Skipulags- og byggingarnefnd
Skipulags- og byggingarnefnd Kjósarhrepps
Fundur nr. 82
Laugardaginn 6. desember 2014 var haldinn fundur í Skipulags- og byggingarnefnd Kjósarhrepps. Fundurinn var haldinn í Ásgarðsskóla kl 10:00. Viðstaddir voru: G.Oddur Víðisson, Maríanna H. Helgadóttir og Gunnar Leó Helgason ásamt skipulags- og byggingarfulltrúa Jóni Eiríki Guðmundssyni sem ritar fundargerð.
Eftirfarandi erindi voru tekin fyrir á fundinum:
Byggingarnefnd:
- Sigríður Ólafsdóttir, kt. 110751-4789, Furugrund 79, 200 Kópavogi sækir um leyfi til að byggja sumarhús á lóð sinni Dalsbakka lnr. 219505 sem er úr landi Flekkudals. Húsið er 85 m2 timburhús á einni hæð.
Frestað.
Bygginganefnd samþykkir að heimila aðstöðusköpun á lóðinni.
- Skúli Geirsson, kt. 100233-3999, Álfaskeiði 70, 220 Hafnarfjörður sækir um leyfi til að sumarhús, Mhl.11, á jörð sinni Írafelli. Stækkun sumarhússins nemur 130,8 m2.
Samþykkt.
Skipulagsnefnd:
01. Tekin var til umsagnar að ósk hreppsnefndar Kjósarhrepps athugasemdir sem sem bárust skipulagsnefnd vegna breytingar á deiliskipulagi við Stapagljúfur. Lögð var fram tillaga að nýju svarbréfi ásamt uppfærðum deiliskipulagsuppdrætti. Breyting frá áður samþykktu deiliskipulagi felst í því að hnit sem sem voru á jarðarmörkum Kiðafells og Morastaða voru felld út.
Samþykkt að mæla með að deiliskipulagsbreytingin verði send til umsagnar Skipulagsstofnunar með fyrirvara um að landeigendur Morastaða og Stapagljúfurs geri með sér skriflegt samkomulag að landarmerki verði með þeim hætti sem kemur fram á breytingartillögunni.
02. Tekin var fyrir að nýju breyting á gildandi deiliskipulagi í landi Þúfukots. Deiliskipulagið sem er í gildi var staðfest 1992 gerði ráð fyrir lóðum fyrir 13 frístundahús.Nýja deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir 15 frístundalóðum sem hver um sig er u.þ.b. 0,5 ha. Deiliskipulagstillagan tekur einnig til fjögurra íbúðarhúsalóða fyrir ofan Þúfukotsbæinn sem að þegar eru byggðar. Ennfremur er á tillögunni gert ráð fyrir ca. 1600 m2 byggingareit fyrir reiðhöll norð-vestan við Þúfukotsbæinn.
Samþykkt að deiliskipulagstillagan verði auglýst með fyrirvara um að uppdráttur verði uppfærður í samráði við skipulagsfulltrúa.
Önnur mál:
Fleiri mál lágu ekki fyrir og var fundi slitið
Undirskrift fundarmanna:
G. Oddur Víðisson Jón Eiríkur Guðmundsson
________________________________ ______________________________
Maríanna H. Helgadóttir Gunnar Leó Helgason
______________________________ _________________________________