Skipulags- og byggingarnefnd
Skipulags- og byggingarnefnd Kjósarhrepps
Fundur nr. 81
Miðvikudaginn 4. nóvember 2014 var haldinn fundur í Skipulags- og byggingarnefnd Kjósarhrepps. Fundurinn var haldinn í Ásgarðsskóla kl 19:00. Viðstaddir voru: G.Oddur Víðisson, Maríanna H. Helgadóttir og Gunnar Leó Helgason ásamt skipulags- og byggingarfulltrúa Jóni Eiríki Guðmundssyni Fyrir hönd sveitarstjórnar situr fundinn Guðný Ívarsdóttir sem ritar fundargerð.
Eftirfarandi erindi voru tekin fyrir á fundinum:
Byggingarmál:
1. Þuríður Bragadóttir fyrir hönd Visnes ehf. Kt. 671204-2040Skardavei 14 7261 Sistranda Norgeóskar eftir leyfi til að stækka sumarhús sitt við Norðurnes nr. 33 í landi Möðruvalla.
Stækkunin er byggð úr timbri og er 11,8 m2.
Hönnuður er Magnús Ingvarsson kt. 171160-3249 hjá Stoð Verkfræðistofu.
Afgreiðsla: Samþykkt.
Afgreiðslugjald: 32,060,-
2. Snjallhús ehf kt. 570506-0640 sækir um leyfi til að byggja 32 m2
frístundahús á lóð sinni nr 7 við Stampa í landi Háls. Húsið er
úr timbri á steyptum kjallara.
Hönnuður er Ragnar Magnússon byggingafræðingur kt. 190162-2229
Afgreiðsla: Samþykkt.
Afgreiðslugjald : 93,500,-
Skipulagsmál:
01. Tekin var til umsagnar öðru sinni að ósk hreppsnefndar Kjósarhrepps athugasemdir sem sem bárust skipulagsnefnd vegna breytingar á deiliskipulagi við Stapagljúfur.
Afgreiðsla: Frestað
02. Lögð var fram tillaga að svarbréfi við athugasemdum sem bárust vegna deiliskipulagstillögu á svokölluðu Ennishverfi í landi Háls. Deiliskipulagstillagan var samþykkt í hreppsnefnd 29 maí 2014
Tillögurnar voru auglýstar frá 11. ágúst 2014 til 22. september 2014 og barst ein athugasemd.
Afgreiðsla. Lagt er til við sveitarstjórn að hún svari athugasemd sem barst á auglýsingartíma með þeim hætti sem kemur fram í framlögðu svarbréfi.
03. Landeigandi Hvammsvíkur og Hvamms óskar eftir að sveitarfélagið taki til skipulagslegrar umfjöllunar breytingu á deiliskipulagi jarðanna í samræmi við meðfylgjandi deiliskipulagsuppdrátt, greinargerð og áðursent kynningarbréf..
Tekin var fyrir tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hvamms og Hvammsvíkur.
Megin breytingar frá gildandi deiliskipulagi eru eftirfarandi:
· Fjölgun frístundahúsa úr 15-20 í 55
· Fjölgun frístundahúsanna er á svæðum sem áður voru skilgreind til skógræktar og sem hverfisverndarsvæði.
· Felldir eru úr gildi byggingarreitir fyrir 5 frístundahús og 5 orlofshús við Hvammsvíkurbæinn en á því svæði eru flestar minjar taldar vera.
· Golfvöllur er stækkaður úr 9 í 18 holu völl. Heildar stærð vallarins var um 30 hektarar og verður tæplega 70 hektarar. Tvær brautir verða ofan vegar.
· Gert er ráð fyrir að byggja 40-50 herbergja hótel við Þórishóla/Óshóla. Undir hótelinu verður 2000 m2 sýningarsalir og listaverkageymsla.
· Byggareitir fyrir bátaskýli eru við fjöruna við Mjóumýri og við Hvammsós í tengslum við ylströnd.
· Aðkoma verður frá núverandi vegi mitt á milli núverandi vegtenginga.
Afgreiðsla: Jákvætt tekið í erindið og skipulagsnefnd leggur til að haldinn verði fundur með hreppsnefnd, skipulagsnefnd og landeigenda sem upplýsi enn frekar um áformin
04. Tekin var fyrir aðalskipulagsbreyting á Þúfukoti. Breytingin varðar breytta landnotkun og felur í sér að 26,4 ha svæði sem hafði tilvísunarnúmerið B3 og var samkvæmt aðalskipulagi búgarðabyggð fær nú tilvísunarnúmerið F30 og verður frístundasvæði. Nýtt frístundasvæði verður 22,4 ha.og verða þeir 4 ha. sem eftir standa skilgreindir sem landbúnaðarsvæði.
Afgreiðsla: Lagt er til við sveitarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði send skipulagsstofnun til umsagnar samkv. 30 gr. skipulagslaga nr.123 / 2010
05. Landeigandi leggur fram breytingartillögu að deiliskipulagi í landi Þúfukots. Deiliskipulagið sem er í gildi var staðfest 1992 gerði ráð fyrir lóðum fyrir 13 frístundahús.Nýja deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir 15 frístundalóðum sem hver um sig er u.þ.b. 0,5 ha. Deiliskipulagstillagan tekur einnig til fjögurra íbúðarhúsalóða fyrir ofan Þúfukotsbæinn sem að þegar eru byggðar. Ennfremur er á tillögunni gert ráð fyrir ca. 1600 m2 byggingareit fyrir reiðhöll norð-vestan við Þúfukotsbæinn.
Afgreiðla: Frestað
Önnur mál:
Fleiri mál lágu ekki fyrir og var fundi slitið 21:06 GGÍ
Undirskrift fundarmanna:
G. Oddur Víðisson Jón Eiríkur Guðmundsson
________________________________ ______________________________
Maríanna H. Helgadóttir Gunnar Leó Helgason
______________________________ _________________________________