Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

83. fundur 15. apríl 2015 kl. 11:23 - 11:23 Eldri-fundur

Skipulags- og byggingarnefnd  Kjósarhrepps

                                 Fundur nr. 83

 

Laugardaginn 28. mars 2015 var haldinn fundur í Skipulags- og byggingarnefnd Kjósarhrepps. Fundurinn var haldinn í Ásgarðsskóla kl 10:00. Viðstaddir voru: G.Oddur Víðisson, Maríanna H. Helgadóttir og  Gunnar Leó Helgason og skipulags- og byggingarfulltrúi Jón Eiríkur Guðmundsson. Maríanna H. Helgadóttir ritaði fundargerð.

 

 

 

                          Eftirfarandi erindi voru tekin fyrir á fundinum:

 

 

  1. Heimir Haraldsson óskar eftir fyrir hönd lóðareiganda umsögn bygginganefndar varðandi byggingu á lóðinni nr 21a við Flekkudalsveg.

        

Afgreiðslugjald:9.500,-

Frestað

 

  1. Hermann B. Baldvinsson, kt. 220156-7619, Hléskógum 2, 109 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja á lóð sinni Skógarholt í landi Skorhaga.

Sótt er um leyfi fyrir þremur byggingum: 176 m2 frístundahús úr timbri.    31,2 m2 gestahús úr timbri. 78,1 m2 bílskúr. Byggingarnar eru byggðar á steyptum undirstöðum.

Hönnun: Verkfræðistofa Hauks Ásgeirssonar kt. 301255-4629

         

Afgreiðslugjald: 9.500,-

Samþykkt með fyrirvara um uppfærðar teikningar í samráði við byggingarfulltrúa.

 

 Önnur mál:

            

01.  Lagt var fram til endanlegrar afgreiðslu aðalskipulagsbreyting í Þúfukoti samkv. 32 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillaga að aðalskipulagsbreytingu var auglýst í Morgunblaðinu og Lögbirtingarblaðinu frá 23. janúar – 9. mars 2015. Ennfremur var tillagan til sýnis hjá Skipulagsstofnun, í Ásgarði og kynnt með dreifibréfi til íbúa Kjósarhrepps. Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma.

 

Skipulagsnefnd leggur til að Hreppsnefnd samþykki aðalskipulagsbreytinguna.

 

02.   Kynnt var fyrir skipulagsnefnd deiliskipulagstillag að Þúfukoti, ásamt athugasemdum.

Frestað.

 

03.  Lagt var fram til endanlegrar afgreiðslu deiliskipulagstillaga að frístundasvæðinu Ennishverfi í landi Háls. Tillagan var auglýst í Morgunblaðinu frá og með 11. ágúst 2014  til og með   22. september  2014. Ein athugasemd barst og hefur verið brugðist við henni.                        Sveitarstjórn samþykkti að óska eftir umsögn Skipulagsstofnunar. Skipulagsstofnun gerði athugasemdir við tillöguna. Lögð var fram tillaga að því hvernig brugðist skuli við athugasemdunum.

Skipulagsnefnd leggur til að Hreppsnefnd afgreiði tillöguna með þessum hætti.

 

04.  Kynnt var fyrir  skipulagsnefnd  drög að lýsingu á tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Kjósarhrepps 2005-2017- Skilgreining svæða fyrir frístundabyggð í landi Flekkudals.

Fyrirhugað er að breyta landnotkun í landi Flekkudals þ.e.a.s. úr landbúnaðarsvæði í svæði fyrir frístundabyggð. Um er að ræða svæði tvö svæði sunnan Meðalfellsvatns:

1.       2,62 ha. Svæði sem að fær tilvísunarnúmerið F4b á sveitarfélaggsuppdrætti. Á því svæði er gert ráð fyrir 5 frístundalóðum sem verða á bilinu 3200 m2 til 5100 m2 á stærð.

2.   8,62 ha. Svæði sem fær tilvísunarnúmerið F4c. Á því svæði er  gert ráð fyrir 11 frístundalóðum  sem verða á bilinu 3350 m2 – 10150 m2 að stærð

Landeigandi uppfæri uppdrætti í samráði við skipulagfulltrúa.

Frestað.

 

Fleiri mál lágu ekki fyrir og var fundi slitið.

 

Undirskrift fundarmanna:   

 

 

G. Oddur Víðisson                                            Jón Eiríkur Guðmundsson

 

 ________________________________           ______________________________

 

Maríanna H. Helgadóttir                                 Gunnar Leó Helgason

 

______________________________