gunnar Leó Helgason
Guðný G. Ívarsdóttir _________________________________