Skipulags- og byggingarnefnd
Skipulags- og byggingarnefnd Kjósarhrepps
Fundur nr. 84
Miðvikudaginn 13. maí 2015 var haldinn fundur í Skipulags- og byggingarnefnd Kjósarhrepps. Fundurinn var haldinn í Ásgarðsskóla kl 19:30. Viðstaddir voru: G.Oddur Víðisson, Maríanna H. Helgadóttir og Gunnar Leó Helgason og skipulags- og byggingarfulltrúi Jón Eiríkur Guðmundsson. Guðný G Ívarsdóttir ritaði fundargerð.
Eftirfarandi erindi voru tekin fyrir á fundinum:
Byggingarmál:
- Joachim Beat Schmidt kt. 250881-2319 Hringbraut 89 101 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja sumarhús úr timbri á lóð sinni nr.3 við Langás lnr:199646 í Búðahverfi í landi Neðri Háls. Sumarhúsið er 36,3 m2 og byggt á steyptum súlum.
Hönnun: Magnús H. Ólafsson arkitekt FAÍ kt. 150550-4759.
Afgreiðslugjald: 9.500,-
Afgreiðsla: Samþykkt
- Sigurður A. Þórarinsson kt. 250168-5949 Hjallatangi 18 340 Stykkishólmi sækir um leyfi til að byggja sumarhús á lóð sinni við Eyjatún nr. 26 í landi Eyja 1 lnr: 211620. Sumarhúsið er 46,4 m2 og er úr timbri á steyptum súlum.
Hönnun:Teiknistofan Kvarði , Gísli G. Gunnarsson kt. 020649-2409.
Afgreiðslugjald: 9.500,-
Afgreiðsla: Samþykkt með fyrirvara um að aðaluppdrættir séu undirritaðir af hönnuði.
Skipulagsmál:
01. Tekin var til afgreiðslu tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Kjósarhrepps 2005-2017 – Skilgreining svæða fyrir frístundabyggð í landi Flekkudals samkv. 36 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fyrirhugað er að breyta landnotkun þ.e.a.s. landbúnaðarsvæði í svæði fyrir frístundabyggð.
Um er að ræða tvö aðskilin svæði sunnan Meðalfellsvatns; annarsvegar 2,62 ha. svæði sem fær tilvísunarnúmerið F4b á sveitarfélagsuppdrætti og hinnsvegar 8,52 ha. svæði sem fær tilvísunarnúmerið F4c.
Aðalskipulagstillögunni fylgir umhverfisskýrsla 2015- Mat á umhverfisáhrifum áætlunar sem sveitarstjórn lét vinna í samráði við Skipulagsstofnum samkv. lögum um umhverfismat áætlana nr.105/2006
Sveitarstjórn lét gera lýsingu á aðalskipulagsbreytingunni og var hún samþykkt á fundi sveitarstjórnar 16 apríl 2015. Lýsingin var kynnt á heimasíðu Kjósarhrepps, leitað eftir umsögn Skipulagsstofnunar og auglýst í Morgunblaðinu 17 apríl 2015 samkv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Lýsingargögn og drög að umhverfisskýrslu lágu frammi á skrifstofu sveitafélagsins til kynningar 22.- og 29 april 2015.
Afgreiðsla: Skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki aðalskipulags- breytinguna, til auglýsingar og sendi Skipulagsstofnun tillöguna til athugunar samkv.3. mgr.30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
02. Lögð er fram deiliskipulagstillaga:
Flekkudalur í Kjósarhreppi - Deiliskipulag Frístundabyggðar á Nesi.
Deiliskipulagssvæðið á Nesi í landi Flekkudals tekur til 2,62 ha.lands. Gert er ráð fyrir 5 lóðum fyrir frístundahús og er samanlagt flatarmál þeirra um 1,92 ha. Þéttleiki byggðar innan skipulagssvæðis er 1,9 hús á hvern hektara.Vegstæði og sameiginlegt útivistarsvæði er 0,6 ha. Aðkoma að lóðunum verður um nýjan veg sem tengist Flekkudalsvegi.
Afgreiðsla: Skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki deiliskipulagstillöguna og að auglýsa hana samhliða aðalskipulagsbreytingu samkv. 2.mgr.41gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
03. Lögð er fram deiliskipulagstillaga:
Deiliskipulag frístundabyggðar og íbúðarlóðar við Meðalfellsvatn.
Deiliskipulagssvæðið tekur til rúmlega 14 ha. svæðis sem liggur að sunnanverðu Meðalfellsvatni í landi Flekkudals. Innan svæðisins er skilgreind ein íbúðarlóð og 15 lóðir fyrir frístundahús. Heildar flatarmál lóðanna 16 er 9,74 hektarar, vegstæði er 0,76 hektarar og annað land innan skipulagssvæðisins, alls 3,6 hektarar er sameiginlegt útivistarsvæði. Aðkoma að frístundabyggðinni og að íbúðarlóð er um nýjan veg sem tengist Flekkudalsvegi.
Afgreiðsla: Skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki deiliskipulagstillöguna og að auglýsa hana samhliða aðalskipulagsbreytingu samkv. 2.mgr.41gr. skipulagslaga nr. 123/201
04. Tekið var fyrir Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, þróunaráætlun og umhverfisskýrsla.
Afgreiðsla: Svæðisskipulagið kynnt, ekki talin ástæða til athugasemda. Lagt er til að hreppsnefnd taki málið til afgreiðslu.
Önnur mál:
Fleiri mál lágu ekki fyrir og var fundi slitið 21:22. GGÍ
Undirskrift fundarmanna:
G. Oddur Víðisson Jón Eiríkur Guðmundsson
________________________________ ______________________________
Maríanna H. Helgadóttir Gunnar Leó Helgason
______________________________ _________________________________