Skipulags- og byggingarnefnd
Skipulags- og byggingarnefnd
Fundur nr. 79
Fimmtudaginn 28 ágúst 2014 var haldinn fundur í Skipulags- og byggingarnefnd Kjósarhrepps. Fundurinn var haldinn í Ásgarðsskóla kl 19:30. Viðstaddir voru: G.Oddur Víðisson, Maríanna H. Helgadóttir og Gunnar Leó Helgason ásamt skipulags- og byggingarfulltrúa Jóni Eiríki Guðmundssyni Fyrir hönd sveitarstjórnar situr fundinn Guðný G. Ívarsdóttir sem ritar fundargerð.
Eftirfarandi erindi voru tekin fyrir á fundinum:
1. Mikael Torfason kt. 080874-3599 sækir um leyfi til að byggja 113,4 m2 frístundahús. Húsið sem er við Eyjatún 28 lnr. 211621 í landi Eyja 1 er byggt úr gámaeiningum á steyptum súluundirstöðum. Húsin hafa yfirbragð timburhúsa og eru klædd að utan með lóðréttri vatnsklæðningu. Erindið var tekið fyrir og frestað á fundi bygginganefndar 17.07 2014
Hönnun : Lena Helgadóttir arkitekt Teiknistofunni Óðinstorgi.
Byggingaleyfisgjald: 119,820,-
Afgreiðsla: Samþykkt
2. Guðrún Lilja Ingólfsdóttir kt. 301259-2719 Efstahjalla 11 200 Kópavogur sækir um leyfi til að að stækka sumarhús sitt.Sumarhúsið er við Eyjatún 25 lnr. 173144 í landi Eyja 1 og nemur stækkunin sem er úr timbri 44 m2 m.
Hönnun: Sveinn Arnarson kt. 150767-5479 hjá SA teiknistofu
Byggingaleyfisgjald : 93,500,-
Byggingastjóri: Ómar Ásgrímsson kt. 300462-5109
Afgreiðsla: Samþykkt með fyrirvara um að uppfæra aðaluppdrætti í samræmi við athugasemdir skipulags- og byggingarfulltrúa
3. Júlíana Sigurrósardóttir kt. 160559-5869 Laufengi 16 112 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja 46 m2 sumarhús úr timbri á lóð sinni nr. 8 við Eyjatún. Húsið verður að hluta til flutt a á staðinn og síðan stækkað. Bygginganefnd samþykkti 12.09 2011 byggingu 67,4 m2 húss á lóðinni sem ekki var byggt.
Byggingaleyfisgjald : 93,500,-
Afgreiðsla: Samþykkt. Framkvæmd á ytra yfirborði skal vera lokið innan árs.
4. Elín Birna Kristinsdóttir kt.031266-2979 Þorrasölum 9 201 Kópavogur óskar eftir umsögn bygginganefndar vegna byggingar 27 m2 frístundahúss úr timbri á lóðinni nr. 1 við Eyjatún í landi Eyja 1.
Afgreiðslugjald : 9,350,-
Afgreiðsla: Málið kynnt, jákvætt tekið í erindið.
5. Global Direkt ehf kt. 440202-3570 leggur fram teikningar og fyrirspurn hvort leyft yrði að byggja frístundahús/gestahús þeim hætti eins og fram kemur á teikningum á lóðinni nr. 7 við Stampa í landi Háls.
Afgreiðslugjald : 9,350,-
Afgreiðsla: Málið kynnt, frestað.
6. Guðmundur Halldórsson, óskar eftir stöðuleyfi fyrir 30 m2 skúr á lóð sinni nr. 4 við Eyjatún Í landi Eyja 1. Fyrirhugað er að skúrinn verði síðar hluti af stærri byggingu á lóðinni.
Afgreiðsla: Frestað
Önnur mál:
Tekin var til afgreiðslu að nýju samkvæmt 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 deiliskipulagstillaga við Stapagljúfur í landi Morastaða. Tillagan var áður samþykkt í skipulagsnefnd 1. maí 2014 og í sveitarstjórn 15. maí 2014. Tillagan var auglýst og hægt var að gera athugasemdir á tímabilinu frá og með föstudegi 26. maí til laugardagsins 12. júlí 2014. Athugasemdir bárust frá Sigurbirni Hjaltasyni, Kiðafelli og hefur verið brugðist við þeim. Skipulagsfulltrúi leggur fram tillögu að svari við athugasemdunum.
Afgreiðsla: Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir umsögn skipulags- og byggingarfulltrúa.
Fleiri mál lágu ekki fyrir og var fundi slitið kl . 21:05 GGÍ
Undirskrift fundarmanna:
G. Oddur Víðisson Jón Eiríkur Guðmundsson
________________________________ ______________________________
Maríanna H. Helgadóttir Gunnar Leó Helgason
______________________________ _________________________________