Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

93. fundur 06. apríl 2016 kl. 11:04 - 11:04 Eldri-fundur

Skipulags- og byggingarnefnd  Kjósarhrepps

                                         Fundur nr. 93

 

Miðvikudaginn 6 apríl 2016 kl. 20.00 var haldinn fundur í Skipulags- og byggingarnefnd Kjósarhrepps. Fundurinn var haldinn í Ásgarðsskóla. Viðstaddir voru: G.Oddur Víðisson, Maríanna H. Helgadóttir, Gunnar Leó Helgason og skipulags-og byggingarfulltrúinn Jón Eiríkur Guðmundsson.  Maríanna H. Helgadóttir ritaði  fundargerð.

 

 

                          Eftirfarandi erindi voru tekin fyrir á fundinum:

 

 

1.      Jóhann Guðbjargarson, kt. 220772-2929, Leifsgötu 16, 101 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja 49,8 m2 gestahús á lóð sinni nr. 8 við Austurbakkaveg í landi Flekkudals. Húsið er samsett úr þremur 20 feta gámum sem raðað er saman og klæddir að utan með standandi timburklæðningu. Torf verður á þaki og undirstöður eru steyptar súlur.

 

Afgreiðsla: Samþykkt.

Afgreiðslugjald:

 

2.      Leiknir Ágústsson, kt. 161273-3929,  Lækjarkinn 24, 220 Hafnarfirði óskar eftir leyfi til að breyta áður samþykktum teikningum á sumarhúsinu Sandseyri 7 í landi Sands.

Breytingin felur í sér að núverandi bygging á lóðinni verður ekki lengur hluti af  byggingunni eins og sótt var um. Ennfremur er sótt um að færa bygginguna framar í lóðina. Erindinu fylgir samþykki nágranna á þessari breytingu.

 

Afgreiðsla: Samþykkt.

Afgreiðslugjald:

 

 

 

3.      John H. Frants, kt. 120959-8249, Hlégerði 8, 200 Kópavogi  sækir um leyfi til að byggja 102,5 m2 frístundahús  og 8,5 m2 geymslu  á lóð sinni nr 12 við Sandslund í landi Sands. Húsið er byggt á steyptum undirstöðum hæð og ris og er bárujárnsklætt timburhús.

 

 

Afgreiðsla: Samþykkt til grenndarkynningar með fyrirvara um leiðréttar teikningar.

Afgreiðslugjald:

 

4.      Þorsteinn Þórhallsson, kt. 200756-5439, Laugarnesvegi 94, 105 Reykjavík, sækir um leyfi til að stækka sumarhús sitt við Hlíð nr. 10 í Eilífsdals  úr landi Meðalfells um 12,7 m2.

Sótt er um að lengja húsið um 2,4 m til austurs. Viðbyggingin er úr timbri á steyptum undirstöðum.

 

Afgreiðsla: Samþykkt.

Afgreiðslugjald:

 

 

 

Skipulagsmál

 

01.   Lögð var fram deiliskipulagstillaga í landi Möðruvalla í tengslum við hitaveituframkvæmdir. Deiliskipulagstillagan er í samræmi við aðalskipulagsbreytingu sem samþykkt var í sveitarstjórn 3 mars 2016.

Markmið deiliskipulagstillögunnar er að skilgreina eina lóð með tveimur byggingareitum fyrir athafnastarfsemi í landi Möðruvalla

Skipulagssvæðið er í heild 14,3 ha. og er aðkoma frá Meðalfellsvegi (461).

Á athafnasvæði (A2) er gert ráð fyrir borholuhúsi, gasskilju í sívölum stáltank og allt að 65 m2 dælu-og aðstöðuhúsi. Á athafnasvæði (A3) er einungis gert ráð fyrir borholuhúsi.

 

Lagt er til að sveitarstjórn samþykki deiliskipulagstillöguna og feli skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna samhliða aðalskipulagsbreytingunn samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010 sem samþykkt var í sveitarstjórn           3. mars 2016.

 

Fleiri mál lágu ekki fyrir og var fundi slitið kl.  21:08

 

 

Undirskrift fundarmanna:   

 

G. Oddur Víðisson                                            Jón Eiríkur Guðmundsson

 

 ________________________________           ______________________________

 

Maríanna H. Helgadóttir                                 Gunnar Leó Helgason

 

______________________________           _________________________________